Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 41

Æskan - 01.01.1986, Page 41
 kaupmaðurinn tók glaðlega undir. ~~ Við erum komin hérna með ryksuguna sem ég keypti hjá þér fyrir jólin. ~ Já, ég sé það, svaraði kaupmaðurinn og starði undrunaraugum á ryksuguna. Er eitthvað að henni? ~~ Er eitthvað að? át konan UPP- Það er ekki laust við það. Hún er alveg handónýt, gerir ekkert gagn lengur. ~~ Hún var alveg einstaklega góð í byrjun, sagði gamli maðurinn afsakandi. Við vor- um himinlifandi yfir henni í a la staði. En svo, nokkra síð- ustu daga, er eins og hún sé gjörbreytt, eins og við höfum arið vel með hana og verið henni góð í alla staði. Þetta er alveg óskiljanlegt. Ég vona að það sé hægt að gera við hana því að við viljum helst af öllu eiga hana áfram. — Já, tók gamla konan undir, við ætlum að biðja þig að reyna allt sem hægt er til að finna hvað er að. Okkur er farið að þykja svo fjarska vænt um hana. Kaupmaðurinn lyfti nú ryksugunni upp á borðið til að sjá hana betur. — Ja, nú er ég alveg hissa! hrópaði kaupmaðurinn. Svona nokkuð hef ég aldrei séð í mínu langa starfi! — Ó, sagði konan kvíðin, er þetta mjög slæmt? Verðum við að fá aðra? — Æ, er það virkileg satt? spurði gamli maðurinn og horfði angistaraugum á kaupmanninn yfir gleraugun sín. Nú fór kaupmaðurinn að skelli- skellihlæja. — Nei, góðu hjón, sagði hann glaðlega. Það er ekkert alvarlegt að. Þessi ryksuga er bara full! Hún er að springa! Það þarf bara að tæma hana! — Ó, hamingjan góða! hvað við höfum verið miklir kjánar sögðu gömlu hjónin. Svo fóru þau glöð heim og þegar þau voru búin að tæma pokann fékk ryksugan lystina og tók gleði sína aftur. Endir. _____________________ J 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.