Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 39
POPP
um fór fram og náöi þess vegna ár-
angri. Aðrir þóttu ekki merkilegir af því
aö þeir þroskuöust ekki. Þeir fengu
ekki stuðning og dóu þegar pönkiö fór
úr tísku."
Hermann: „Nýju fjölmiölarnir hafa
líka haft vond áhrif. Músíkhólfiö í Stöð
2 gefur fólki brenglaða mynd af hljóm-
list. Það hættir aö fara á tónleika af því
að þar eru ekki reyksýningar og alls
konar ófreskjur dettandi niöur úr loft-
inu. Nýju útvarpsrásirnar hafa líka
dregiö úr áhuga fólks á plötum. Núna
getur fólk bara opnað útvarpiö þegar
það langar til að heyra músík en áður
setti þaö plötur á fóninn."
Davíð: „En þaö er ákveðinn hópur
sem útvarpið sinnir ekki. Sá hópur
heldur áfram að kaupa plötur. En
venjulegt fólk missir tengsl við plöturn-
ar. Það kynnist aðeins einu lagi, „fron-
laginn", á hverri plötu. Annars ættum
við ekki að kvarta undan útvarpinu.
Það hefur reynst okkur vel. Við kom-
umst meira að segja inn á vinsælda-
lista Bylgjunnar og Rásar 2. Án þess
að hringja! Við náðum upp í 18. sæti
vinsældalista Rásar 2 án þess að
gera nokkuð til þess."
Það eru ekki aðeins poppútvarps-
rásirnar sem taka Rauðum flötum vel.
Viðtal okkar við þessa efnilegustu ný-
liðasveit rokksins fær skjótari endi en
ætlað var því að starfsmenn Ríkissjón-
varpsins koma skyndilega á vettvang.
Erindið er að semja við Rauða fleti um
að koma fram í þættinum „Rokkarnir
geta ekki þagnað". Það er ekki heldur
ástæða til að tefja athafnapiltana
ungu um of. Þeirra bíður enn frekari
frami á næstu vikum ef allt gengur
samkvæmt áætlun.
„Við erum að vinna að annarri
plötu," segir Davíð. „Við tökum upp
undirbúningsband („demó") fyrir
hana í byrjun mánaðarins. Við leggj-
um miklu meiri vinnu í hana en „Ljóna-
skógana". Við höldum áfram á sömu
braut en vonumst til að taka framför-
um og breytast eðlilega. Svo erum við
að spila á mörgum tónleikum. Þeir eru
alltaf vel sóttir og borga sig vel. Og
það á eftir að gerast eitthvað mikið í
tónleikamálunum þó að ekki sé hægt
að tala um það núna. Við erum alveg
önnum kafnir."
Mark Knopler gítarleikari Dire Straits
að mest seldi geisladiskurinn (CD) í
Bretlandi 1986 var Vopnabræður
(„Brothers in Arms") með Dire
Straits. Sama verk og sami flytj-
andi voru skráð fyrir næst sölu-
hæsta myndbandinu þar í landi í
fyrra. Efst var aftur á móti mynd-
bandið „AJchemy Live" með Dire
Straits.
að mest seldu smáskífur breska báru-
járnslistans 1986 voru „The Final
Countdown" með Evrópu, „You
Give Love A Bad Name" með Bon
Jovi og „In The Army Now" með
Status Quo.
Hilmari Erni Hilmarssyni oð
Psychic TV.
að í apríl kemur á markað fyrsti geisla'
diskurinn (CD) sem er einungis
ætlaður íslenskum markaði. Þar er
um að ræða endurbætta útgáfu sí
plötunni „Frelsi til sölu" með
Bubba Morthens. Á disknum
verða m.a. 4 lög sem ekki eru á
vinylplötunni. Af íslenska rokk-
kóngnum er það einnig að frétta eö
hann hefur sungið inn á band
gömlu íslensku lögin „Ég bið að
heilsa" eftir Inga T. og „ísland
ögrum skorið" eftir Sigvald3
Kaldalóns. Þessi lög koma út á
plötu sem gefin verður út í tengsl-
um við íslandskvikmynd Önnu
Björnsdóttur fyrirsætu og leik-
konu („Með allt á hreinu" og „Amer-
ican Graffitty II").
að vinsældakosningar segja aðeins
hálfa sögu um eiginlegan músík-
smekk kjósenda. Hlustendur BylgJ'
unnar vörpuðu nýlega Ijósi á hinn
helming sögunnar þegar þeir kusu
leiðinlegustu lög ársins. Úrslitin
urðu þessi :
Nr. 1 : „Gleðibankinn" - nr. 2 : „Mos-
kvo, Moskvo" - nr. 3 : „Þrisvar i
viku".
að samkvæmt óháða vinsældalistan-
um voru eftirtaldir aðiljar þeir sölu-
hæstu á breska smáskífumarkaðn-
um í fyrra :
Nr. 1 New Order
- 2 Smiths
- 3 Housemartins
- 4 Mission
- 5 Billy Bragg
Smiths og Housmartins voru í
sömu sætum á skrá yfir söluhæstu
breiðskífur á óháða markaðnum.
