Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 9
ittspymuliðum hcims og Brynhildur með 8 af 13 barnabörnum sínum Nnnig áfram. Ég lék mér oft með ann heima í portinu á milli Smiðju-. Stí8s 4 og 6. Síðar keypti frændi minn annan bolta handa mér, heldur minni gaf mér. Þannig voru nú fyrstu ynni mín af fótbolta. Fyrsta knattspyrnufélagið, sem ég æ ðj með, var KR. Það kom til af því eg var á sumrin á barnaheimili vest- Ur 1 hæ þar sem umráðasvæði KR-inga et' Eg æfði með 5. flokki H en til þess a Eomast í úrvalsliðið þurfti maður a vinna sig upp í A-liðið. Ég var ,ar'nn frá KR-ingum áður en mér ‘nkkaðist það. .. Eg ólst að mestu leyti upp hjá 0rnmu minni, fyrst á Skólavörðustíg 22 °g síðar á Smiðjustíg 6 en þar komst e8 fyrst í kynni við Valsliðið. Vinir ^ínir í KFUM æfðu með Val og ég y*gdi fordæmi þeirra. Fáir fótbolta- Vellir voru til á þessum tíma svo að við Urðum að notast mikið við auð svæði á Skólavörðuholti, við gömlu ösku- haugana, hjá Franska spítalanum og á planinu við Þjóðleikhúsið. Knattspyrnulíf hjá Val tók mikinn fjörkipp þegar hingað komu tveir skoskir þjálfarar, séra Robert Jack, sem nú er prestur á Tjörn á Vatnsnesi, og Murdo MacDougal sem átti mestan þátt í að ég fór út í atvinnumennsku í knattspyrnu. Hann sá góðan efnivið í mér og þjálfaði mig einan á hverjum morgni milli kl. 7-8 á Melavellinum. Seinni part dags æfði ég svo aftur með jafnöldrum mínum. Við KFUM-strákarnir fylgdumst að í öllum knattspyrnuflokkum og það tókst mikil vinátta með okkur. Á þess- um árum gekk ég í fimleikaflokk Vign- is Andréssonar og við tókum þátt í mörgum sýningum. Þessar æfingar styrktu mig talsvert." Albert var fjölhæfur íþróttamaður. Hann æfði ekki aðeins knattspyrnu og fimleika, hann var líka í handknattleik og lék m.a. með meistaraflokki Vals. En við höldum okkur við fótboltann og spyrjum Albert næst að því. hvað hafi gert hann að betri knatt- spyrnumanni en aðra. Hann hugsaði sig um litla stund en sagði svo: „Ætli það hafi ekki verið góður líkamsstyrkleiki og færni með boltann. Ég var fastur fyrir og lét aðra ekki hirða hann svo auðveldlega af mér.“ - Varðstu oft íslandsmeistari með Val? „Já, en ég man ekki hve oft. Ég hvarf svo snemma frá þátttöku í ís- landsmótinu þegar ég fór utan. Meistaraflokkur Vals var í miklum blóma um það leyti, sem ég var í hon- um, og í mörg ár á eftir. Valsmenn voru íslandsmeistarar í heilan áratug. Það voru sannkölluð gullár hjá fé- laginu.“ — Grunaði þig þegar þú lékst með Val að þú ættir eftir að hafa atvinnu af knattspyrnu? „Nei, langt í frá! Þetta var svo fram- andi heimur fyrir manni. Enginn Norðurlandabúi hafði áður gerst at- vinnuknattspyrnumaður. Við strák- arnir höfðum lesið mikið um erlenda leikmenn og létum okkur ekki dreyma um að við hefðum tærnar þar sem þeir væru með hælana. Öðru hverju voru sagðar frægðarsögur af Arsenal og svo fylgdumst við með Glasgow Rangers, frægasta knattspyrnuliði Skotlands, fyrir milligöngu þjálfara okkar. Við höfðum líka alltaf einhverjar spurnir af þýskum fótboltaliðum." Fyrstu raunverulegu kynnin sem Al- bert og félagar hans höfðu af erlend- um knattspyrnumönnum urðu í stríðinu. Þá komu nokkrir þeirra hing- að til lands með breska hernum og léku sér oft í knattspyrnu með strákun- um. Þannig gátu Albert og vinir hans borið sig saman við þá og þeir komust að því, sér til mikillar undrunar, að sumir þeirra stóðu þeim fyllilega á sporði. Við það jókst sjálfstraustið. „Það var MacDougal sem kveikti áhuga minn á því að ég spreytti mig * 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.