Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 36

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 36
3. Rautt ljós í skóginum Jói sat hátt uppi í tré. Sólin skein og það var hlýtt og bjart. Honum leið vel en hann saknaði Halla. Halli var besti vinur hans. Þeir voru í sama bekk. Með honum hafði Jói gert margt skemmtilegt. Halli og Jói voru saman í leyni-félagi sem hét Svarta höndin. Svarta höndin njósnaði um bófa og kom upp um þá. Seinna ætluðu þeir að smíða sér kofa. Þar gætu þeir haldið fundi. Halli hafði aldrei farið með í sumarfríið. Mamma sagði að það væri of þröngt í húsinu og alls ekki rými í bílnum. Halli var heima á sumrin að passa litlu systur sína. Ef Ása Vala hefði bara ekki verið svona stór og fúl hefðu þau kannski getað leikið sér saman. En hún hafði fermst um vorið og fengið vasa-diskó. Hún var alltaf með það í eyrunum í eigin heimi. Jói fékk stundum að prófa tækið. En þá fékk hann bara höfuð- verk af öllu saman. „Þú er algjört pelabarn,“ sagði Ása Vala. Og Pési var svo lítill að hann fór bara að grenja þegar hann datt í skóginum- Jói var mikið með pabba. Saman höfðu þeir smíðað kofa handa Pésa. Pabba þótti gaman að segja sögur. Á kvöldin sagði hann þeim af álfum í steinum og dvergum í fjöllum. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.