Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 47

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 47
Döggeygð draumadís Kæra Æska. Ég er dálítið óhress með það hvað ynbræður mínir eru latir við að skrifa P.er lýsingar á kærustunum sínum. Ég með þessu bréfi skora á þá að bæta Par úr. Þetta er ekkert mál strákar því a þið megið birta bréfin undir dul- nefni! Til þess sýna ákveðið fordæmi er ,er ^sing á stelpunni minni. Hún er 12 ara og er í sama bekk og ég. Við erum 1 ehaskóla. Hún er dökkhærð og með yndislega falleg dökkbrún augu. Hún ® lr djassballett og er góður dansari. g hef farið á allar sýningar þar sem ansflokkurinn hennar hefur komið rarn- Stundum á ég erfitt með að na á kvöldin fyrir hugsunum um ana. Ég get ekki hugsað mér aðra °nu í framtíðinni! . fyrirfram þökk fyrir birt- lriguna. Nói (dulnefni) fleiri unglingasögur £e’’u ntstjórar Æskunnar! langar til þess að skrifa ykkur , I krar línur og þakka fyrir mjög gott að- Það eina sem ég hef fundið að essu blaði er að það mættu vera fleiri nglingasögur í því og annað efni fyrir nglinga. Bestu þættirnir í blaðinu að lnum dómi eru Poppþátturinn, skupósturinn og Okkar á milli. Þeir ða mikið til okkar unglinganna. °gurnar finnst mér hins vegar vera rekar við hæfi yngri barna. Er ekki ægt að bæta úr því? mættuð gjarnan segja meira frá rökkum úti á landsbyggðinni. Ég an vel eftir því þegar ég átti heima í ^ afnarfirði að þá fannst mér alltaf enimtilegast að lesa um krakka sem eiga heima úti á landi og bera þá sam- an við krakkana í bænum. Ef ykkur antar efni héðan úr heimabæ mínum, rundarfirði, megið þið hafa samband við mig og ég skal ekki liggja á liði mínu. Með bestu kveðju, Alma Svar: Þakka þér fyrir bréfið, Alma. Við teljum okkur hafa gert nokkra bragarbót varðandi efni fyrir unglinga eftir að bréf þitt var skrifað í desember sl. í síðasta tölublaði Æskunnar og þessu nýjasta eru unglingasögur og það sem meira er: — Þœr eru skrifaðar af unglingunum sjálfum. Við œtlum að halda áfram á þessari sömu braut í nœstu blöðum. Við þökkum orð þín um að vilja skrifa okkurfréttir eða viðtöl úr Grundarfirði og mátt vera viss um að við höfum samband við þig fljótlega! Draumaprinsar Hæ, kæra Æska. Ég er hér ein sem langar til að lýsa draumaprinsinum mínum. Hann er skolhærður með blá augu, á að giska 1.72 sm á hæð og herðabreiður. Hann er grannur og mjög sætur. Hann er 14 ára og á heima í Njarðvík. Eygló Kristjánsdóttir, Arnarkletti 3, 310 Borgarnesi Kæra Æska. Draumaprinsinn minn er skolhærð- ur og 167 sm á hæð. Hann er í 7. E.G. í Réttarholtsskóla. Hann er mjög góð- ur dansari og heitir Jói. Ein úr Réttó Kæra Æska. Draumaprinsinn minn á heima í Sví- þjóð. Hann er pennavinur minn. Ég sendi nafn mitt til Kamaratposten, stærsta barnablaðsins í Svíþjóð, í fyrra og 10 krakkar skrifuðu mér. Ég valdi þrjá úr þeim hópi, tvo stráka og eina stelpu, og skrifa þeim enn. Strákarnir sendu mér fljótlega myndir af sér og ég varð strax skotin í öðrum þeirra. Hann er líka mjög skemmtilegur. Við erum orðin vinir og tölum um allt milli himins og jarðar í bréfunum. Ég hlakka alltaf til að fá bréf frá honum. Fyrir síðustu jól tók ég þátt í verð- launasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 og vonaðist til að vinna ferð til Sví- þjóðar svo að ég gæti kannski heimsótt hann. Því miður vann ég ekki í þetta sinn - en hver veit nema ég eigi samt eftir að fara til Svíþjóðar áður en langt um líður. Ég bíð ofsalega spennt! Kær kveðja, Kolbrún 13 ára Þessir með bláa blóðið... Kæra Æska ! Ég er tólf ára og langar til að lýsa draumaprinsinum mínum. Hann er æðislega sætur, brúneygður,með ljóst hár, hvítar, beinar og fallegar tennur. Hann er hljómborðsleikari í Greifun- um og heitir Kristján Viðar Har- aldsson... Sigga Hæ, hæ, Æskupóstur! Draumaprinsinn minn er meðalhár með brún augu (held ég). Hann er með dökkt hár með ljósum strípum. Hann er alveg æðislega sætur og ég er alltaf að skoða myndir af honum frá því hann var í Gaggó. Hann heitir Jón Ingi Valdimarscon og leikur á bassa í Greifunum. Begga 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.