Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1986, Page 41

Æskan - 01.07.1986, Page 41
hyggða böndum... Ljósmyndarinn Guðjón Eggertsson, heilsar einu af fjölmörgum Ijónum í Zurich-borg. ^ol °g hita. Þó að áliðið sé er siglt fram Ja fólki á sundi á miðju vatninu ! Og ^args konar farartæki eru þar á ferð: raðbátar, seglbátar, árabátar og fót- ^'gnir bátar ! Meðfram ströndinni er Vert húsið öðru fallegra og á pöllum Sern ganga út í vatnið spígsporar fólk, aýtur veðurblíðunnar og hyggur að ^tum sínum. Að lokinni hringferð um vatnið er ernan tekin á einkalest fyrir hópinn. n hún flytur okkur ekki alla leið á æturstað. Nei, öðru nær. Nú skal gengið heim, langa leið í kvöldkyrrð- inni, eftir skógarstígum - um lítil sveitaþorp. Myrkrið er að skella á og inni á milli trjánna er orðið dimmt. Lengi er sungið og gasprað en leiðin er löng og smám saman hljóðnar hópur- inn. Um síðir heyrist aðeins fótatak og því er ekki að leyna að æ þyngra er stigið til jarðar. Með í för er roskið fólk — leiðtogar barnastúkna frá ýmsum löndum - og því er gefinn kostur á að leggja leið sína inn á hliðargötu að langferðabif- reið sem flytur það til Greifavatns. En það er ekki fyrr en eftir langa göngu — og þrek þessa fólks er aðdáunarvert. Þegar ég hef orð á því við eina konuna ansar hún létt í bragði: „Þetta var nú ekki mikið. Fólk, sem temur sér heilbrigðar lífsvenjur, á auðvelt með að ganga smáspöl!“ Við þetta hef ég ekkert að athuga annað en það að leiðin var sannarlega enginn smáspölur...! Nóg að sinni en síðar dálítið meira - mest í myndum. kh 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.