Æskan - 01.03.1988, Blaðsíða 16
Aðdáendum svarað
„Éq hef oftast nær unnið11
Jón Páll Sigmarsson svarar spumingum aðdáenda
Hve gamall ertu?
27 ára, fædur 28. apríl 1960.
í hvaða stjömumerki ertu fæddur?
Nautinu.
Hver er hæð þín og þyngd?
Ég er 192 sm á hæð og 118 kg þungur - þessa
dagana. Ég „snyrti mig alltaf til“ á þessum
árstíma, grenni mig fyrir sumarið. Mér líður
best fitulitlum. Þyngstur hef ég verið 140 kg,
það var í fyrrasumar. Þá var ég að búa mig
undir keppni og gerði ráð fyrir greinum sem
krefðust þess að ég væri í þyngra lagi.
Hvemig ertu eygður?
Bláeygður.
Hver er háralitur þinn?
Ég er ljóshærður.
Hvert er mittismál þitt - brjóstmál og hand-
leggsvöðva?
90 sm - 140 sm - 50 sm - eins og sakir
standa.
Hvaða skónúmer notar þú?
44.
Hve gamall varstu þegar þú byrjaðir að
keppa?
Ég æfði knattleiki lengi framan af og keppti
fyrst í knattspyrnu með Fylki 9 ára. 17 ára
hóf ég keppni í lyftingum og 18 ára í kraft-
lyftingum.
Af hverju stefndir þú að því að verða sterk-
ur? Áttir þú þér einhverja fyrirmynd?
Ég ólst upp úti á landi og þar voru sterkir
menn í hávegum hafðir og talað um þá með
lotningu. Ég dáðist að þeim sem unnu mikið
og tóku vel á í vinnu sinni. Fyrirmynd mín
var hver sá sem var duglegur að vinna. Ég
þoldi ekki letingja.
Hvenær byrjaðir þú að æfa reglubundið?
9 ára - þegar ég byrjaði í knattspyrnu. Ég
æfði hana þar til ég fór í lyftingar - og karate
stundaði ég um u'ma. Ég tók til við lóðin 17
ára og hef ekki misst úr viku síðan. . . Maður
verður ekki hrikalegur af því að liggja í leti!
Hve oft hefur þú keppt á mótum?
Ég hef bara ekki tölu á því!
Hve oft hefur þú unnið?
Oftast nær!
Finnst þér gaman að sýna hve miklir vöðvar
þínir eru?
Sjálfur hef ég ekkert ægilega gaman af því að
sperra mig eða fara úr fötum. En ég hef gam-
an af því að gleðja krakka. Þeir dást oft að
kraftalegum mönnum. Ég man að ég fór ein-
hvern tíma í sund sem polli og sá þá Skúla
1«T~
Óskarsson. Ég dáðist ekki lítið að honum,
hann var algjört vöðvabúnt! Það var fengur í
að geta sagt strákunum að ég hefði séð Skúla!
í hverju þykir þér skemmtilegast að keppa?
Því sem ég er að fást við hverju sinni. Og ég
hef gaman af tilbreytingu - að vera ekki alltaf
í því sama.
Fannst þér ekki erfitt að grenna þig fyrir
keppni í vaxtarrækt - og þyngja þig aftur
fyrir lyftingakeppni?
Það er ekkert mál. Mér finnst enn auðveldara
að grenna mig en þyngja en fer nokkuð létt
með að stjórna þyngdinni.
Hvað getur þú lyft mörgum kilóum?
í kraftlyftingum, 125 kg flokki (þyngd 110-
125 kg) hef ég lyft mest 365 kg í hnébeygju,
235 í bekkpressu (250 á æfingu) og 370 í rétt-
stöðulyftu. Samtals eru það 970 kg - það
mesta sem íslendingur hefur lyft. Þetta var
1984 en síðan hef ég ekki keppt í kraftlyfting-
um. Ég setti þá Evrópumet í réttstöðulyftu
og samanlögðum árangri. Á þeim tíma var ég
einn af fjórum bestu í heimi í þessum flokki.
Af hverju öskrar þú oft þegar þú ert að
lyfta?
Við orðum það þannig, strákarnir, að það sé
af því að við tökum svo vel á því. . .
Við hvem af keppinautum þínum fellur þér
best?
Ég kann vel við marga þeirra - reyndar flest
alla. Ég hef þó rekið mig á að þeir eru ekki
allir drengir góðir.
Við hvem er skemmtilegast að keppa?
Ég á engan eftirlætiskeppinaut en harðastar
hildir hef ég háð við Bretann Geoffrey Capes.
Af hvaða sigri ertu hreyknastur?
Engum fremur en öðrum. Ég er hreykinn af
öllum sigrum, stórum sem smáum.
Hvað hefur valdið þér mestum vonbrigðum
í keppni?
Að vera ekki úrskurðaður sigurvegari í grelIj
sem ég vann í rauninni. Það var í Portúg3
1985 í keppni um titilinn Sterkasti maður 1
heimi. Við áttum að lyfta geysiþungri ámu_
Ég gat lyft henni yfir höfuð en náði ekki 111
halda henni með útréttum örmum eins len-’
og krafist var. Þeir sem næst komu lyftu ekk1
nema í brjósthæð en stigum var samt skip1
jafnt á milli okkar. Ef rétt hefði verið d*nl1
hefði ég tekið forystu eftir þessa grein
unnið keppnina.
Hvar keppir þú næst og í hverju?
Það verður annað hvort á Norðurlandam01
inu í vaxtarrækt sem haldið verður héf
landi 17. apríl - eða sem gestur í aflrauu3
keppninni Sterkasti maður Finnlands.
Býstu við að geta haldið lengi áfram 3
keppa í þeim greinum sem þú hefur teki
þátt í?
Það held ég nú!
Hvað þarf sá að temja sér sem vill vef°
afreksmaður í (kraft)lyftingum eða ná g°ð
Sjálfsaga og skynsemi. Greina verður á m*
þess sem rétt er og rangt. Ég reyki að sja"
sögðu ekki né drekk. g
Þarf að æfa lengi á dag? Verður maður 3
borða mikið?
Það fer eftir því hvaða árangri maður vill11 '
Ég æfi a.m.k. þrjár klukkustundir á dag
tek í mesta lagi frí annan hvern sunnudag 1
að vera með stráknum mínum - ef við fer
umst um. Stundum tek ég hann með á xfltl-
ar. j
Val á því sem „sett er ofan í sig“ verðuf 3
vanda vel. Það verður að vera úr öllum
hringnum alla daga. Og maður þarf að bor
mikið og vel af hollum mat ef ædunin °r 3
stækka vöðvana.
ÆSK^