Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1986, Page 4

Æskan - 01.07.1986, Page 4
Verðlaunasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 Stefna tekín i Umferðargetraun — í samvinnu við Umferðarráð Enn á ný efna Æskan og Rás 2 til glæsilegrar verðlaunasamkeppni. Allir lesendur blaðsins yngri en 17 ára geta tekið þátt í henni. Miðað er við fæðingarár, ekki dag. Sam- keppnin er tvíþætt: a) Þátttakendur svari 11 spurn- ingum um umferðarmál. b) Smásagnasamkeppni. Sögu- efni er frjálst. Notið hugmynda- flugið og látið ykkur detta eitthvað í hug! Þetta getur verið ævin- týrasaga, ferðafrásögn, spennu- saga eða saga sem gerist í hvers- dagsleikanum. Æskileg lengd sagn- anna er frá einni vélritaðri síðu til fimm - eða tvær til tíu handskrif- aðar. Það gerir ekkert til þó að þær verði aðeins fleiri, þið hafið það sjálf í hendi ykkar. Látið hugann reika og byrjið svo! Dómnefndin hlakkar til að fá sögur frá ykkur. Hana skipa: Þorgeir Ástvaldsson - Rás 2 Eðvarð Ingólfsson — Æskunni Sæmundur Guðvinsson — Flug- leiðum Verðlaunasagan verður birt í Æskunni og flutt á Rás 2. Einnig mun Æskan birta nokkrar þeirra sagna sem fá aukaverðlaun. Hver eru svo verðlaunin? Þau eru ekki af verri endanum; ævin- týraferð fyrir tvo til Stokkhólms. Ann- ar vinningshafinn verður dreginn út í umferðargetrauninni en hinn er sigur- vegarinn í smásagnasamkeppninni- bækur verða veittar sem aukaverðlam1 fyrir hvora keppni. Hver er skilufrestur? Skilafrestur á lausnum og sögum er 10. desember nk. Viðtakandi: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavík Vinningshafar í Umferðargetraun inni verða dregnir út í beinni útsenu ingu í Morgunþætti Rásar 2 á Þor- láksmessudag, 23. desember nk. Þa verður einnig tilkynnt hver hafi oroi hlutskarpastur í smásagnasamkeppn inni. Allar nánari upplýsingar um kepPn ina er hægt að fá á ritstjórn Æskunnu sími 10248. Gangi ykkurvel! 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.