Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 30

Æskan - 01.10.1988, Page 30
Bráðum koma jólin eftir Rakel Heiðmarsdóttur Það var kalt úti. Vindurinn næddi um merg og bein og feykti bréfarusli eftir götunum. Á gangstéttunum, í görðunum og á malbikinu lágu skítugir og harðir snjóskaflar og settu grámóskulegan svip á umhverfíð. Sannarlega ömurlegt. Annars var mér alveg sama um veðrið. Já, algerlega sama um allt og alla. Að minnsta kosti reyndi ég að telja sjálfri mér trú um það. Sannleikurinn var sá að ég kveið fyrir að koma heim. Ég var nefnilega að koma frá því að taka við miðsvetrareinkunnunum mínum. Og þær voru alveg . . . hræðilegar. Það væri vonlaust að ná þeim upp í vor. Ég ætlaði ekki einu sinni að reyna slíkt. Það væri jafnólíklegt og kraftaverk . . . Ég stappaði snjóinn af skónum og gekk inn. Kleinuilmur barst til mín. Yndisleg lykt! Kleinur eru með því besta sem ég fæ. Ég henti úlpunni á stól og settist á eldhússtól. Mamma sneri sér frá eldavélinni og brosti. „Nei, hæ, Linda. Hvernig gekk?“ Ég rétti henni einkunnabókina. Mamma horfði á mig og brosið hvarf. „Er ekki allt í lagi?“ Ég hristi höfuðið. Ég skildi það ekki, það var eins og ég kæmi ekki nokkru orði upp. Mamma las einkunnirnar þegj- andi, rétti mér svo bókina og lauk við að steikja kleinurnar. Stuttu seinna lá haug- ur af fallegum, ljósbrúnum kleinum á eldhúsborðinu. Mamma slökkti undir pottinum hugsandi á svip. Svo kom hún og settist hjá mér. „Linda mín, þetta er ekki heimsend- ir.“ „Ekki heimsendir," greip ég fram í fyrir henni æst. „Nei, þetta er sko miklu verra en það.“ Mamma lagði höndina sefandi á öxlina á mér. „Auðvitað verður erfitt að vinna þetta upp. En það þýðir ekki að gefast upp. Þú getur engum um þetta kennt nema sjálfri þér.“ 50- Þetta varð til þess að hella olíu á eld- inn. Ég stóð upp öskureið og æpti: „Ég veit að ég er heimsk og allt það. Einskis nýtur aumingi og þvælist bara fyrir. Hvers vegna varð ég eiginlega til?“ Síðan hljóp ég út. Ég vissi að ásakanir mömmu voru hárréttar en það var sárt að hugsa til þess. Ég fór beina leið til Adda. Hann var sá eini sem mér fannst ég geta flúið til. „Áttu reyk?“ var fyrsta spurningin þegar ég var sest á svefnbekkinn inni hjá honum. Addi leit undrandi á mig en kinkaði kolli. Hann fór fram og stal sígarettu frá mömmu sinni. Ég kveikti í óstyrkum fmgrum, sogaði að mér reykinn og lok- aði augunum. Addi setti plötu á fóninn og settist á móti mér. „Hvað skeði?“ Ég sogaði einu sinni djúpt að mér og opnaði augun. „Ég fékk einkunnirnar í dag. Ég er fallin.“ Það var ekkert hægt að lesa úr svipn- um á Adda. „Nú, jæja, verra gat það verið. Þú átt vorönnina alveg eftir. Það getur ýmislegt gerst á henni.“ Ég hristi höfuðið. „Þú veist ekki hvernig einkunnirnar eru.“ Hann sagði ekkert, stóð upp og sneri plötunni við. Ég var lengi hjá Adda. Við gleymdum þessu leiðinlega umræðuefni og spjölluð- um um allt milli himins og jarðar. Hann var líka æðislega hress og reytti af ser brandarana og svo hlógum við og hlóg- um. Það var sem sé allt önnur Linda sem gekk heimleiðis, glöð og létt í spori. En um leið og ég opnaði hurðina heima mundi ég allt. í eldhúsinu sátu pabbi og mamma og ræddu alvarleg saman. Ég snarstansaði. Svo tók ég viðbragð og eina hugsunin var að flýja, hlaupa í burtu. Ég henti mér upp í rúmið mitt. Þvílík byrj- un á jólaleyfi! Enn voru þó nokkrir dag- ar til jóla og ég vonaði að þetta bjargaðist allt einhvern veginn. Eftir langa stund tókst mér að sofna. Næstu dagar voru hræðilegir. Pabbi og mamma reyndu alltaf að ræða við mig. En ég lokaði mig algerlega frá þeim og reyndi að vera lítið heima. Ég var mikið með Adda og jafnöldrum hans en þeir eru þremur árum eldri en ég- Kvöldin fóru flest í „partí“ og svall. Ég fann sjálf breytinguna sem orðið hafði a mér en mér fannst ég ekkert geta gerf ég væri komin í lokaðan hring. Auðvitað harðbönnuðu pabbi og mamma mér að fara út á kvöldin eftir að þau sáu hvermg ég var orðin en ég hlustaði ekki á þau- Eitt kvöldið var komið saman hja einni stelpunni í hópnum. Nóg var aí áfengi og allir orðnir vel þéttir. Allt 1 einu kemur strákur til okkar Adda og sest hjá okkur. „Hæ, krakkar, hvernig væri að fá ser gras?“ „Hvað sagðirðu? Gras?“ muldraði Svenni. „Já, og meira að segja ókeypis svona i fyrsta skiptið,“ sagði strákurinn og seild- ist ofan í vasa sinn. „Þeta er topp-vara. „Gerið svo vel,“ sagði hann og rétu okkur sína rettuna hvoru. Við tókum hugsunarlaust við þeim- Mér fannst að eitthvað æðislega spenn- andi væri að gerast. Loks tókst stráknum að kveikja í hjá okkur. Ég sogaði djúpt að mér og fannst þetta yndislegt. Það var sem mér hyrfí allur veruleiki. Eftir nokkra reyki fannst mér ég svífa um. Eg hló geðveikislega. „Er þetta ekki æðislegt, Addi?“ „Uhm, frábært,“ sagði hann með áherslu. „Eigum við að skreppa út? Það er svo þröngt hér inni.“ æskam

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.