Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 18
Alli litli álfur á heima í Bláfjöllum Hann býr þar með pabba, mömmu og afa í stórum hól efst uppi á fjallinu þar sem stólalyftan endar. Honum finnst gaman á veturna þegar snjórinn leggst yfir og allt fólkið fer á skíði. Þá setur hann á sig rauðu skotthúfuna, dregur fram litlu skíðin sem afi bjó til handa honum og rennir sér niður brekkurnar. Hann er duglegur á skíðum og fer alltaf í hæstu brekkurnar. Mamma er oft hrædd um að hann muni troðast undir en Alli er svo snöggur að forða sér að hann hefur aldrei lent í neinu slysi. Einu sinni munaði þó litlu. f>á kom hann á fullri ferð niður háa brekku og allt í einu renndi sér stór og feitur maður beint í veg fyrir hann. Maðurinn sá ekki Alla því að álfar sjást ekki nema þeir séu húfulausir. Sennilega hefði Alli slasast illa í það sinn ef hann hefði ekki verið svo heppinn að geta skotist á milli fótanna á manninum. Hann varð samt hræddur og þegar hann kom niður flýtti hann sér að klifra upp á annað skíðið hjá manni sem var að fara í stólalyftuna og buna með henni alla leið upp að hólnum heima. Svo fór hann inn og sagði afa og mömmu söguna. 18 Afi varð öskureiður. „Þetta er bara alveg ófært,“ sagði hann. „Hér áður fyrr vorum við í friði og ró í Bláfjöllunum og þau eru okkar land. Svo koma þessir menn og setja allt á annan endann. Og biðja ekki einu sinni urn leyfi! “ „Þeir geta ekki beðið um leyf1 því að þeir sjá okkur ekki. Við erum alltaf með húfurnar, sagði Alli. „Þeir vita að við erum hérna- Það er til mikið af bókum með álfasögum og þar stendur að álfar búi í hæðum og hólum. Þetta er bara frekja,“ sagði afi- Mamma og Alli reyndu að ró^ afa en það var erfitt. Hann var svo æstur. Hann vildi helst fara í stríð við mennina. Hann þaut út og Alli og mamma sáu hann hverfa inn í lyftuhúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.