Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 23
^l'r áfallið. Hann vildi ekkert
°rða þegar stelpurnar komu með
^tinn og bara svaf og svaf.
Um kvöldið var kassinn okkar
^ettur fram á gang. Ég sofnaði
jptt það kvöldið því að ég var
^jðg þreyttur. Um nóttina hrökk
e§ upp vi5 það að Nebbi mjálmaði
°skapiega. Hann lá á bakinu í
Sandinum. Ég fór að sleikja hann
fn þá mjálmaði hann bara enn
®rra. Önnur stelpan vaknaði við
^jálmið í Nebba og vakti hina.
tóku okkur úr kassanum og
ru með okkur upp á efri hæð
Ussins. f>ær voru farnar að hág-
rata °g töluðu-um að Nebbi væri að
heyja. Það hlaut að vera eitthvað
.^r®ðilegt því að þær grétu svo mik-
• Svo hristu þær hann eins og þær
■ ru að reyna að vekja hann en
h nu hreyfði sig ekki. Tungan í
°num var orðin blá og honum var
Jðið ískalt. Svo fóru stelpurnar
mig niður og fóru svo að sofa.
áieð
morguninn settu stelpurnar
Nebb,
ba í pappakassa, grófu holu í
lna, settu hann niður í hana og
L ^kuðu svo yfir. Ég vissi nú ekki
Jörð
það átti eiginlega að þýða.
hvað
h^ki hefði ég viljað láta grafa mig í
°rð. Mér leiddist dálítið eftir að
Nebbi dó. En stelpurnar léku við
mig svo að ekki þurfti ég að kvarta.
Síðan fór önnur stelpan og
skömmu eftir það fékk ég nafnið
Depill. Mér fannst það bara
hljóma vel.
I ljárhúsunum
Oft bað stelpan mig að elta sig
upp í fjárhús. Þar átti ég vin af
kattakyninu. Hann hét Brandur.
Hann var mjög góður við mig og
tók mig oft með sér á veiðar. Einu
sinni skildi stelpan mig einan eftir í
fjárhúsunum. Ég vildi ekki vera
þar einn og tók því á rás á eftir
henni. En stelpan varð reið, tók
mig í fang sér og fór með mig aftur
í fjárhúsin. Þar var þá kominn gul-
brúnn köttur sem ég hafði aldrei
séð fyrr. Stelpan sleppti mér
lausum og ég hljóp í áttina til hans
og ætlaði að leika mér við hann.
En hann varð bara reiður og hvæsti
á mig og klóraði mig í augað. Ég
fann óskaplega mikið til. Stelpan
kallaði á mig og fór með mig heim
og gaf mér mjólk að drekka.
Nokkrum vikum seinna var ég
orðinn góður í auganu. Þá fór ég
aftur á stjá uppi í fjárhúsum og
ætlaði að athuga hvort ég sæi ekki
Brand, vin minn. En þegar ég var
að leita að honum þá birtist allt í
einu ófétið, gulbrúni kötturinn.
Mig langaði ekkert til að lenda í
klónum á honum aftur. Þess vegna
hljóp ég eins og fætur toguðu í
burtu. En hann elti mig ófétið a‘t-
arna. Um síðir tókst honum að
króa mig af og hvæsti á mig. Ekki
nóg með það heldur klóraði hann
mig í augað á sama stað og síðast.
Svo labbaði hann í burtu. Ég hljóp
undireins heim að bæ, mjálmaði og
klóraði í útidyrnar þar til stelpan
opnaði. Hún fór með mig inn í
herbergið sitt og gaf mér að borða.
Næsta morgun fór stelpan með
mig upp í fjárhús og hafði gamla
peysu og mat með. Þar bjó hún til
gott ból úr peysunni og setti mat-
inn þar við. Ég lagði mig og sofn-
aði brátt. Ég hætti nær alveg að
vera inni í íbúðarhúsinu eftir þetta.
Stelpan koma reglulega í heimsókn
til mín með mat og fleira — og mér
leið bara vel. Ég varaði mig á gul-
brúna kettinum því að ég vildi alls
ekki lenda í klónum á honum í
þriðja sinn. Brandur, vinur minn,
sagði mér að hann væri ljótur