Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Síða 15

Æskan - 01.10.1988, Síða 15
v*ð stelpuna sem lék á móti honum í leik- ntinu. Hann hefur þá þorað að bjóða henni UPP og dansar við hana af miklum móði. Hún hlær að tilburðum hans. Ragnarök hljóta að vera í nánd. Tveir lötustu dansarar skólans dansa eins og vitlausir menn. Það Ve» á eitthvað. Dansleiknum lýkur um tvöleytið. Svenni °8 Klara verða samferða heim á leið. Bjössi §engur tuttugu metrum á eftir þeim, dapur 1 bragði. Draumadísin ílaug úr höndum hans og í arm annars pilts. Þetta er kaldur heimur. Veðrið er milt og rökkur yfir öllu. Það styttist í fallegu, björtu júnínæturnar. Tveir kettir slást með miklum hljóðum spölkorn frá þeim. Svenni tekur upp stein og hendir 1 áttina til þeirra. Þeir taka á rás í næsta húsagarð og halda áfram að gera út um mál Sln þar. Kannski eru þeir að slást út af læðu? Leiðir Svenna og Klöru skiljast eftir stutta stund. ~ Þakka þér fyrir kvöldið, segir hún og brosir hlýlega en samt þvingað til hans. ~ Sömuleiðis, segir hann og veltir fyrir Ser hvort hann eigi að nefna hvort hún vilji að þau hittist íljótlega aftur. Ef til vill ætlar hún sér ekki lengra en þetta, lítur á þetta sem stundargaman, ævintýr! Hann er ekki viss um hvort hann á að láta strax í ljós tnikinn áhuga á að þau byrji á föstu því að hann veit ekki sjálfur hvaða skref hann ætl- ar stíga næst. Líklega er best að sjá til, ílýta Ser ekki um of. Þau bjóða hvort öðru góða nótt með löng- Um kossi. - Við sjáumst, segir hann án þess að gefa n°kkuð í skyn. Engin loforð felast í orðun- Urn, engin skuldbinding, engin afstaða, hara sjáumst (og sjáum til). Hún tekur undir það og þau kveðjast. Svenni gengur heim á leið og blístrar lag- stúf fyrir munni sér þegar hann er kominn það langt frá henni að hún getur ekki heyrt tíl hans. Það er fullt tungl á lofti, fullt af leyndar- tíóntsfullum fyrirheitum. Svenni er nývaknaður og ekki nema hálf- klæddur þegar Bjössi birtist óvænt morg- uninn eftir. ~ Á ég að trúa mínum eigin augum? spyr Svenni þegar hann hefur boðið honum inn. Mesta svefnpurkan á Skaganum komin á Hppir klukkan tíu á laugardegi. Ertu feig- Ur? - Það kemur ekki til af góðu, svarar Bjössi og býður sér sæti á rúmi Svenna. Ég þnríti að hjálpa systur minni að flytja. Það tók ekki nema klukkustund. - Þú ert að mannast, þykir mér. - Heyrðu, ég þarf að ræða svolítið við þis- Bjössi horfir leyndardómsfullur á Svenna. - Hvað? - Hvernig fór með stelpuna í gær? Svaf hún hjá þér í nótt? trnni 15 - Þú hefur komið svona snemma til að athuga það. Þú ert ekki allur þar sem þú ert séður, grallarinn þinn! Svenni bregður sér í skyrtu. Bjössi horfir stríðnislega á hann. - Ég hélt að þið ætluðuð að borða hvort annað á ballinu. Fenguð þið engan kvöld- mat í gær? - Láttu ekki svona. Svenna langar ekki til að ræða þetta á þessum nótum. Hann kann ekki við að heyra Bjössa hafa alvöru- mál í flimtingum. - Hvernig fer með pennavinkonuna, íþróttahetjuna? Á að gefa hana upp á bát- inn? - Þetta var ekkert alvarlegt í gær. - Kossar eru til alls fyrst, gamli minn. Bjössi hlær tilgerðarhlátri. - Við erum bara vinir. - Hverjir eru ekki vinir? Þetta er alveg ágæt stelpa. Ég þekki hana dálítið. Hún er fremur barnaleg í útliti en það er allt í lagi. Töluðuð þið um að hittast aftur? Svenni stingur sér í peysu. - Ég segi þér það ekki. Þú gætir farið að senda ástarbréf í hennar nafni eins og þegar þú sendir bréf fyrir Agnesi. Bjössi slær sér á lær og hlær. - Ertu ekki búinn að fyrirgefa mér enn þá? Á ég að trúa því? - Það er ekkert að fyrirgefa. Ég þekkti rithöndina. En þú varst klókur að láta frænda þinn póstleggja bréfið í Reykjavík. Það var það eina sem ruglaði mig í ríminu í fyrstunni. Bjössi stendur upp og gengur út að glugga. - Nei, nei, segir hann undandi og starir á eitthvað. Hún er að koma. - Hver? spyr Svenni óttasleginn. Það skyldi þó ekki vera. .? Hann stendur fastur í sömu sporum. - Nú, hún Klara, maður! Og sú er glæsi- leg. Þið hafið þá ætlað að hittast núna. Ég er að fara. Hafðu engar áhyggjur af mér, vinur! Getur það verið? Svenni stekkur að glugganum og er kominn með dynjandi hjartslátt. Engin Klara! Hann var að gabba. - Árans lygalaupurinn þinn! segir hann illur og kreppir hnefana. Bjössi skellihlær og heldur um magann. - Þú skalt fá fyrir ferðina, aulinn þinn! Svenni tekur undir sig stökk á hann og snýr hann niður í gólfið. Bjössi getur enga mót- spyrnu veitt fyrir hlátri. - Fyrirgefðu mér, tekst honum að stynja upp á milli hlátursgusanna. Ég mátti til að kanna viðbrögðin. Ætlarðu að vekja alla í húsinu, maður? Svenni sleppir takinu og stendur upp. Þeir horfast í augu um stund og hlæja síð- an. Þetta var alveg bráðfyndið! Svo takast þeir í hendur og sættast full- um sáttum. Þeir ákveða að gleyma þessu og fara út í fótbolta. 'j'O - / ■ n.C - * C r3 c'.';

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.