Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 10
Hvað segir slangan?
Svona er það í Skútuskóla — Framhaldsþættir eftir Iðunni Steinsdóttuf
Brrr, brrr.
Bjallan í Skútuskóla hringdi.
Allir hentust inn
eins hratt og þeir gátu.
- Ég ætla að verða fyrstur,
ég ætla að verða fyrstur!
æpti Jalli og hljóp
á ofsahraða.
Hann hrinti Ellu og Lillu
af því að þær voru fyrir.
Ella og Lilla fóru að skæla.
Önnur fann til í hnénu
en hin í nefinu.
- Væluskjóður, væluskjóður!
æpti Jalli og hljóp áfram.
- Þú verður ekkert fyrstur,
ég verð á undan, æpti Kalli.
Þeir komu alveg jafnt
að stofunni
þar sem Magga kennari beið.
- Ég var fyrstur, sagði Jalli.
- Nei, ég, sagði Kalli.
Svo fóru þeir að slást.
Þetta gerðu þeir
á hverjum morgni.
Magga sveifla aðskildi þá
og hristi þá ærlega.
- Hvað á ég að segja ykkur oft
að það skiptir ekki máli
hver er fyrstur að hlaupa
inn í stofu?
Það sem skiptir máli er
hvað þið eruð duglegir að læra
þegar inn er komið, sagði hún.
10=^
Svo opnaði hún stofuna
og börnin þustu inn.
Þau hlupu yfir borð og stóla,
hver sem betur gat,
til að vera sem fyrst
í sætin sín.
Þau voru svo hrædd um
að missa af einhverju.
Ella og Lilla voru enn að væla.
Þær vildu fara til yfir-
kennarans og fá plástur
á nefið og hnéð.
En Magga sagði að þess
þyrfti ekki því að það
væri ekkert sár.
- Það er alveg sama, grét Ella
- Mér batnar alltaf
ef ég fæ plástur.
- Svona, svona.
Ekki vera að skæla.
Þið fáið að læra
nýjan staf í dag, sagði Magga.
Þá þurrkuðu þær af sér tárin
því að öllum þótti gaman
að læra nýjan staf.
Magga greip í kaðalinn
og sveiflaði sér inn að töflu.
- Nú ætla ég að kenna
ykkur ess, sagði hún.
Hún teiknaði stóra slöngu
á töfluna.
Slangan var í laginu
eins og S.
rrfi