Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 46

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 46
 Tvær veggmyndir í hveiju blaði Hæ, hæ, frábæra Æska! Æskan er mjög skemmtileg en...en- .. .blaðið mætti vera ennþá stærra og ef til vill gætuð þið haft tvær veggmyndir í hverju blaði. Ég hef aldrei skrifað áður í Æskupóstinn og mér þykir satt að segja skammarlegt að byrja á því að kvarta en þetta liggur mér helst á hjarta. Amma mín var áskrifandi að Æsk- unni en flest blöðin hennar eyðilögð- ust þegar æskuheimili hennar brann. Þið mættuð birta veggmyndir af Dire Straits og Duran Duran (ekki fyrir mig) - líka af Madonnu, Söndru, Heyvi Lewis and The News, Sinnittu og fleirum. Þakka æðislegt blað, Erna Dís Uppskríft og gáta Kæri Æskupóstur! Ég vil byrja á því að þakka gott blað. Svo vil ég biðja ykkur að birta alveg frábæra uppskrift að karamell- um : 1 bolli mjólk 1 1/2 msk. sýróp 1/2 tsk. salt 1 tsk. kakó 1 msk. smjör 1 bolli sykur 1 tsk. vanilludropar Sjóðið í um það bil 20 mínútur. Hrærið hægt í allan tímann. Ég bið ykkur líka að birta eina gátu. Hún er svona : Hvað er það sem maður fær einu sinni, missir aftur, fær aftur, missir aftur og fær svo aldrei framar — nema kaupa það dýrum dómum? (Svar á bls. 54) Eirt úr Árbce Fréttir af Skaganum Hæ, ágæti Æskupóstur! Ég ætla að segja fréttir héðan af Skaganum. Ég býst við allir skilji að ég á við Akranes. Félagslífið hér er sæmi- legt - fyrir þá sem vilja stunda það. Böll eru haldin í Æskulýðsheimilinu Arnardal aðra hverja helgi. Stundum eru líka diskótek og þess háttar við- burðir (uppákomur) í skólunum. í Arnardal starfa ýmsir klúbbar, svo sem ljósmyndaklúbbur, myndbanda- klúbbur, ferðafélag, borðtennisklúbb- ur og dansklúbbur. Ég hef verið þarna í dansklúbbi ásamt vinkonum mínum. Það er nánast óþarft að taka fram að hér á Akranesi er mikill áhugi á íþrótt- um. Að sjálfsögðu ber boltaíþróttirnar hæst en einnig má nefna hnit (bad- minton) og sund. Ég hef ekki getað æft íþróttir í vetur vegna meiðsla í hné. (Ég meiddist í knattspyrnuleik í sum- ar!) Já, ég held að allir geti fundið hér eitthvað við sitt hæfi til tómstundaiðk- ana. Kærar kveðjur, Sigríður Indriðadóttir ÆSKUPÓSTURINN Knattspyrnan vinsælust Kæra Æska ! Ég þakka þér fyrir þetta frábæra blað' Ég hef aldrei skrifað þér áður. Ég a heima að Jörundarholti 141 á Akra- nesi. Hér er mjög gott félagslíf íþróttir eru mikið stundaðar, mest þ° knattspyrna. Ég æfi sjálfur knatt' spyrnu með 5. flokki. Ég er í Grunda' skóla og 4. bekk K.H. Ég á f systkini, tólf ára bróður og átta ara systur. Þau eru líka í Grundaskóla- Guðmundur Valgeirsson 10 ára Ljóðadálkur áskrífenda Hæ, hæ, frábæra Æska! Hvers vegna ekki að hafa LJÓÐA' DÁLK í Æskunni? Þar gætuð þið bift ljóð eftir áskrifendur. Ég sendi ykkur þetta atómljóð: Klukkan hringir vel og lengi. — Brátt opnast tvö augu. Hún stígur fram úr - helgin var ágæt- og gengur út úr húsi. Myrkur, kuldi og marrandi snjór. Stírur í augum og hægfara fólk á gangi á mánudagsmorgni. Dimmir gangar og heitar stofur og streittir kennarar. Rissandi pennar og þögn og geispar í mánudagstíma. Með fyrirfram þökk, Anna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.