Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 24
Góð tamning -
góður hestur
eftir Guðrúnu Ásdísi Eysteinsdóttur 15 ára
Ég kom í heiminn 16. júlí 1957. Það þyk-
ir víst fremur seint á árinu en ég var allt-
af stór eftir aldri. Það var heiðskírt og
logn þegar mamma eignaðist mig. Ég var
ekki nema örlítið farinn að geta staðið í
fæturna þegar tvær manneskjur komu,
Ástrún og Baldur, og fóru að skoða okk-
ur mömmu. Ég var nú ckkert hrifinn en
mamma virtist kunna vel við gælur
þeirra.
Nokkru eftir að ég varð sex vikna vor-
um við tekin og flutt í aðra girðingu þar
sem fjórar aðrar folaldshryssur og þrjú
tryppi voru. Þá var nú gaman að vera til.
Við söfnuðumst saman, ungviðið, og svo
var tekinn sprettur. Þegar við folöldin
reyndum með okkur var Lukkuláki, ljós
hestur, alltaf fyrstur en ég annar. Ef
tryppin voru með urðum við fjórði og
ftmmti í röðinni því að þau þutu um eins
og byssubrennd. Allt var þetta í gamni
en það er nú svo að öllu gamni fylgir
nokkur alvara. Einn daginn varð ég
fyrstur í mark af folöldunum og eftir það
var Lukkuláka illa við mig. Þar sem
hann réð miklu í hópnum fékk hann hin
folöldin og tryppin í lið með sér á móti
mér. Það var aðeins jafnaldra mín, hún
Móna Lísa, sem vildi leika sér við mig.
Við urðum góðir vinir þetta sumar og
höfum æ síðan verið það en við vorum
sjaldan saman af því að ég var óvanaður.
24=— ____
Rétt um það leyti, sem ég var að verða
sex mánaða, vorum við öll tekin og farið
með okkur heim í hesthús. Þar vorum
við folöldin, ég, Móna Lísa, Lukkuláki,
Vordís og Kveðja, skilin eftir en mæður
okkar fluttar burtu. Það var sama hvað
við kölluðum, þær önsuðu okkur ekki
einu sinni. Við urðum því að sætta okk-
ur við að fá aðeins vatn og hey og fá ekki
að sjá mæður okkar.
Við vorum sex í húsinu. Auk okkar
var Nökkvi þar, gamli hesturinn hans
Baldurs. í hvert skipti sem Ástrún kom
að gefa okkur varð hún að bíða meðan
vatnstunnurnar voru að fvllast og á með-
an gekk hún á röðina og kembdi okkur.
í fyrstu vorum við ekkert ánægð með
það en Nökkvi hughreysti okkur og við
vöndumst kambnum smátt og smátt.
Þegar líða tók á veturinn vorum við orð-
in slétt og gljáandi í hárbragði. Svo fór
hún að levfa okkur að hlaupa og leika
okkur úti í snjónum en hún stóð við hús-
vegginn og hló að okkur.
Svona leið veturinn og um vorið vor-
um við Lukkuláki settir í girðingu með
eldri hestum en hryssurnar fóru eitthvað
annað. Stundum kom Ástrún til okkar
og þá alltaf fyrst til mín. Við heilsuð-
umst með þeim hætti að fyrst tók hún í
hægri framfótinn á mér og sagði:
„Sæll og blessaður, Stjörnufákur
minn,“ og kyssti mig á snoppuna. Síðan
hlupum við samsíða nokkurn spöl ef vel
lá á henni en stundum var hún eitthvað
leið og þá settist hún bara niður hjá mer
en ég reyndi að hugga hana með því að
setja snoppuna í andlitið á henni
kyssa hana. Þá brosti hún alltaf til niíi1
og svo hljóp hún með mér. Svona liðu
árin hvert öðru skemmtilegra.
Þegar við vorum orðin fjögurra vetra
var byrjað að temja okkur. Það var Ást-
rún sem sá um okkur Mónu Lísu en
Baldur um hin. Ástrún gerði aldrei upp
á milli okkar Mónu. Hún var mjög góð
við okkur bæði. Það fyrsta sem við laerð-
um var að hafa beisli og eta með það-
Það var dálítið erfitt fyrst en vandist svo.
Næst lærðum við að láta teymast. Þá reið
Ástrún gjarna á Nökkva og við Móna
hlupum hvort sínum megin við hann. Pa
var komið að hnakknum. Hann þurftum
við að bera og læra að hlaupa með. Það
var afar skrýtið. Ég sá þegar Baldur setu
hnakkinn á Lukkuláka í fyrsta skiptið-
Lukkuláki varð alveg snarvitlaus, jós og
prjónaði og lét öllum illum látum en auð-
vitað losnaði hnakkurinn ekki. Á endan-
um gafst Lukkuláki upp og stilltist. Þeg'
ar kom að mér var ég bara stilltur og
hljóp hringinn í kringum staurinn.
Nokkrum dögum síðar settist Ástrún '
hnakkinn. Ég var dálítið óöruggur fyrst
æskan