Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1986, Side 7

Æskan - 01.07.1986, Side 7
Jðunn Steinsdóttir: FINM IIJOSTIMWI OG HALLI iiAiRvuurnR Eiliu sinni var frostpinni ^uihétFinni. ^ann var hár og grannur ?§ rauður á lit. ^ann var mjög ánægður sjálfan sig. P jnni frostpinni var geymdur ^kistunni. Uag nokkurn tók mamma hann °g lagði hann á eldhúsborðið vi^ hliðina á eldavélinni. ^ar mallaði Halli hafragrautur. - Líttu bara á Siggu litlu sem aldrei borðar mig en eyðir öllum sínum peningum í frostpinna eins og þig. Hún er grá og guggin og hún vex ekki neitt. Sjáðu svo Möggu systur hennar sem borðar mig á hverjum morgni. Hún er rjóð og hraust, fljót að hlaupa og dugleg við allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Nú kom mamma og fór að ausa grautnum á diska handa börnunum. Magga fékk fyrsta diskinn. — Nei mamma, sjáðu hvað grauturinn er skrítinn í dag, sagði hún. — Já, hann er rauðleitur, sagði mamma. — Ég ætla að bragða á honum fyrst hann er svona fallegur á litinn, sagði Sigga. Hræðilega ertu ljótur, Sagði Finni frostpinni. r~ ^ú getur ekki staðið aeldur liggurðu eins og klessa. Svq ertu bæði grár og feitur. Samt er ég hollari en þú, ^gði Halli hafragrautur. ^ann bullaði og vall °8 sendi stóra reykjarstróka J*PP úr pottinum PVl að nú var hann reiður. s ^annaðuþað! §ði Finni frostpinni reigði sig. Pað er nú ekki mikill vandi, a§ði Halli hafragrautur. — Þú ert bara dóni að tala svona og réttast væri að ég lemdi þig, sagði Finni frostpinni. — Gerðu það bara ef þú þorir, sagði Halli hafragrautur og var svo reiður að hann sauð upp úr pottinum. Finni sat ekki við orðin tóm. Hann stökk ofan í pottinn og bang, bang, bang.... Höggin urðu aldrei nema þrjú því að Finni greyið bráðnaði í hitanum. — Ég vissi að þú værir aumari en ég, sagði Halli hafragrautur sigri hrósandi. Svo gaf mamma henni graut. — Namm, namm, hann er eins og frostpinni á bragðið, sagði Sigga. Svo fóru þær systur í skólann. Siggu leið vel í maganum af því að nú var hún södd. Eftir þetta borðaði hún hafragraut á hverjum morgni. Hún fann hve hann var góður þó að hann væri ekki lengur eins og frostpinni á bragðið. Hún fór brátt að stækka og fitna og varð alveg eins dugleg og Magga systir hennar. Og allt var það Halla hafragraut að þakka. 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.