Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 43
Þrautir Frá hvaða tölu er lengsta leiðin niður á hæðina? ^essi þraut mun ekki reynast þér erfið. Samt veitum við þrenn verðlaun fyrir réttar lausnir. Mundu að nefna aldur þinn. Hve margir hringir? Hér sést mikið samansafn af hringum. Sumir eru stórir e>ns og hálshringir eða armbönd, aðrir litlir eins og trúlofunarhringir. En geturðu talið hvað þeir eru margir. ^tli það reynist ekki erfitt? Ef þú litar hringina verður eftirleikurinn auðveldari. Viö veitum þrenn verðlaun fyrir rétta lausn. Póstfangið °kkar þekkir þú — og nú ertu i'ka farin(n) að muna að Segja okkur aldur þinn. Barnahjal Það var von á prestinum í hús- vitjun og mamma var að búa litlu dóttur sína undir það. — Presturinn mun spyrja þig hvað þú heitir og hvað þú sért gömul. Og þá áttu að segja hon- um að þú heitir Anna og sért fjögurra ára. Og ef hann skyldi svo spyrja þig hver hefur skapað þig þá mundu að segja að það hafi Guð gert. Presturinn kom og tvær fyrstu spurningarnar voru eins og mamma hafði búist við og Anna svaraði þeim rétt. Svo spurði hann hver hefði skapað hana. Þá komu vöflur á Önnu litlu en svo sagði hún frómt frá: - Mamma sagði mér hvaða maður hefði gert það en ég hefi steingleymt hvað hann hét. Stína litla kom ekki í skólann en skrifaði þetta bréf: - Ég gat ekki komið í morgun vegna þess að það fjölgaði heima hjá okkur en það var samt ekki mér að kenna. - Pabbi, hér stendur að hver dragi dám að sínum sessunaut. — Já, það er alveg satt, drengur minn. — Verður þá góður maður vondur ef hann situr hjá vonum manni eða verður vondur maður góður ef hann situr hjá góðum manni? Mamma hafði sent Kalla til frænku sinnar svo að hann skyldi leika sér við drengina hennar. Hann kom að vörmu spori aftur og mamma vildi fá að vita hvernig á því stæði. - Mér fannst hún frænka ekki vilja hafa mig, sagði Kalli. - Sagði hún það? - Ónei, ekki sagði hún það en hún fleygði mér út og skellti hurðinni í lás. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.