Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 50

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 50
Umsjón: Sigurður H. Þorsteinsson Spurt hefir verið hvort hægt sé að kaupa gömul og ný frímerki í pósthús- um, jafnvel í heilum örkum og bókurn- Já, það er hægt að kaupa ýmis frímerki 1 heilum örkum á pósthúsum og þó aðal- lega frá Frímerkjasölunni, pósthólf 8445, 128 Reykjavík. Þaðan eru frímerk- in seld á réttu nafnverði og þið getið fengið sendan hsta yfir þau frímerki sefl> fást þar. Listi þessi er jafnframt pöntun- arlisti. Ef þið fáið pabba eða mömmu til að hjálpa ykkur að panta fáið þið fO' merkin send í póstkröfu án aukakostnað' ar. Þegar spurt er um frímerki í bókum þá á það aðeins við frímerkjahefti með landvættunum en það kom út á síðast- liðnu ári. Á þessu ári kemur svo nýd hefti með sams konar merkjum en í öðr- um lit og með öðru verðgildi. Þrjár fyrirspurnir bárust um hvernig eigi að ná frímerkjum af pappír án þess að skemma þau. Þarna vil ég vísa til kennslubókar fyrir safnara sem kom út a síðasta ári og heitir „Um frímerkjasöfn- un“. Ef hún fæst ekki í næstu bókabúð má panta hana frá ísafoldarprentsmiðjm Þingholtsstræti 5, 101 Reykjavík. í henm er kafli sem fjallar um það sem spurt er um. Við birtum hann hér í heild: Eftirtaldir félagar eru þegar í Frímerkja- klúbbi Æskunnar: Gísli Már Arnarson, Hvammstangabraut 37, 530 Hvt. Ragnheiður Guðbrandsdóttir, Bassastöðum, 510 Hólmavík. Oddrún Ólafsdóttir, Álfaskeiði 32, 220 Hafnarfirði. Valgeir örn Kristjánsson, Framnesi, 510 Hólmavík. Aðalbjörg I. Helgadóttir, Tjarnarholti 11, 675 Raufarhöfn. Kristín Margrét Gísladóttir, ölkeldu, 311 Borgarnes. Kristjana Nanna Jónsdóttir, Rauðumýri 8, 600 Akureyri. Við vitum að margir munu bætast í hópinn á næstunni því að forgöngufólkið fær oft ófáa sporgöngumenn. Það er einkar ánægjulegt hvað stúlk- urnar hafa tekið vel í að gerast félagar frímerkjaklúbbsins að þessu sinni. Síðast voru drengir í miklum meirihluta. Mig langar til að endurtaka nokkur ummæh sem ég hefi fengið í bréfum frá þeim sem hafa gerst félagar: „Ég hefi mjög mikinn áhuga á frí- 50= merkjasöfnun.“ „Ég safna frímerkjum og ég held að ég eigi yfir 2000 merki. Ég hefi mikinn áhuga á gömlum frímerkjum og útlend- um frímerkjum.“ Kristín Margrét vill skipta á frímerkj- um við krakka á aldrinum 12-14 ára. „Ég hlakka til að vera með í frímerkja- klúbbnum,“ segir hún. Af þessu sjáið þið að nokkur eftir- vænting ríkir. Fyrstu íslensKu frímerkin Spurt hefir verið um hvenær fyrstu ís- lensku frímerkin komu út. Það var árið 1873. Þá hefir verið spurt um útlit þeirra. Það verður best skýrt með mynd hér í þættinum. Vinnsla notaðra frímerkja „Þegar við fáum notuð frímerki erU þau oftast í þrenns konar ástandi: 1. Á heilum bréfum. 2. Á afrifnum hlutum úr póstsendinS' um. 3. Afleyst og tilbúin til aðgreiningar. í fyrsta tilfellinu er ýmislegt að athug2- Séu merkin á fallegum umslögum og aú^ þess vel stimpluð verðum við að gera upp við okkur hvort ekki sé best að láta þau vera kyrr á umslögunum. Heúar póstsendingar með fallegum stimpli, a^ ekki sé talað um ef umslögin eru a' minni gerðinni (ekki löng), eru muU meira virði en afleyst frímerki. Sé aúk þess um ábyrgðar- eða hraðsendingar aU ræða þá geta þau orðið verðmæt. Au^ þess sækjast margir safnarar eftir að fa einstök merki á umslögum sem rett burðargjald á gildistíma merkisins. P3 safna menn einnig blönduðu burðar' gjaldi; þ.e. fleiri merkjum á sama uB1' slagi til að fá rétt burðargjald. Ef ekkert þessara atriða er fyrir hendi þá klippurn við merkin af til að leysa þau af. í öðru lagi má segja um afklippt ?ÆSKAf*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.