Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 26
 - eftir Steinunni Þegar Eyvi var 11 eða 12 ára veiktist mamma hans illa. Þetta kom sér enn verr af því að hún var nýbúin að eignast barn - litla stúlku sem auðvit- að þurfti mjólk. En nú var engin mjólk í mömmu hennar. Þetta var á þeim tíma árs sem ærnar voru geldar. Og kýrin ekki borin. Þetta var hreint ekki gaman. Móðursystir krakkanna, sem var „ómissandi“ á bænum, sendi til næsta bæjar. En þar var heldur engin mjólk til. Engin kýr borin. Nú var skotið á ráðstefnu. Grann- arnir áttu folaldsmeri. — Og það er nú albesta mjólkin í blessuðum hryssun- um, fullyrti grannkonan. - Það er meira en velkomið að mjólka hana fyrir barnið. Grannkonan átti bara tvo stráka sjálf og hún var dæmalaust góð við alla mörgu krakkana heima hjá Eyva. Enda voru göturnar milli bæjanna djúpar og troðnar af mönnum og skepnum. Pabbi þeirra dreif sig af stað til að ná í mjólkina sem var hollust undir sólinni. Krakkarnir horfðu á eftir hon- um. Eflaust hefur móðursystir þeirra sent þau út frá sjúklingnum og ung- barninu. Elstu systkinin biðu eins og í þögulli samstöðu. Eyvi var fámáll. En Imba systir hans sagði: — Þegar ég verð stór ætla ég að hjálpa öðrum. Loks kom pabbi þeirra. Það var eins og birti í bænum. Litla stelpan fékk mjólk í pela - kaplamjólk eins og það heitir — og hætti að grenja. Stóru krakkarnir fengu kannski aukabita og öllum leið betur, meira að segja mömmu þeirra. Eyvi horfði lengi á litlu systur sína. Hann var nú ekki alltaf vinsæll í krakkahópnum en honum fannst þessi stelpa alltaf eitthvað sérstakt. Og dagarnir liðu. Mömmu þeirra batnaði. Stundum kom ömmusystir þeirra sem var húsfreyja í sveitinni. Þá kom fyrir að krakkarnir græddu. Hún kom reyndar oft þó að ekkert væri að og tók þá gjarnan skorpu í einhverju sem þurfti að gera um leið. Hún talaði við krakkana í ákveðnum tóni og hlustaði ekki á neitt múður. Systkinin vissu að hún vildi vera þeim góð því að hún var traust kona og ættrækin. Ósköp varð 26 samt Jana litla dauf í dálkinn þegar frænka gamla tók vasana af kjólnum hennar og notaði þá til að bæta á honum götin. Auðvitað var þetta skynsamlegt hjá frænku. En kjóllinn var nú miklu fínni með vösunum. Svo bar kýrin og allt komst í sitt fyrra horf. Litla, nýja stelpan óx og dafnaði, varð dugleg og glaðlynd og hraust. Það skemmtilegasta, sem krakkarn- ir í sveitinni vissu, var að fara í kaupstaðinn. Eftir að Eyvi stækkaði fór hann stundum með pabba sínum í kaupstaðarferðir. Leiðin var löng og yfir heiði að fara. Þurfti að fara af stað eldsnemma að morgni ef átti að nást heim um síðasta háttatíma. Margir snúningar voru í kringum hestana og gat verið gott að hafa strák með sér. Eyva þótti heil- mikið varið í að vera aðstoðarmaður föður síns í kaupstaðnum. Alltaf var reynt að fara í góðu veðri og þá vat gaman að ríða heiðagöturnar í morg' unsólinni. Norðarlega á heiðinni vat steindrangur sem ferðamenn skoðuðu sem sérlegan kunningja sinn. Þar var oft staldrað við. Sumir bundu snaer1 eða kannski ónýtan trefil um drangin11 svo að hann gæfist ekki upp á standa þarna við veginn vetur og suiH' ar. Það þótti sjálfsagt að klæða hann. greyið. I fjörunni í kaupstaðnum vat miklu meira af skeljum og reka en 1 innfjarða-fjörunni í sveitinni hans Eyva. Og svo hittu þeir margt kátlegt og skemmtilegt fólk. En stundum gat farið af gamanið- Eitt sinn þegar þeir voru á heimleið og nýlagðir á heiðina skall á versta veður. Þetta var um haust og áhlaupið gekk á eins og hendi væri veifað. Föður Eyva leist ekki á blikuna- Hann átti eftir margra klukkustunda ferð með ungling og klyfjahest í býl J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.