Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 30

Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 30
Hundrað prósent pottþétt! Framhaldssaga eftir Guðberg Aðalsteinsson í 1. kajla var sagt Jrá Makkintoss-kon- Jekts-veiðum Lárusar og Didda en þá veiddu þeir helmingi stærri ujsa en þeir höfðu áður Jengið! í 2. kajla var lýst slagsmálum Lárus- ar og Nonna, Jrænda Didda, ejtir að Nonni hajði móðgað hundinn Trygg svo Jreklega að Lárus sá sig knúinn til að hejna þess. AJleiðingin varð - eins og Diddi orðaði það: ,Ég bara trúi þessu ekki. Það er ekki eitt einasta blóm heilt í öllum garðinum.". . . Og Jyrrum Jjandmenn hlupu í ojboði und- an mömmu Didda . . . 3. kafli Skipið var úr tré og það var búið að liggja í fjörunni eins lengi og Lárus mundi eftir sér. Það hafði alla tíð hvílt einhver dulúð yfir þessu skipi. Afi Lárusar sagði að því fylgdi draugur og hló stórkarlalega þegar eyrun á Lárusi stækkuðu í hvert sinn sem hann minntist á drauginn. - Það er eineygður skipstjóri sem hvarf einu sinni sporlaust, sagði hann og tók hressileg í nefið. - Láttu ekki svona, þú gerir strákinn myrkfælinn með þessu tali, sagði mamma Lárusar. Og það voru orð að sönnu. Lárus var óskaplega myrkfælinn. Hann sá draug í hverju horni eftir að dimma tók. . Tryggur gamli smitaðist af myrkfælni húsbónda síns og gekk taugaveiklaður um í myrkrinu, gjóandi augunum í allar áttir. Lítið hús var í útjaðri þorpsins, stutt frá þessu draugaskipi. Þar bjuggu gömul hjón ásamt fósturdóttur sinni sem hét Dísa. Hún var ári eldri en Lárus, hávax- in og grönn með eldrautt hár og græn augu. Örsmáar freknur voru á andlitinu og handleggjunum. Diddi sagði að hún væri skotin í Lárusi. - Ég lem þig í klessu ef þú ert að kjafta svona vitleysu, sagði Lárus en Diddi glotti aðeins prakkaralegur á svip- inn. Hvort sem það var nú skipið eða Dísa sem olli því þá var Lárus ákaflega oft að spássera þarna í fjörunni með Trygg gamla í eftirdragi. Dísa átti brúðuhús þar sem hún lagði á borð fyrir brúðurnar sínar. Það var hvítt með rauðu þaki og bleikum glugga- tjöldum. Stundum var það fullt af stelp- um sem kjöftuðu saman og skríktu langt fram á kvöld. - Lárus! kallaði hún einu sinni þegar hann var að brjóta skeljar í fjörunni. Komdu aðeins. Lárus leit vel í kringum sig áður en hann gekk til hennar. Hann vildi vera viss um að enginn sæi að hann væri að tala við Dísu hjá brúðuhúsinu hennar. Strákarnir í þorpinu myndu hakka hann í spað. - Hvað viltu? spurði hann þegar hann átti enn nokkur skref ófarin að húsinu. - Ég ætla að segja þér svolítið, sagð' hún leyndardómsfull á svipinn. Lárus gekk alla leið til hennar. Hann var orðinn spenntur að vita hvað hún vildi honum. Kannski vill hún fá að kyssa mig> hugsaði hann. Hann hafði heyrt suma aí eldri strákunum segja að stelpur væru vitlausar í slíkt. - Ég sé drauginn á hverju kvöldi> sagði Dísa. Eyru Lárusar stækkuðu. Þú ert að ljúga, sagði hann. - Nei, þetta er alveg hreina satt, sagð* Dísa. Hann þrammar fram og aftur um þilfarið á skipinu og kjaftar stanslausi við sjálfan sig. - Hvernig lítur hann út? spurði Lárus tortrygginn. - Hann er lítill með svartan lepp fyrú öðru auganu og hann dregur á eftir sér aðra löppina. Lárus reyndi að leyna því hvað hanU var æstur. Þetta hlaut að vera einey'gð1 skipstjórinn sem afx hans hafði talað um- - Þú ert örugglega að skrökva þessu> sagði hann samt til vonar og vara. Held' urðu að ég trúi hverju sem er? - Þú ræður hverju þú trúir, sagði Dísa. Heyrðu Lárus, fyrst þú ert hérna- æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.