Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Síða 16

Æskan - 01.07.1986, Síða 16
...það tekurtœpa klukkustund að framkalla filmuna þína í verslunum ...ogþú , mátt treysta þvi með nýju Kodak-tækninni náum við því besta út úr filmunnni þinni. ^onulýsing Spandau Ballct ^'•arleikari: Gary Kemp ^öingardagur og ár: 16. október 1959 f;ugnlitur: Blár Hárlitur: Ljós P^ssaleikari: Martin Kemp ®öingardagur og ár: 10. október 1961 ^gnlitur: Blár Háriitur: Brúnn Söngvari: Tony Hadley ^ð'ngardagur og ár: 2. júní 1960 r;ugnlitur: Mógrænn Har|itur: Brúnn •Vmbill: John Keeble "ðingardagur og ár: 6. júlí 1959 f;ugnlitur: Brúnn Har|itur: Brúnn P^ófönleikari: Steve Norman ^ðingardagur og ár: 23. mars 1960 u^nlitur: Brúnn Harl|tur: Ljós l%(jd.r jiðsmenn Spandau Ballet pósr •' London- 'áritun hljómsveitarinnar er: au ®ai|et ^an ^iub i1eu,^adison Avenue h-WYork, NY 10022 ,5»A. eru Spjallað við Gary Kemp, Spandau Ballet og nýrómantíkín „Ég er enginn sviðsmaður. Mitt svið er að spjalla við fólk, semja og útfæra hugmyndir," segir Gary Kemp gítar- leikari, hugmyndafræðingur og söngvasmiður bresku nýróman- sveitarinnar Spandau Ballet. hessi for- ystusveit nýrómanfönksins hefur nú enn einu sinni náð feykivinsældum eft- ir nokkurt hlé, að þessu sinni með sönglagi Garys, „Sjálfsbjargarbar- áttu" (Fight For Ourself) Okkur hjá Æskunni rak í rogastans um daginn þegar kunningjafólk okkar sakaði Spandau Ballet um að stæla Duran Duran í því lagi. Það voru nefni- lega Gary Kemp og Spandau Ballet sem skópu og þróuðu nýrómantíkina sem Duran Duran tóku síðar upp og byggðu alla tíð á. Duran Duran verða þó ekki sakaðir um að stæla Spandau Ballet. Gary Kemp telur að nýróman- tíkin sé einkum spegilmynd þjóðfé- lagsins. Spandau Ballet hafi aðeins, nánast fyrir tilviljun, verið fyrstir til að fínstilla spegilmyndina. „Mín kynslóð byggir á öðrum grunni, öðru uppeldi, en t.d. Paul McCartney. Paul ólst upp við útvarp og plötuspilara. Þaðan fékk hann allar hugmyndir sínar um músík. Ég hef hins vegar nánast eingöngu hlýtt á músík í sjónvarpi. Þegar ég fór að spila með popphljómsveit þá fannst mér myndræna hliðin skipta höfuð- máli." Nýrómantíkin dregur einmitt nafn sitt af þeirri ofuráherslu sem nýróman- popparnir leggja á útlit sitt og mynd- ræna umgjörð músíkur sinnar. Þeir eru jafnan eins og nýstignir út úr hár- greiðslustofu og í tískusýningafötum. Músík þeirra ber jafnframt töluverðan keim af að vera samin með mynd- bandsútfærslu í huga. Og þótt Spand- au Ballet séu ekki með hugann við tölvuhljóðfæri þá eru tölvurnar veiga- mikill þáttur í nýrómantík níunda ára- tugarins. „Tölvur höfða geysisterkt til ungra krakka," fullyrðir Gary Kemp. „Þær höfða sterkar til krakkanna en hljóm- tæki. Tölvuleikir, tölvuspil og hver- skyns samskipti við tölvur eru mynd- ræn og það sem meira er: Tölvu- eigandinn er meiri þátttakandi í leiknum en sá sem hlustar á plötur. Það er sömuleiðis staðreynd að tölvan og myndbandið eru orðin almenn- ingseign. Þáu eru orðin jafnáberandi á heimilum og hljómflutningstækin. Áður fyrr, þegar krakkar heyrðu áhugavert lag í útvarpi, hugsuðu þeir: „Hvernig ætli gítarleikarinn líti út?" í dag hugsa þeir hins vegar. „Hvernig ætli myndbandið sé?“

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.