Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 16

Æskan - 01.10.1988, Page 16
Arnar freyr Gun „Við Bjarni styðjum hvor annan" Hvar og hvenær ertu fæddur? í Kópavogi 23.10. 1966. í hvaða stjörnumerki? Sporðdrekanum. Hver er háralitur þinn og augna? Ég er dökkhærður og bláeygður. Hve hár ertu? En þungur? 1,77 m - 72 kíló og nokkrum grömmum bet- ur. . . Áttu systkini? | Já, - Sigurð og Laufeyju. Þau eru bæði eldri í Í en ég. I | Hafa þau sungið með hljómsveit? Leika þau I 1 á hljóðfæri? | Stutt og laggott: Nei. f Ertu trúlofaður? | Neeei - ekki þannig. . . 5 Áttu kannski kærustu? Hvað heitir hún — ef I | svo er? S Já. Kristrún Kristinsdóttir. ,Eg var alveg til í að reyna aftur. . .“ Hefur hún áhuga á músík? Já, að sjálfsögðu. . . Hefur hún lært á hljóðfæri? Hún lærði á fiðlu í sex ár og píanó í hálft ár. Hafið þið þekkst lengi? í eitt ár. Ertu enn í hljómsveitinni Búningunum? Já. Er ekki erfitt fyrir tvo „látúnsbarka" að koma sér saman? Nei. Við Bjarni höfum þekkst í tvö ár og er- um góðir vinir. Við styðjum hvor annan. Með hvaða hljómsveitum öðrum hefur þá leikið? Skólahljómsveitinni Pass (13 ára) og Oco Poco. Ég var alllangan tíma í henni. Síðan gekk ég til liðs við Bjarna og félaga í hljóm- sveitinni Vaxandi. Af hverju tókstu þátt í Látúnsbarkakeppn- inni? Af því að vinir mínir hvöttu mig til þess og ég var alveg til í að reyna aftur. . . Hefur sigur í henni breytt einhverju fyr*r þtg? Já. Honum fylgdi hljómplötusamningur og tækifæri til að koma eigin lögum á framfæri- Hvernig leið þér á sviðinu í keppninni? Bara allvel. Fannst þér einhver af keppendum syngja betur en þú? En jafnvel? Já, ég var ekki frá því að nokkrum þeirra tækist álíka vel upp. Bjóstu við að sigra þegar allir höfðu sungið og þið biðuð úrslita? Ég gerði mér aldrei of miklar vonir en vonaðt það besta. Leikur þú á mörg hljóðfæri? Ég leik á gítar og glamra á hljómboið. Hefurðu verið í tónlistarskóla? Nei.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.