Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 42
OG KRAKKARNIR I ORALANDI
Hann lygndi með útfallinu.
Björgunarsveitarmenn eyddu nótt-
inni í leit undir Hamrinum.
Þegar lýsa tók af degi fundu þeir
Einar, sæmilega á sig kominn, í gúm-
bátnum. Hann morraði upp í land-
steinum að heita mátti.
Um sama leyti var kallað á þá í
talstöðinni og sagt að lík Jónasar og
Pálma hefðu fundist suður á söndum.
Upp af Háaskeri.
Héðinn varð hvumsa.
En Teini? spurði hann.
Hann er á leið inn í sjúkrahús.
Þú átt við að hann sé lifandi?
Já, síðast þegar ég frétti.
Hver fann hann?
Manni og Ólöf. Þau fóru í birtingu
og virðast hafa ekið beint á strandstað.
Ja, nú stendur upp á mig, muldraði
Héðinn. Ég ætla bara að vona að
Marteinn Jónsson þrauki þetta af svo
ég eigi kost á að gera yfirbót.
Ha, ég heyri ekki til þín.
Það var ekkert. Við erum að leggja
af stað.
Fjórum árum síðar kvaddi Manni
móður sína. Hann var að fara til náms
í Stýrimannaskólanum.
Hann stóð í anddyrinu og beið eftir
bílnum, hávaxinn unglingur með bros-
milt yfirbragð. Hann kyssti mömmu
sína, óvenju alvarlegur í bragði.
Við pabbi vorum búnir að koma
okkur saman um þetta, sagði hann. Þú
veist það, mamma. Stýrimannaskólinn
var alltaf takmarkið.
Já, ég hef vitað það nógu lengi til að
sætta mig við það.
EFTIR JÓNDAN
Ósköp er Héðinn seinn. Ætli jepp-
inn sé nú bilaður?
Nei, Teini var að þvo hann. Sann-
aðu til, drengurinn verður ekki í rónni
fyrr en hjólbarðarnir eru jafnhreinir
og sætið þitt.
Manni hló.
Hvar er hin taskan þín? spurði Ólöf.
Manni rankaði við sér.
Já, hún er inni.
Hann sótti töskuna og setti hana hjá
þeirri sem fyrir var í anddyrinu.
r
Hvenær ætlarðu að venja þig a
þessu kæruleysi, Manni? Þú lest 0
mikið af ævintýrasögum.
Nú hætti ég því, ég verð að sinna
námsbókunum. Vertu ekki svona
áhyggjufull út af mér, mamma min-
hugsaðu nú vel um sjálfa þig- ^8
Teina.
Ég þarf víst ekki að hafa áhyggjur a,
Teina. Héðinn hefur hann hjá sér 1
vetur eins og endranær.
Og Vænu?
Líka. Héðinn hefur sannarlega b®1
fyrir það sem hann telur sig
misgert.
Það var ekki von að hann tæki mar
á mér.
Ólöf leit á son sinn. Svo sagði hún
hikandi:
Þegar við sóttum hann Teina suðut
á sanda um árið... Ég hef oft futða
mig á því hvað þér þótti það allt sjál
sugt. .
Já, eftir heilahristinginn fannst m
enginn munur á órum og veruleika-
Ég skil það Manni. Þú varst ek ’'*
nema á þrettánda árinu... Nei, heyrð
væni minn, ætlarðu ekki að hafa trefn-
Róleg mamma, hann er niðn
tösku.
Já, ég hef oftar en einu sinni velt þvl
fyrir mér hvað þú varst öruggur-
hélt þú hefðir gefist upp þegar hvor 1
ég né Héðinn trúðum þér.
Nei. Mér kom ráð í hug. Að fleyta
Teina. Ég var bálvondur út í Evu °§
Agna svo ég reif þau upp á rassgatmu-
Einhvern veginn var mig farið 3
gruna að þau væru bara til í mínuirl
eigin hugarheimi, þess vegna ætti eg