Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 36

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 36
fer maður að hokra og eignast konu og börn. Mann langar til að eignast jarðarpart og skepnur og heldur áfram að basla og strita og mann langar til að lesa margar bækur og fræðast og geta ráðið gátur lífsins. En svo er maður allt í einu orðinn gamall og blindur, börnin eru horfin, konan dáin, jarðarskikinn seldur og blessað- ar skepnurnar. Maður sér ekki sólina framar en finnur þó til hennar, hvernig hún yljar og gleður.“ „Ég skil þig ekki, Gísli blindi. Er þetta lífið?“ „Láttu það ekki á þig fá, Gerður litla. Þú ert ung og lífið er skemmti- legt, þrátt fyrir allt, þó að maður beri ekkert úr býtum og verði blindur og örvasa. Ég er sáttur við lífið, sáttur við Guð og menn. Bíddu við, telpa mín. Þú hefur sjónina. Þú sérð blóm- in sem springa út á vorin og brosa við sólinni en svo fölna þau og deyja á haustin. Svona er lífið.“ „Nú erum við komin alla leið út að Felli,“ sagði Gerður litla. „Mamma mín sagði að ég mætti hlaupa fram að Fellskoti og leika mér þar við krakkana á meðan þú stendur við á Felli. Svo kem ég aftur og sæki þig fyrir rökkur.“ „Þakka þér fyrir fylgdina, Gerður mín. Nú er bjart, ég finn hlýjuna í andlitið og ég veit þegar húmar. Ég finn það þó að ég sjái ekki mun dags og nætur. Leiktu þér, Gerður mín. Það verður víst glatt á hjalla í kotinu hjá ykkur börnunum.“ „Já, við förum í marga leiki, skessuleik og fuglaleik, feluleik og eltingaleik og svo komum við að sækja þig og leiðum þig kannski á milli okkar. Ég skal ekki gleyma þér, Gísli minn.“ „Þakka þér fyrir, Gerður litla. Nú fer ég inn í bæ og skrafa um gamla daga við vini mína og rifja upp liðinn tíma þegar ég gat líka hlaupið og far- ið í eltingaleik um hlíðar, holt og móa við lömb og sauði - og engin lítil meyjarhönd þurfti að leiða mig, gamlan fauskinn.“ „Vertu sæll á meðan, Gísli blindi.“ „Vertu sæl, Gerður litla. Við hitt- umst aftur þegar kvölda tekur.“ í riti Ungmennafélags íslands, Skin- faxa, birtíst fyrir nokkru fyrirlestur sem Pálmi Frímannsson læknir í Stykkis- hólmi fluttí á afmælisráðstefnu UMFÍ. Nefnist hann íþróttír eru heilsugæsla. Við viljum hér endurprenta hluta þessa fyrirlesturs sem sannarlega er verður umhugsunar. Pálmi hóf mál sitt með þessum orðum: „Lífshættír okkar geta haft veruleg áhrif á heilbrigði okkar og líkamlega getu. Peir geta orsakað sjúkdóma og flýtt fyrir dauða okkar og einnig stuðlað að lengra lífi og meira heilbrigði. Þekking okkar á því hvernig heilbrigðir h'fshættír eru er að aukast og breytast. Fyrir 40-50 árum töluðu menn ekki um að reykingar væru hættulegar. Og trúlega munu ein- hverjir saklausir hfshættir okkar í dag verða gagnrýndir eftír 20-30 ár og síðar. Hreyfing og áreynsla er örugglega eitt af því sem getur haft jákvæð áhrif á heilsu okkar, hfslengd og velhðan. Und- anfarna áratugi hefur aukin vélvæðing breytt h'ferni margra verulega. Stór hluti vinnandi manna ekur til og frá vinnu á bíl, vinnur sitjandi eða í kyrrstöðu við vélar og eyðir frístundum sínum meira og minna við að sitja og horfa á sjónvarp eða myndband. öll þátttaka í einhvers konar íþróttum er þarna til bóta, jafnvel bara 1-2 klukkustundir í viku. Reykingar spilla heilsu manna meira en flest annað. Þær eru nú orðnar mun sjaldgæfari en áður hjá börnum og ungl- ingum og notkun tóbaks mun væntan- lega stórminnka næstu áratugi. Þeir sem hafa reykt í 2-4 áratugi hafa margir feng- ið kransæðasjúkdóm eða lungnakrabba- mein og dáið. En reykingar minnka á ör- fáum árum úthald og þol íþróttamanna. Þess vegna er mikilvægt að þjálfarar reki harðan áróður gegn reykingum. Sjálfsagt mál er líka að banna reykingar á ung- mennafélagsfundum og á öllum sam- komum barna og unglinga, já, jafnvel á öðrum skemmtunum líka. Áfengisneysla hefur aðeins neikvæð heilsufarsleg áhrif á fólk. . . . íþróttamaður, sem verður drukkinn, hefur ekki möguleika á að bæta árangur sinn með æfingum í um það bil fimm daga á eftír. Til að auka getu sína þurfa íþróttamenn því að halda sig frá áfengis- neyslu að mestu eða öllu leytí. Svohtið ber á því að keppnislið, eða ýmsir í þeim, notí áfengi tíl að fagna sigri eða samhryggjast yfir tapi. Þetta þyrftí að hindra eftír því sem mögulegt er. Hætt er við að þeir blautustu í liðinu stjórni þessum aðgerðum og hafi þannig slæm áhrif á aðra hðsmenn. Þýðingar- mikið er að stjórnir ungmennafélaga reyni að útiloka alla áfengisneyslu í sam- bandi við keppnisferðir og mót, og jafn- vel skemmtanir. Hið sama gildir að sjálf- sögðu um alla aðra vímugjafa. Mataræði er enn eitt sem hefur áhrif á heilsu manna en tengist reyndar ekki starfi ungmennafélaganna mjög mikið. Helstu gallar á mataræði hjá íslensku þjóðinni nú er ofneysla á hitaeiningum sem leiðir til offitu, of mikið át á dýra- fitu sem eykur likur á kransæðasjúk- dómum og of mikil sælgætísneysla sem ýtir undir tannskemmdir og offitu. Forðast ættí sælgætíssölu í íþróttahúsum og félagsmiðstöðvum og þjálfarar ættu að hvetja fólk tíl að borða hollan mat frem- ur en sælgætí. Fleiri atriði væri eflaust hægt að nefna en ég læt þetta duga. Vera kann að einhverjum þyki ég hafa tekið harða afstöðu í vissum málum. Ég held að auðvelt sé að standa við allar þessar fullyrðingar. Við skulum heldur horfa fram í tímann og hugsa um hvernig íbúar landsins eftír 100 ár munu h'ta á h'fshættí okkar í dag. Ég vil líka fullyrða að það sé hlutverk UMFÍ og einstakra ungmennafélaga að lagfæra ágalla í h'fs- háttum manna svo að íbúar landsins geti átt von á heilbrigðara og lengra h'fi.“ Við þetta er því einu að bæta að hlut- verkið, sem Pálmi nefnir í lok greinar- innar, er að sjálfsögðu einnig á herðum allra samtaka sem annast æskulýðsstarf - og láta sig málefni æskufólks varða. Og árangri verður þá best náð er forystu- menn ogfulltíða félagar samtakanna ganga á undan með góðu fordæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.