Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 7
 ~ Hei, það var ekki til kalt kók. Viltii ekki alveg eins appelsín? ~ Ha, jú, jú, mér er alveg sama, svarar hún og lítur upp. Hann sest á móti henni og réttir henni appelsínið. Hann rennir hend- 'nni í gegnum blautan toppinn á sér, tekur stóran sopa úr flöskunni og þurrkar sér svo um munninn með handarbakinu. Hann er æði. ~ Voru Hjörvar og Gulli á ballinu? sPyr hann og teygir úr sér. ~ Já, Hjörvar var en ég sá ekki Gulla, svarar hún og heyrir í sama bili að útihurðin er rifin upp með látum. ^au líta bæði þangað og sjá sér til tnikillar furðu að fjórir strákar, allir úr 8- bekk, standa í gættinni. Þeir eru illa a s'g komnir, gegnblautir af rigning- unni og það sem verra er, dauða- drukknir. í*eir ryðjast allir inn um dyrnar með skarkala og látum og taka stefnuna að afgreiðsluborðinu. Tveir þeirra eru meö hálfgerðu óráði en hinir tveir láta ahs konar blóts- og skammaryrði dynja á afgreiðslufólki og viðskipta- vinum. Það líður ekki á löngu þar til þeir ^ru reknir út en þeir komast ekki angt. Einn þeirra hrasar nefnilega í ntitröppunum, veltur harkalega niður a gangstétt. Hann liggur þar dálitla stund í bleytunni en svo koma hinir nonum á fætur og draga hann með sér UPP í bæ. Stefanía og Bjarki horfa á þetta út um gluggann og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þau fylgjast hljóð með strákunum þar til þeir hverfa fyrir horn og tala síðan saman án orða. Svipbrigði þeirra sýna að þau eru sam- mála um hvað það er bilað... hvað það er vitlaust og vanhugsað að drekka sig fulla og ráfa um bæinn helgi eftir helgi. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá þessum strákum og öðrum sem fara að dæmi þeirra. Þau vorkenna þeim mikið og ekki síður foreldrum þeirra. Það er orðið frekar fámennt í þessu hlýlega veitingahúsi sem bráðum verð- ur lokað eftir langan dag. - Viltu meira appelsín? spyr Bjarki og stendur upp. - Já, takk, svarar Steffí og réttir honum tómu flöskuna. Hann gengur að afgreiðsluborðinu: — Tvær appelsín. Hún situr við borðið þeirra og hugs- ar: Bara að það stytti ekki upp strax... Hana langar til að sitja þarna og tala við hann endalaust. Hann er svo sætur ... og svo skemmtilegur ... - Ertu með klukku? Hann stendur við borðið með tvær appelsín og tvö súkkulaðistykki. — Já, svarar hún og lítur á úrið sitt, hún er að verða tvö. — Mamma og pabbi eru víst á balli, segir hann og sest, svo að þetta er allt í lagi. Foreldrar Steffíar eru víst á sama ballinu, þannig að henni finnst þetta líka vera í lagi. — En fara þeir ekki að loka hérna bráðum? spyr hún áhyggjufull. — Jú, eiginlega, svarar hann dræmt en bætir svo við vongóður: - En það verður víst örugglega stytt upp þá. Tíminn líður og líður án þess að nokkur fái að gert. Þau rabba áfram um alla mögulega og ómögulega hluti, hlæja, rifja upp gamlar og rykfallnar minningar úr yngri bekkjunum, tala um vinina, vinkonurnar, skólann, al- varlega hluti, t.d. reykingar o.fl., íþróttir, böll og... - Ætlarðu á árshátíðina um næstu helgi? Hann er forvitinn. — Ég veit það ekki, nei... eða það hefur eiginlega enginn boðið mér ennþá. Hún roðnar. - Já, mér finnst þetta svolítið skrít- ið að engin stelpa komist inn nema með strák, segir hann og hlær. Skyndilega verður hann alvarlegur á svipinn og hallar sér hægt fram á borðið. - Heyrðu...hérna... - Hei, þið þarna í horninu, við erum að fara að loka. Hvell rödd frá afgreiðsluborðinu grípur hastarlega fram í fyrir honum á versta tíma. Gat nú skeð! Ætli hann hafi verið á leiðinni að bjóða mér með sér á árshátíðina...? Nei, ætli það, það getur ekki verið, hugsar hún. En það væri nú samt frábært ef hann gerði það. Nei,... draumórar. Hann myndi örugglega ekki vilja fara með mér á ballið, þessi gæi.... — Eigum við þá að koma? - Já. Hún lýkur úr flöskunni og þau ganga til dyra. Það er ekki stytt upp ennþá. Þau ganga af stað. Það er orðið mjög áliðið og fáir á ferli. Tveir hold- votir unglingar, hún dökkhærð og hann ljóshærður, leiðast heitum hönd- um eftir blautum og köldum gangstétt- um. — Heyrðu... hérna... mundirðu nokkuð vilja... koma með mér á árs- hátíðina? - Á árshátíðina .... ???? Það styttir skyndilega upp. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.