Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1987, Qupperneq 46

Æskan - 01.02.1987, Qupperneq 46
 Tvær veggmyndir í hveiju blaði Hæ, hæ, frábæra Æska! Æskan er mjög skemmtileg en...en- .. .blaðið mætti vera ennþá stærra og ef til vill gætuð þið haft tvær veggmyndir í hverju blaði. Ég hef aldrei skrifað áður í Æskupóstinn og mér þykir satt að segja skammarlegt að byrja á því að kvarta en þetta liggur mér helst á hjarta. Amma mín var áskrifandi að Æsk- unni en flest blöðin hennar eyðilögð- ust þegar æskuheimili hennar brann. Þið mættuð birta veggmyndir af Dire Straits og Duran Duran (ekki fyrir mig) - líka af Madonnu, Söndru, Heyvi Lewis and The News, Sinnittu og fleirum. Þakka æðislegt blað, Erna Dís Uppskríft og gáta Kæri Æskupóstur! Ég vil byrja á því að þakka gott blað. Svo vil ég biðja ykkur að birta alveg frábæra uppskrift að karamell- um : 1 bolli mjólk 1 1/2 msk. sýróp 1/2 tsk. salt 1 tsk. kakó 1 msk. smjör 1 bolli sykur 1 tsk. vanilludropar Sjóðið í um það bil 20 mínútur. Hrærið hægt í allan tímann. Ég bið ykkur líka að birta eina gátu. Hún er svona : Hvað er það sem maður fær einu sinni, missir aftur, fær aftur, missir aftur og fær svo aldrei framar — nema kaupa það dýrum dómum? (Svar á bls. 54) Eirt úr Árbce Fréttir af Skaganum Hæ, ágæti Æskupóstur! Ég ætla að segja fréttir héðan af Skaganum. Ég býst við allir skilji að ég á við Akranes. Félagslífið hér er sæmi- legt - fyrir þá sem vilja stunda það. Böll eru haldin í Æskulýðsheimilinu Arnardal aðra hverja helgi. Stundum eru líka diskótek og þess háttar við- burðir (uppákomur) í skólunum. í Arnardal starfa ýmsir klúbbar, svo sem ljósmyndaklúbbur, myndbanda- klúbbur, ferðafélag, borðtennisklúbb- ur og dansklúbbur. Ég hef verið þarna í dansklúbbi ásamt vinkonum mínum. Það er nánast óþarft að taka fram að hér á Akranesi er mikill áhugi á íþrótt- um. Að sjálfsögðu ber boltaíþróttirnar hæst en einnig má nefna hnit (bad- minton) og sund. Ég hef ekki getað æft íþróttir í vetur vegna meiðsla í hné. (Ég meiddist í knattspyrnuleik í sum- ar!) Já, ég held að allir geti fundið hér eitthvað við sitt hæfi til tómstundaiðk- ana. Kærar kveðjur, Sigríður Indriðadóttir ÆSKUPÓSTURINN Knattspyrnan vinsælust Kæra Æska ! Ég þakka þér fyrir þetta frábæra blað' Ég hef aldrei skrifað þér áður. Ég a heima að Jörundarholti 141 á Akra- nesi. Hér er mjög gott félagslíf íþróttir eru mikið stundaðar, mest þ° knattspyrna. Ég æfi sjálfur knatt' spyrnu með 5. flokki. Ég er í Grunda' skóla og 4. bekk K.H. Ég á f systkini, tólf ára bróður og átta ara systur. Þau eru líka í Grundaskóla- Guðmundur Valgeirsson 10 ára Ljóðadálkur áskrífenda Hæ, hæ, frábæra Æska! Hvers vegna ekki að hafa LJÓÐA' DÁLK í Æskunni? Þar gætuð þið bift ljóð eftir áskrifendur. Ég sendi ykkur þetta atómljóð: Klukkan hringir vel og lengi. — Brátt opnast tvö augu. Hún stígur fram úr - helgin var ágæt- og gengur út úr húsi. Myrkur, kuldi og marrandi snjór. Stírur í augum og hægfara fólk á gangi á mánudagsmorgni. Dimmir gangar og heitar stofur og streittir kennarar. Rissandi pennar og þögn og geispar í mánudagstíma. Með fyrirfram þökk, Anna

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.