Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 10
erlendis,“ sagði Albert. „Það var um það leyti sem hugur minn stefndi á verslunarnám í Edinborg í Skotlandi. Ég innritaðist þar í skóla og hóf námið haustið 1944. MacDougal var þá flutt- ur utan og kom því þannig fyrir að ég fékk að leika reynsluleik með Glasgow Rangers. Strax að honum loknum var mér boðið að skrifa undir áhuga- mannasamning við liðið og ég þáði það. Hann gilti fyrst í eitt ár en var svo framlengdur annað ár. Ég lék með félaginu í næstum því tvö keppnistíma- bil. Engin laun voru greidd enda gekk námið fyrir. Samningurinn tryggði mér aðeins fast sæti í aðalliðinu. Það var vonlaust fyrir útlending að fá at- vinnuleyfi í Bretlandi á þessum tíma. Margir knattspyrnumenn voru að koma heim úr stríðinu og ekki vel séð af yfirvöldum að útlendingar tækju frá þeim starfið. Seinnipart árs 1946 fluttist ég yfir til London til að bæta við mig einum námsvetri í verslunarfræðum. For- ráðamenn Arsenal buðu mér þá sams konar áhugamannasamning og ég hafði hjá Glasgow Rangers þar sem enn var loku fyrir það skotið að fá atvinnuleyfi. Á friðardaginn, 11. nóv- ember 1946, lék ég vináttuleik í París með Arsenal. Þar ráku forráðamenn nokkurra franskra félaga augun í mig og 4-5 þeirra gerðu mér tilboð um atvinnusamning. Það varð ofan á að ég gekk til liðs við Nancy síðla árs 1947. Þar með var ég orðinn fyrsti Norður- landabúinn sem gerðist atvinnumaður í knattspyrnu. Það hvatti marga knatt- spyrnumenn, ekki bara hér heima heldur einnig í Skandinavíu, til að þreifa fyrir sér. Margir þessara manna nutu aðstoðar minnar við samnings- gerð lengi á eftir.“ “Hvíía perian“ Albert var aðeins eitt keppnistíma- bil hjá Nancy. Aðdáendur liðsins gáfu honum heiðursnafnið „Hvíta perlan“ eins og við minntumst á í inngangi viðtalsins. „Svarta perlan“ var Mar- ókkóbúinn Ben Barek. Mikil sam- keppni var milli þeirra Alberts og öll aðsóknarmet slegin þegar lið þeirra áttust við. Blaðamenn dáðust mjög að leikni Alberts. Guðbjörn Jónsson, fyrrum knatt- spyrnumaður úr KR, fylgdist með fyrsta einvígi þeirra Alberts og Bar- eks. Hann lýsti leiknum með eftirfar- andi orðum í bréfi til bróður síns: „Ég fór með Nancy til Parísar en þar átti félagið að leika á móti hinu kunna franska félagi, Stade-France. Nú fékk Albert fyrsta tækifærið til þess að lofa frönskum knattspyrnuunnendum að bera sig saman við besta miðframherja Frakklands, blökkumanninn Ben Barek. Þennan dag var mjög heitt í veðri. Að sjálfsögðu háði það Albert mjög. Jæja, leikurinn hófst. Virtist mér sem leikið væri upp á líf og dauða. Hraðinn og harkan í leiknum var eftir því enda var þetta bikarleikur og liðið sem sigr- aði hélt áfram keppni. Stade-France hafði yfir í fyrri hálfleik: 2-0. Ben Bar- ek skoraði bæði mörkin og gerði það glæsilega. Þó að Albert tækist ekki að gera mark var frammistaða hans engu að síður góð. En það var honum í óhag í hálfleik að Barek skyldi hafa tekist að gera tvö mörk. í seinni hálfleik snerist dæmið við. Albert var maður vallarins í orðsins fyllstu merkingu. Hann skoraði þrjú mörk en eitt þeirra var dæmt af vegna rangstöðu. Þessi mörk skoraði Albert eftir að hafa leikið stórkostlega á hinn kunna danska knattspyrnusnilling, Arne Sörensen. Það virtist ekki nokk- ur vafi á því að Albert og blökkumað- urinn væru þess vel vitandi að leikur- inn skæri úr því hvor þeirra hreppú titilinn: Besti knattspyrnumaður Frakklands. Gerðist Barek svo heitur1 leiknum að í lok hans gekk hann til Alberts og bauð honum að slást við sig. Albert hélt höndunum niður með síðum og bauð honum að slá ef hann langaði til þess. Var gengið á miHj þeirra og komið í veg fyrir frekarj aðgerðir. Þessum leik lauk með sign Nancy 3-2. Frönsk blöð skrifuðu mikið um leikinn og sögðu að Albert hefði unnið leikinn fyrir Nancy og sigrað Barek- Franskir blaðamenn skrifa mikið um Albert og koma oft í heimsókn til hans...“ Svo mörg voru þau orð Guðbjörns Jónssonar. Spjall okkar Alberts hélt áfram- Hann sagði að eftir þetta hefði tekist góð vinátta með þeim Ben Barek og þeir hefðu oftar en einu sinni verið herbergisfélagar þegar þeir kepptu með úrvalsliði franskra leikmanna en þar áttu þeir báðir fast sæti. Hvíld að fara í herinn... Eftir eitt keppnistímabil hjá Nancy fór Albert til Mílanó A.C., eins besta liðs ítala. Hann varð ftalíumeistaO með því árið 1948. Skömmu áður en keppnistímabilinu lauk voru tvö 1$ jöfn að stigum, Mílanó A.C. og Tór- íno. En þá gerðist sá hörmulegi at' burður að allir leikmenn Tóríno fórust í flugslysi og í raun landslið ítala því að 10 þeirra voru í því. „Þetta var þungt högg!“ sagði Al' bert þegar hann rifjaði upp þennan atburð. „ítalir voru mörg ár að jafna sig. Allir leikmenn léku með sorgar- band á handleggnum það sem eftir var ársins til minningar um þá.“ — Af hverju voru svona marg>r Iandsliðsmenn í einu liði? „Það hefur sennilega stafað af þvl að félagið var svo ríkt og gat keypt t‘* sín bestu knattspyrnumenn þjóðar- innar.“ — Veistu nokkuð hvað þú skoraðir mörg mörk á atvinnuferlinum? „Nei, ég hef ekki talið þau sama» enda skiptir það ekki mestu mál>- ALBERT GUÐMUNDSSON í OPNUVIÐTALI 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.