Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 30

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 30
Aukaverolaun i smasagnasamkeppni 30 Bolluvandasagan Þegar við Steinunn vorum smástelp- ur, ekki nema svona sex ára, fórum við niður á smíðaverkstæði til Sveins. Við vorum rosalega feimnar og rétt gátum stunið upp að okkur vantaði 20 bolluvandaprik. Sveinn vildi vita hvað við ætluðum að gera við öll þessi prik. Við urðum alveg eins og kleinur og sögðumst þurfa að nota þau eitthvað í sambandi við skólann. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hann hafi í raun og veru trúað okkur. En hann lét okkur fá öll prikin sem við báðum um og brosti í kampinn. Við muldruðum: „Þakka þér kærlega fyrir,“ eins og vel upp alin börn og þutum svo út. Við drösluðum timbrinu heim og vorum mjög hamingjusamar. Við læddumst upp á loft í herbergið þar sem Rúna frænka gisti. Við fengum að geyma góssið þar og Rúna lofaði að kjafta ekki frá. Nú vantaði bara pappír svo að við neyddumst til að leggja upp í annan leiðangur. Við fórum í báðar prentsmiðjurnar með borðtuskurnar hennar mömmu og fengum ógrynni af papp- írsrenningum í staðinn. Við rændum trélíminu hans pabba og fórum upp á loft með allt draslið, ásamt sníðaskær- unum hennar móður minnar sem skipti sér ekkert af okkur, aldrei þessu vant, í þeirri góðu trú að við værum að búa til afmælisgjöf handa sér. En hún átti einmitt afmæli á bolludag. Við Steinunn aftur á móti húktum í einu horninu og bjuggum til heilmikið af bolluvöndum sem engin orð fá lýst. Fyrst vönduðum við okkur óskaplega og vorum hálfan dag með hvern bollu- vönd. En þegar líða tók á vorum við heldur farnar að kasta höndum til verksins og vendirnir urðu smátt og smátt ekkert bolluvandalegir. Sumir voru alls ekkert annað en spýta með límklessu og nokkrum sneplum á. Sumir voru rosalega loðnir á annarri hliðinni og litu út eins og tannburstar. Aðrir voru eins og svipa, spýta með löngum renningi framan á. Þegar við vorum búnar að breyta öllum prikun- um í óborganleg listaverk náðum við í poka og kjöguðum niður. Þegar mamma leit á vendina tútnaði hún út í framan og fékk ægilegt hósta- kast en við fórum út með vendina. Fólk sneri sér við á götunni þegar við gengum upp að blokkunum, með 20 misvandaða bolluvendi ásamt fullum poka af afgangsblöðum. Við hringdum á 1. hæð. Kona kom til dyra. Hún var ekki neitt sérlega almennileg, hélt nú að hún ætti ekki annað eftir en að kaupa sér bolluvönd af aurasjúkum smákrökkum! Við héldum heim alveg í rusli. Þegar þangað kom var mamma rétt að jafna sig eftir hláturkast sem ég vissi nú reyndar ekki um fyrr en nokkrum árum seinna. Hún hvatti okkur til dáða svo að við gengum út eins og nýjar manneskjur og héldum aftur upp í blokk en töldum nú samt ekki ráðlegt heilsunnar vegna að berja að dyruiu hjá frúnni á fyrstu hæð. í næstu íbúð var nú eitthvað annað uppi á teningnum. Þar var ungur mað- ur sem endilega vildi kaupa þrjá bollu- vendi á uppsprengdu verði. Við Steinunn höfðum náttúrlega ekkert út á það að setja en við skildum ekki hvað hann var hrifinn af lélegustu vöndunum og þegar hann lokaði var hann kominn með hóstakast eins og mamma. í næstu íbúð átti skólabróðir minn og fjölskylda hans heima. Hann þurfti náttúrlega að opna og þegar hann sa vendina sagði hann að þeir væru ljótir og við hefðum búið þá til. Við héldum nú ekki, við værum að selja þá fynr einhvern karl sem ætti bolluvanda- verksmiðju. Sem betur fór kom mamma hans og keypti einn bolluvönd syni sínum til mikillar skapraunar. En þá mundum við að við höfðum gleymt ábótinni. Við hringdum aftur hjá vingjarnlega manninum sem enn var með bollU' vendina í höndunum þegar hann opnaði. Við drógum upp bunka af blöðum • ábót ef honum líkaði ekki við bollU' vendina og vildi laga þá. „Nei, þeir eru fínir eins og þeif eru,“ sagði hann og skellti aftur hurð- inni með samanklemmdar varirnar. Við Steinunn þorðum ekki að hringja aftur hjá skólabróðurnum og lölluðum á hæðina fyrir ofan og ofan og ofan.... og allir sem keyptu völdu hallærislegustu bolluvendina en sumit fóru bara að hlæja. Á endanum vorum við búnar að selja alla vendina og hlupum heim- Mamma sat ásamt bolluvendinum sem hún hafði valið sér og var að minnsta kosti ekki fýluleg á svipinn. Við Steinunn nýttum ágóðann vel og fórum út á bílastöð og keyptum kók og súkkulaði. Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur, 14 ára J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.