Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1988, Qupperneq 13

Æskan - 01.10.1988, Qupperneq 13
Verðlaunasamkeppni Æskunnar og Barnaútvarpsins - í samvinnu við Flugleiðir Hvað segðirðu um það ej við byðum þér °keypisjarmiða og nokkura daga dvöl 1 Frankjurt í Þýskalandi í vor? Mynd- aðu þiggja það?Jú, ætli það ekki ejþú kæmir því við. Erjitt er að slá hendi á m°ti svo girnilegu boði því aðJlest ung- meani dreymir um að komast til út- anda á vit Jramandi ævintýra. Ekki bara þau sem aldrei haja Jarið til út- anda heldur líka hin sem vilja Jara Pangað aftur og ajtur. LykilHnn að því að eiga möguleika á °ðsferð til Frankfurtar er að taka þátt í oýrri verðlaunasamkeppni Æskunnar, arnaútvarpsins og Flugleiða. Hún var ýnnt ýtarlega í síðasta tölublaði Æsk- unnar en hér á eftir minnum við á reglur 1 sambandi við hana. í fyrra duttu þau Berglind R. Guð- jftundsdóttir og Helgi S. Sigurðsson í ukkupottinn í þessari keppni og fóru til ^órída í Bandaríkjunum. Nafn Berg- o^dar var dregið út í getrauninni en sigraði í smásagnasamkeppninni. í orðasögu þeirra í tveim síðustu tölu- löðum Æskunnar mátti lesa þessa máls- grein: »Þegar heim var komið á þriðjudags- ^orgni kvöddumst við öll með miklum sóknuði því að við höfðum skemmt okk- Ur svo vel saman. . . Við vonumst til að peir sem vinna næstu ferð skemmti sér e>ns vel og við gerðum. Við hvetjum alla pi þe,ss að taka þátt í næstu keppni því að t>að er aldrei að vita hver vinnur!“ *SKANi Takmarkið er 200 sögur Sögur og lausnir á umferðargetraun- inni eru byrjuð að streyma inn. í fyrra bárust 132 sögur í smásagnakeppnina en nú væri gaman að brjóta 200 sagna múr- inn! Vilt þú leggja okkur lið og um leið freista gæfunnar?? Allir krakkar 16 ára og yngri geta tekið þátt í keppninni. Þið ráðið auðvitað hvort þið takið þátt í ann- arri keppninni eða hvorri tveggja. Mun- ið að geta um aldur ykkar. Verðlaunasagan verður birt í 1. tbl. næsta árs og nokkrar þeirra 15 sagna, sem hljóta aukaverðlaun, birtar í næstu blöðum á eftir. Einnig verða þessar sög- ur lesnar í Barnaútvarpinu á Rás 1 og Út- varpi unga fólksins á Rás 2. Ef þú hefur áhuga á að reyna við tón- listargetraunina skaltu verða þér úti um síðasta tölublað Æskunnar. Þar eru birt- ar 10 spurningar og valmöguleikar sem svar við hverri þeirra - en aðeins einn þeirra er réttur. Og þá er bara að byrja! Ef þú hefur ekki enn dregið penna úr slíðrum til að taka þátt í keppninni þá er kominn tími til þess. Eða finnst þér það ekki? Utanáskriftin er: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um keppnina eru í 8. tölublaði Æskunnar og einnig er hægt að hringja í síma 10248 - finnist þér eitthvað vera óljóst. Mundu að skilafresturinn rennur út 1. desember nk. Miðað er við póststimpil bréfa. Urslit verða tilkynnt í Barnaútvarp- inu á Rás 1 á aðfangadag. Misstu ekki af því! Við hlökkum til að opna póstinn og væntum þess að dómnefndin fái nóg að starfa.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.