Æskan - 01.10.1988, Page 5
oq eldhús
W-------;
Framhaldsþættir eftir KristTnu 5teinsdóttur
Lára notaði tækifærið
°g byrjaði að vinna
á meðan hin rifust.
Hún tók fjólubláa málningu
°g byrjaði að mála sóffaborðið.
Æðislegt. . .! sagði Vigga.
Vigga opnaði næstu
málningardós.
f*ar var rauð málning.
Hún skellti henni á gamlan stól.
Fyrr en varði voru allir
farnir að mála.
Lau gleymdu sér alveg
og þau gleymdu líka
að passa fötin sín.
Lau voru í skólafötunum.
Jonni og Lára voru
1 heiðbláum íþróttagöllum
en Vigga og Elli
1 nýjum gallabuxum.
~ Frábær stóll,
sagði Elli glaður
°g settist á nýmálaða
stólinn hennar Viggu.
Legar hann stóð upp
var rassinn eldrauður.
Jonni missti græna málningu
°fan á nýju skóna sína.
En það tók enginn eftir neinu.
J*að var svo ofsalega gaman.
Um kvöldið
komu allir pabbarnir
°g mömmurnar heim.
J*au ætluðu ekki að trúa
sínum eigin augum.
Garðurinn var fullur
af marglitum húsgögnum.
Og þau sáu fjóra krakka
í öllum regnbogans litum
önnum kafin við að mála.
*SKANi
- Hvað er að sjá þig Vigga?
æpti mamma reið.
- Nú skaltu þó verða flengdur,
kallaði pabbi Ella
og stökk út í garð.
Hann þreif í Ella
en fékk þá bláa málningu
í nýja jakkann sinn.
Krakkarnir fóru að hlæja.
Pabbi beit bara saman tönnunum.
Hann langaði mest til að arga.
Hann var svo þreyttur
eftir langan dag.
Mamma Jonna og Láru var reið.
Hún var svo reið að hún
gat ekkert sagt.
Hún varð alveg hvít í framan.
- Af hverju
eruð þið svona reið?
kallaði Lára glöð.
- Sjáið þið ekki
hvað þetta er flott?
æpti Jonni eins og hann væri
að tala við ömmu sína.
- Ég sé bara
hvernig garðurinn minn
lítur út,
hrópaði pabbi Viggu.
Við hendum þessu drasli
á öskuhaugana
um leið og það er þornað.
Krakkarnir voru öll rekin inn.
Þau voru sett í bað
og fötin þeirra í þvottavél.
Þau fengu ekkert að horfa á
sjónvarp en voru send
beint í rúmið.
Næsta dag hittust þau
í skólanum. Þau voru leið
og í gömlu skólafötunum.
Sum voru með grænleitt hár
og rauðar neglur
sem minntu á
ævintýri gærdagsins.
- Uss, maður má ekkert gera!
Fullorðið fólk er alltaf reitt,
sagði Elli leiður.
- Fullorðnir segja alltaf
að við séum stór
og getum passað okkur sjálf.
En allt sem við gerum
er vitlaust,
sagði Vigga fýlulega.
- Þegar ég verð stór
ætla ég alltaf að vera heima
og passa að börnin mín
geri enga vitleysu. . .
hrópaði Jonni og hljóp
æpandi á eftir kennaranum
inn í skólastofuna.