Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 47

Æskan - 01.01.1986, Page 47
Margt er sér til gamans gert. Að gagni gæti það komið líka. Nú er bara að bíta á jaxlinn og leggja í hann. Ekki verður aftur snúið. Hæ, hó, allt fór vel. Svo er bara að slaka á og láta sig reka og dreyma. Eftirminnilegur dagur Einn góðan veðurdag í júlí í sumar fékk ég að fara með köfurum björgunarsveitar Ingólfs á b/b Gísla J. Johnsen inn á Viðeyjarsund þar sem þeir voru við köfunaræfingar. Til Þess að allir hefðu eitthvað að gera lánuðu þeir mér flot- björgunarbúning og sögðu mér að hoppa í sjóinn, mér væri er>gin hætta búin, - ég flyti á sjónum og blotnaði ekki. Það stóðst allt sem þeir sögðu. Ég fór „heljarstökk" fyrir þá í búningnum og tókst það vel eins og meðfylgjandi ntyndir sýna. Þetta var ofsalega gaman. Asgrímur Haukur Helgason 13 ára, Starhólma 10, Kópavogi. 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.