Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 30
Hundrað
prósent
pottþétt!
Framhaldssaga eftir Guðberg Aðalsteinsson
í 1. kajla var sagt Jrá Makkintoss-kon-
Jekts-veiðum Lárusar og Didda en þá
veiddu þeir helmingi stærri ujsa en
þeir höfðu áður Jengið!
í 2. kajla var lýst slagsmálum Lárus-
ar og Nonna, Jrænda Didda, ejtir að
Nonni hajði móðgað hundinn Trygg
svo Jreklega að Lárus sá sig knúinn til
að hejna þess. AJleiðingin varð - eins
og Diddi orðaði það: ,Ég bara trúi
þessu ekki. Það er ekki eitt einasta
blóm heilt í öllum garðinum.". . . Og
Jyrrum Jjandmenn hlupu í ojboði und-
an mömmu Didda . . .
3. kafli
Skipið var úr tré og það var búið að
liggja í fjörunni eins lengi og Lárus
mundi eftir sér.
Það hafði alla tíð hvílt einhver dulúð
yfir þessu skipi. Afi Lárusar sagði að því
fylgdi draugur og hló stórkarlalega þegar
eyrun á Lárusi stækkuðu í hvert sinn
sem hann minntist á drauginn.
- Það er eineygður skipstjóri sem
hvarf einu sinni sporlaust, sagði hann og
tók hressileg í nefið.
- Láttu ekki svona, þú gerir strákinn
myrkfælinn með þessu tali, sagði
mamma Lárusar.
Og það voru orð að sönnu. Lárus var
óskaplega myrkfælinn. Hann sá draug í
hverju horni eftir að dimma tók. .
Tryggur gamli smitaðist af myrkfælni
húsbónda síns og gekk taugaveiklaður
um í myrkrinu, gjóandi augunum í allar
áttir.
Lítið hús var í útjaðri þorpsins, stutt
frá þessu draugaskipi. Þar bjuggu gömul
hjón ásamt fósturdóttur sinni sem hét
Dísa. Hún var ári eldri en Lárus, hávax-
in og grönn með eldrautt hár og græn
augu. Örsmáar freknur voru á andlitinu
og handleggjunum. Diddi sagði að hún
væri skotin í Lárusi.
- Ég lem þig í klessu ef þú ert að
kjafta svona vitleysu, sagði Lárus en
Diddi glotti aðeins prakkaralegur á svip-
inn.
Hvort sem það var nú skipið eða Dísa
sem olli því þá var Lárus ákaflega oft að
spássera þarna í fjörunni með Trygg
gamla í eftirdragi.
Dísa átti brúðuhús þar sem hún lagði
á borð fyrir brúðurnar sínar. Það var
hvítt með rauðu þaki og bleikum glugga-
tjöldum. Stundum var það fullt af stelp-
um sem kjöftuðu saman og skríktu langt
fram á kvöld.
- Lárus! kallaði hún einu sinni þegar
hann var að brjóta skeljar í fjörunni.
Komdu aðeins.
Lárus leit vel í kringum sig áður en
hann gekk til hennar. Hann vildi vera
viss um að enginn sæi að hann væri að
tala við Dísu hjá brúðuhúsinu hennar.
Strákarnir í þorpinu myndu hakka hann
í spað.
- Hvað viltu? spurði hann þegar hann
átti enn nokkur skref ófarin að húsinu.
- Ég ætla að segja þér svolítið, sagð'
hún leyndardómsfull á svipinn.
Lárus gekk alla leið til hennar. Hann
var orðinn spenntur að vita hvað hún
vildi honum.
Kannski vill hún fá að kyssa mig>
hugsaði hann. Hann hafði heyrt suma aí
eldri strákunum segja að stelpur væru
vitlausar í slíkt.
- Ég sé drauginn á hverju kvöldi>
sagði Dísa.
Eyru Lárusar stækkuðu.
Þú ert að ljúga, sagði hann.
- Nei, þetta er alveg hreina satt, sagð*
Dísa. Hann þrammar fram og aftur um
þilfarið á skipinu og kjaftar stanslausi
við sjálfan sig.
- Hvernig lítur hann út? spurði Lárus
tortrygginn.
- Hann er lítill með svartan lepp fyrú
öðru auganu og hann dregur á eftir sér
aðra löppina.
Lárus reyndi að leyna því hvað hanU
var æstur. Þetta hlaut að vera einey'gð1
skipstjórinn sem afx hans hafði talað um-
- Þú ert örugglega að skrökva þessu>
sagði hann samt til vonar og vara. Held'
urðu að ég trúi hverju sem er?
- Þú ræður hverju þú trúir, sagði
Dísa. Heyrðu Lárus, fyrst þú ert hérna-
æskan