Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 10
Hvað segir slangan? Svona er það í Skútuskóla — Framhaldsþættir eftir Iðunni Steinsdóttuf Brrr, brrr. Bjallan í Skútuskóla hringdi. Allir hentust inn eins hratt og þeir gátu. - Ég ætla að verða fyrstur, ég ætla að verða fyrstur! æpti Jalli og hljóp á ofsahraða. Hann hrinti Ellu og Lillu af því að þær voru fyrir. Ella og Lilla fóru að skæla. Önnur fann til í hnénu en hin í nefinu. - Væluskjóður, væluskjóður! æpti Jalli og hljóp áfram. - Þú verður ekkert fyrstur, ég verð á undan, æpti Kalli. Þeir komu alveg jafnt að stofunni þar sem Magga kennari beið. - Ég var fyrstur, sagði Jalli. - Nei, ég, sagði Kalli. Svo fóru þeir að slást. Þetta gerðu þeir á hverjum morgni. Magga sveifla aðskildi þá og hristi þá ærlega. - Hvað á ég að segja ykkur oft að það skiptir ekki máli hver er fyrstur að hlaupa inn í stofu? Það sem skiptir máli er hvað þið eruð duglegir að læra þegar inn er komið, sagði hún. 10=^ Svo opnaði hún stofuna og börnin þustu inn. Þau hlupu yfir borð og stóla, hver sem betur gat, til að vera sem fyrst í sætin sín. Þau voru svo hrædd um að missa af einhverju. Ella og Lilla voru enn að væla. Þær vildu fara til yfir- kennarans og fá plástur á nefið og hnéð. En Magga sagði að þess þyrfti ekki því að það væri ekkert sár. - Það er alveg sama, grét Ella - Mér batnar alltaf ef ég fæ plástur. - Svona, svona. Ekki vera að skæla. Þið fáið að læra nýjan staf í dag, sagði Magga. Þá þurrkuðu þær af sér tárin því að öllum þótti gaman að læra nýjan staf. Magga greip í kaðalinn og sveiflaði sér inn að töflu. - Nú ætla ég að kenna ykkur ess, sagði hún. Hún teiknaði stóra slöngu á töfluna. Slangan var í laginu eins og S. rrfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.