Þar var hljómsveitin Half Man
Biscuit á toppnum með plötuna
„Back in The DHSS".
að áttunda söluhæsta smáskífan á ^ __
óháða markaðnum breska í fyrra Bi||j Bragg Vinsæiii söngvari en natni nans.
var „Godstar" með Islendingnum idoi.
38
ÍRÁ LESEXDUM
Blóm
^að er auðvelt að gabba blessuð blóm-
jn • Tegundir sem vaxa villtar í Ástra-
1U’ Flórída og Kína eru plataðar af
§arðhúsaeigendum og blóma-áhuga-
JUönnum til að vaxa í gróður- og garð-
úsum hér á íslandi við 30—40 stiga
■ta og í útfjólubláu ljósi sem gerir alla
hvíta fleti sjálflýsandi.
J^eir sem eiga ekki garðhús setja
ömin út í glugga og flytja þau til eftir
þ 1 nvernig sólin færist á himninum.
e'r setja upp blómaljós og blóma-
e|<ki, kaupa rakamæla og rakatæki og
reyna eftir bestu getu að halda lífi í
u °ntunum. Sumar deyja samt og þá
^ru keypt önnur blóm og stundum
eyjaþau líka.
Pólk gerist félagar í blómaklúbbum,
aupir blómabækur og meira að segja
r$ sem í rauninni er ekki hægt að
°nia til nema í Perú eða Brasilíu.
Margar mömmur hafa óhemju
^uuga á blómarækt og þegar þær byrja
tala um blóm er ekki hægt að ná
sambandi við þær. Þær kaupa sjálf-
vökvandi potta og ráðast að pöddum
með eitri eða dýfa pottinum niður í
grænsápuvatn.
Sum blóm þurfa að standa í vatni og
þá láta mömmurnar okkur krakkana
hella 5 -10 lítrum af vatni í pottinn.
Sum blóm má ekki vökva of mikið en
önnur ekki of lítið svo að það er
vandasamt fyrir börn að annast þann
starfa.
Að sjálfsögðu mega ýmis dýr alls
ekki komast að blómunum því að þau
eru vís til þess að narta í þau eða háma
í sig og þá fer öll umönnun fyrir lítið.
Sumir eiga aðeins fáein blóm. Það
finnst mér notalegt og hæfilegt. Aðrir
eiga þau ósköp að það væri nóg fyrir
nokkrar blómabúðir. Mér finnst það
einum um of.
Flestir hafa yndi af blómum og vilja
eiga nokkrar tegundir — én þeir sem
mestan áhuga hafa safna að sér blóm-
um frá ótrúlegustu stöðum og vita ekki
einu sinni nöfnin á þeim öllum.
Þetta er nú orðið nokkuð langt enda
er ekki hægt að lýsa blómum og
blóma-áhugamönnum í örfáum orðum
eins og knattspyrnu. (Knattspyrna :
Nokkrir menn í mismunandi búning-
um hlaupa á eftir svarthvítri tuðru !)
En hér er rétt að hætta því að ég
þekki áhugafólk um blómaræktun sem
gæti móðgast og jafnvel hent mér út...
Elín Vignisdóttir 12 ára,
Efstasundi 81, Reykjavík.
ennan laugardagsmorgun var helli-
r,8ning. Regnið lamdi rúðurnar.
’Æ, æ, enginn fótbolti í dag,“ stundi
°mmi. Hann hafði hlakkað mikið
1 að fara út á völl.
Þegar hann var búinn að borða
0rgunmatinn tók hann upp litakass-
nn sem amma hans hafði gefið
h°num.
’.Mamma, hvað á ég að teikna?“
^ún kom og leit á litina í kassanum.
En hvað þetta eru fallegir litir. Þú
Tommi teiknar
Hver er sá veggur víður og hár
veglega settur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár,
gerður af meistara höndum.
Brynja Rafnsdóttir 10 ára,
Hjöllum 9, Patreksfirði.
skait
leikna regnboga og lita hann.
Köttur og refiir
Kisa sefur,
kisa heyrir í ref
með stórt og forljótt nef.
Refurinn kemur og segir :
„Hvað ertu að gera,
leppurinn þinn?“
„E‘r að kúra , vinur minn“
„Til hvers, kisinn þinn ?“
„Ég nenni ekki að veiða,
leiðindagaurinn þinn.“
Hjöllum 9, Patreksfirði.
------------------------
etta var góð hugmynd. Tommi
,lssi hvernig regnboginn er litur því að
“ahn kunni vísuna :"
Voðaleg nom
Ein stór og voðaleg norn
átti grænan dreka
með silfurhorn.
Nornin átti stóra skessu.
Nornin hélt oft
hátíðamessu.
En þetta var bara draumur
og ég get aldrei sagt frá því.
Þetta kom frá blámanum
og fer aftur upp í ský.
Sólveig Kaldalóns 9 ára.
39