Æskan - 01.10.1988, Qupperneq 11
skemmtiatriði á þessa skemmtun og það
lá beinast við að leita til Bjargvættarinnar
Laufeyjar til að bjarga okkur,“ segir
^tefán. „Við fluttum eitt lag fyrir þann
‘amcnna hóp sem kom á skemmtunina.
Lg man ekki lengur hvað það hét en
Hendrikka Waage söng það með mér og
Pr)ár stelpur sungu bakraddir. Svo vor-
Um við með tvo dansara á sviðinu. Síðan
Serðist það að fljótlega eftir þessa sam-
komu plataði Björgvin mig með sér yfir í
Sniglabandið og ég lét til leiðast.“
- Þurftirðu ekki að eiga mótorhjól
etns og aðrir sniglar?
».Nei, ekki fyrst í stað en ég eignaðist
Pað nokkru seinna. Nú er ég búinn að
selja það.“
Örlagaríkt símtal
Stefán lauk stúdentsprófi vorið 1986
°S helgaði Sniglabandinu krafta sína
næstu mánuði. Það dró fyrst til tíðinda
P)a hljómsveitinni á jólaföstu það ár. Þá
sendi hún frá sér tveggja laga plötu með
^ögunum 750 cc Blús og Álfadans. Platan
hét því frumlega nafni Fjöllin falla í
^auga. Strákarnir fylgdu plötunni eftir
með því að leika á böllum víða um land.
Fyrir kosningar 1987 söng Stefán lagið
jvpán rauðar rósir sem Alþýðuflokkur-
mn notaði sér til fulltingis í kosninga-
Paráttunni. Hann var fyrst beðinn um að
ieika í myndbandinu sem gera átti með
Lginu en þegar á hólminn var komið bað
Jakob Magnússon, sem fenginn var til að
s)a um útsendingu lagsins, Stefán um að
Prófa að syngja það fyrir sig. Jakobi leist
svo vel á að hann réð hann sem söngv-
Ura- Bins og lesendur muna varð lagið
Átján rauðar rósir gífurlega vinsælt í
Butningi Stefáns.
Stefán var í Sniglabandinu í eitt og
Pálft ár. Hljómsveitin sendi frá sér aðra
Plötu haustið 1987 og nú fjögurra laga.
Jíún nefndist Áfram veginn með mein-
'Jýr í maganum og fékk ágætar viðtökur.
En hvar hófust kynni þeirra Sverris
Stormskers?
>»Við hittumst fyrst á skemmtun í
Kvennaskólanum vorið 1987,“ svarar
Stefán. „Sverrir var aðalnúmer kvöldsins
Cn Sniglabandið aukanúmer. Hann gaf
Sl8 á tal við mig, kvaðst vera mjög hrif-
mn af söng mínum í Átján rauðum rós-
Um- í framhaldi af þeim kynnum, sem
tókust með okkur þetta kvöld, bauð
Sverrir mér samstarf á hljómplötu sem í
ráði var að gefa út. Jú, ég vissi nokkur
Peib á honum fyrir þessa skemmtun.
Hann hafði nýlega sent frá sér plötuna
Lífsleiðin(n) en þar er meðal annars hið
mjög svo vinsæla lag hans, Þórður, sem
Bubbi Morthens syngur með honum. Ég
söng síðan með Sverri á tveim breiðskíf-
um, Örlög ’87 og Stormskers guðspjöll
- auk þess að syngja verðlaunalagið
Sókrates á stórri plötu sem gefin var út
hér heima í tengslum við söngvakeppn-
ina. Á henni söng ég líka annað lag en
það var ekki eftir Sverri.“
og þá datt mér allt í einu í hug að slá á
þráðinn til stelpunnar sem stjórnaði hon-
um og biðja hana um að leika fyrir mig
lag. Nú, Anna Björk varð fyrir svörum.
Við höfðum einu sinni sést áður og talast
lítillega við. Hún áttaði sig undir eins á
því hver ég var þegar ég kynnti mig í
símanum og við röbbuðum drjúga stund
saman. Allt í einu datt mér í hug að
bjóða þessari skemmtilegu og geðugu
Við þessa upptalningu má bæta að
Stefán söng með gömlu félögunum sín-
um í Sniglabandinu lagið Jólahjól sem
kom út á safnplötu fyrir jólin í fyrra. Svo
syngur hann öll lögin á breiðskífunni
Syngjandi sveittir með hljómsveitinni
Sálin hans Jóns míns - en hann er nú í
þeirri hljómsveit.
Stefán er næst spurður að því hvort
hann lifi á tónlistinni eingöngu.
„Nei, auk þess að vera í hljómsveitinni
vinn ég við dagskrárgerð á Rás 2. Annars
erum við hjónin að kaupa íbúð um þess-
ar mundir og ég er að litast um eftir öðru
starfí til að drýgja tekjurnar. Þetta hefst
ekki öðruvísi.“
- Heyrðu, þú minntist á konu. Segðu
okkur frá henni og hvernig þið kynntust.
„Hún heitir Anna Björk Birgisdóttir
og er dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Við
giftum okkur 6. ágúst í sumar. Það er
skrítið hvernig við kynntumst. Þannig
var að fyrir einu og hálfu ári var ég í sam-
kvæmi hjá kunningjum mínum. Við vor-
um að hlusta með öðru eyranu á
skemmtilegan tónlistarþátt í útvarpinu
„Kannski förum við
til útlanda að læra
fjölmiðlafræði. “
stelpu í bíó kvöldið eftir. Og viti menn!
Hún þáði það! Þarna hef ég sjálfsagt
hagnast lítillega á frægðinni því að varla
hefði hún samþykkt að fara út með
hverjum sem var. Okkur leist svo vel
hvoru á annað að við trúlofuðum okkur
um jólin í fyrra og giftum okkur í sum-
ar.“
- Að síðustu: Hvað er framundan á
tónlistarsviðinu?
„Eins og komið er fram verð ég með
þætti á Rás 2 í vetur. Þrír félagar í Sál-
inni hans Jóns míns eru að hætta en við
Guðmundur Jónsson ætlum að halda í
horfrnu og fá aðra til liðs við okkur.
Við Anna Björk höfum mikinn áhugaá
fjölmiðlum og þegar við erum komin yfir
erfiðasta hjallann með að borga af nýju
íbúðinni getur vel farið svo að við leggj-
um land undir fót og höldum til útlanda
til að læra fjölmiðlafræði. Tíminn verður
að leiða það í ljós.“