Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1988, Side 4

Æskan - 01.10.1988, Side 4
Krakkarnir í Krílagötu Tvö herberq Krakkarnir í Krílagötu ætluðu að byggja hús. En þá vantaði allt til byggingarinnar. - Það er ægilega dýrt að byggja hús, sagði Elli. - Við verðum að fara í banka. Það gerðu pabbi og mamma þegar við byggðum hús, sagði Jonni. Þau fóru öll fjögur í bæinn. Bankinn stóð við torgið. - Við ætlum að tala við bankastjórann, sögðu þau öll í kór. - Áttuð þið pantað viðtal? spurði kona sem var mikið máluð. Þetta skildu krakkarnir ekki. - Við ætlum að byggja, sagði Vigga alvarleg. - Ég skil, sagði málaða konan og brosti. Þegar grænt ljós kviknaði við dyr bankastjórans gengu þau inn. Bankastjórinn sat við ægilega stórt borð. Hann var gráhærður, í gráum jakka með grátt bindi og rosalega stórt, grátt nef. - Vá, þetta skrifborð er eins og flugvöllur! hrópaði Elli upp yfir sig. Krakkarnir tóku undir það. Bankastjórinn byrjaði að hlæja. Hann hló og hló. Hann var í svo góðu skapi. 4 Þegar hann heyrði hvað þau vildu hló hann enn hærra. Hann hló þangað til hann var orðinn eldrauður í framan. Það fór vel við gráa litinn. - Hvað á húsið að vera stórt? spurði bankastjórinn. - Tvö herbergi og eldhús, svaraði Vigga. Þá var bankastjórinn næstum kafnaður úr hlátri. Hann gaf þeim gos og kex og sagði þeim að koma aftur eftir tuttugu ár. - Hann er góður, sagði Lára þegar þau komu aftur út. - En skrýtinn, sagði Vigga. Og enn vantaði þau allt! Þá ákváðu þau að ganga í húsin í Krílagötu og safna. Þau báðu fólk um að gefa gamalt dót því að þau væru að byggja og væru svo blönk. Margt fólk var fegið að losna við gamalt dót og þannig eignuðust þau heilmikið af nöglum, margar tegundir af málningu, gamlan gólfdúk, teppi, lampa, borð og stóla og margt, margt fleira. En engar spýtur! Þau drógu allt dótið inn í garðinn til Viggu og settu það í stóra hrúgu. Svo byrjuðu þau að vinna. En það gekk ekki sem best. Þau höfðu enga teikningu og allir vildu ráða. - Fyrst á að grafa grunninn, sagði Elli spekingslega. - Nei, fyrst á að teikna húsið, sagði Vigga þrjósk. - Asnar eruð þið! Fyrst á að fá lán. Það segir pabbi, æpti Jonni. Jonni var ægilega hávær. Hann var búinn að venja sig á að tala hátt því að hann átti gamla ömmu sem heyrði illa. Hún var til húsa í kjallaranum hjá honum. Jonni hafði mikið dálæti á ömntu sinni og talaði oft við hana. Kenn- arinn var alveg að gefast upp á Jonna því að hann var svo hávær. -rrr*

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.