Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1986, Page 48

Æskan - 01.07.1986, Page 48
Faríð í réttir Þessar hnátur komu ríðandi í réttirnar að gömlum og góðum sið'. Nei, þau eru ekki kærustupar ef þið haldið það! Þess vegna er bilið á milli þeirra svona langt. Krakkarnir í Hveragerði og Ölf- ushreppi hlakka tilþess alltsum- arið að komast í Ölfusréttir á haustin. Þœr eru haldnar seint í september. Margir hlakka til að sjá œrnar sínar aftur og sjá hvernig lömbin hafa dafnað. Þeirsem eiga œrnarfá að hjálpa til við að draga í dilka en sumir láta sér nægja aðfylgjast með. Það er alltaf eitthvað skemmti- legt að sjá. Stundum strjúka kindur þegar verið er að reka inn í réttir, svo láta þœr ófriðlega þegar verið er að koma þeim í réttan dilk og mörgum börnum þykir gaman að virða fyrir sér hrútana sem eru sumir með stór horn og skapstyggir. Mörg börn á dagheimilum í Reykjavík koma með rútum austur til að fara í réttirnar. Fimm stórar rútur, fullar af börnum, voru nýfarnar til Reykjavíkur aftur þegar Æskan kom á staðinn. Veður var mjög ákjósanlegtþennan dag, þurrt og stillt. Betra veður til að eltast viðfé var varla hœgt að hugsa sér... 48 setjast á bak henni Þessi harðjaxl hrútinn. var hvergi smeykur Þessi 5 ára strákur varð skelfdur þegar féð þusti framhjá honum í réttinni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.