Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 23
þauSR^°m V°rU ' he'msókn hJá Jóhönnu Linnet tækniteiknara sem sést í bakgrunni. Þetta eru ^yndís Hrönn, dóttir Jóhönnu, og Arnar Þór, vinur Bryndísar. - ■ «... - - •* ... ^ k°rn hafa séð Magnús Jónsson í veðurfréttunum í Sjónvarpinu. Arnar og Dagbjört fylgjast u9asöm með honum teikna veðurkort sem hann ætlaði að sýna þjóðinni um kvöldið. Veöurfræðingar nýtt menntun sína við nannsóknir og kennslu. Víða erlendis efur þróunin verið í þá átt. Starfsvið veðurfræðinga getur verið Jo breytt, allt frá því að sitja á skrif-. s ofu og lesa á skýrslur og tölvur og til ess að ferðast um landið og rannsaka Ve urfar. f»á sigla þeir e.t.v. með *. *PUrn á haf út og sleppa rekduflum á '®um stöðum til að mæla sjávar- og 0 thita. Þau berast hægt með straumnum. Öðrum rekduflum er ætl- að að vera við akkeri. ^eðurfræðingar eru alltaf fengnir til skrafs og ráðagerða þegar verið er að velja stórum mannvirkjum stað, s.s. verksmiðjum og flugvöllum. Þá þarf að kanna veðurfar til að ganga úr skugga um að það henti fyrir mannvirki. Eins þarf að athuga ísing- arhættu þegar háspennulínur eru lagðar um fjöll og firnindi. Skipstjórn- armenn geta fengið upplýsingar um hafís hjá Veðurstofunni, flugmenn um veður og einnig geta veðurfræðingar varað við snjóflóðahættu þar sem þeir koma einhverjum rannsóknum við. Af þessu má ráða að Veðurstofan sinnir mikilvægri upplýsingaskyldu. Af hveiju veðurfræðingur? Ljóst er af þessu að veðurfræðingur gegnir miklu ábyrgðarstarfi. En af hverju ákvað Þór Jakobsson að mennta sig í þessum fræðum? Gaman væri að heyra skýringu hans á því. „Ég tók ekki ákvörðun um að verða veðurfræðingur fyrr en um það leyti sem ég lauk stúdentsprófi,“ svaraði hann. „Ég hef frá 12-13 ára aldri haft mikinn áhuga á náttúrunni. Einkum hafði ég mikinn áhuga á stjörnufræði og varði löngum tíma í að glápa á stjörnurnar á kvöldin. Ég skoðaði þær út um þakgluggann heima og var með kortabók og vasaljós til að sjá á bók- ina. Ég fór líka oft upp á Öskjuhlíð til að horfa á stjörnurnar þaðan. Enginn getur orðið veðurfræðingur nema hann hafi almennan áhuga á náttúrunni. Veðurfar er hluti af henni og hefur mótað hana í aldanna rás. Veðrið hefur alls staðar áhrif, á menn og dýr, gróður og fjöll.“ Þór tjáði okkur að hann hefði num- ið veðurfræði í Noregi, bæði í Osló og Björgvin, en doktorsritgerð sína skrif- aði hann í Kanada þar sem hann vann við rannsóknir. Til að koma í veg fyrir misskilning skal tekið fram að veður- fræðingar þurfa ekki að skrifa doktors- ritgerð frekar en þeir vilja. Doktors- nám tengist rannsóknum í einhverri sérgrein innan veðurfræðinnar. „Hélt að veðurfræðingar réðu veðrinu!“ Nokkrum dögum áður en við áttum þetta spjall við Þór litu ungir veðurat- huganamenn frá skóladagheimilinu Völvukoti í Breiðholti inn til hans. Yfirleitt er börnum yngri en 14 ára ekki leyft að skoða Veðurstofuna en þar sem þarna var áhugasamur hópur á ferð var veitt sérstök undanþága. Þór sýndi börnunum Veðurstofuna og greiddi úr spurningum þeirra. Þau höfðu mikinn áhuga á því sem fyrir augu og eyru bar. Við náðum tali af tveim barnanna nokkru eftir að við fréttum af heimsókninni. Þau heita Arnar Geir Níelsson, 8 ára, og Dag- björt Margrét Pálsdóttir, 7 ára. Þau mæltu sér mót við blaðamann á skrif- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.