Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 31

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 31
„Já, komum,“ sagði ég og togaði Adda á fætur. Einhvern veginn komumst við út og þar röngluðum við um, æptum og hlóg- um. Mér virtist hfið dásamlegt þessa stundina. Mér fannst ég vera stjarna í einhverri spennandi kvikmynd, rík, fög- ur og fræg og ætti allan heiminn. »Nei, hvað er þarna?“ spurði Addi og benti. »Stór, stór sundlaug,“ svaraði ég. >,Eigum við að synda,“ spurði hann. „Ertu að meina að við stingum okk- ur?“ sagði ég spennt. „Addi kinkaði kolli og brosti. Svo tókum við tilhlaup. Við hlupum eins hratt og við komumst á óstyrkum fótum, - fram á bryggjuna - og út í sjó- inn. Ég heyrði mann hrópa í fjarska, ég skynjaði ekki hvaðan hrópið kom. Mér fannst sem við myndum stöðvast í loft- inu og vera þar alltaf eða að við værum að hoppa beint út í eilífðina. Ég fann að eg rak hausinn í og sló annarri hendinni í eitthvað. Svo vissi ég ekki meira. . . Mikið var mér illt í hausnum. Það var eins og verið væri að berja hann innan frá. Ég reyndi að bylta mér en gat það ekki. Hausinn var blýþungur. Ég ætlaði að strjúka heitt ennið en fann þá að allt höfuðið var reifað. Ég gerði allt sem ég gat til að opna augun. Við mér blöstu hvítir veggir, hvítt loft. Engar myndir sem ég átti að venjast. Ég gat ekki hugs- að og hausverkurinn var að verða yfir- þyrmandi. Ég heyrði einhvern ganga að túminu. „Linda mín, ertu bara vöknuð?“ Ég þekkti röddina. Þetta var mamma. Augu mín reyndu að leita hana uppi. „Viltu eitthvað að drekka?“ Ég kinkaði kolli og fann að hálsinn var skraufþurr. „Jæja, hvernig líður þér?“ spurði ntamma þegar ég hafði rennt niður ttokkrum vatnssopum. „Illa - í hausnum,“ tókst mér að segja. „Já, það er von,“ sagði mamma. „Smá heilahristingur. En ekkert alvarlegt. Svo er vinstri handleggurinn brotinn. En þetta lagast fljótlega.“ „Hvar er ég?“ stundi ég upp. Mamma horfði alvarleg á mig. „Manstu ekkert? Þér var bjargað upp hr höfninni í fyrradag. Þú hafðir stokkið ht í. . . Manstu?“ Smám saman rifjuðust hlutirnir upp fyrir mér þó að óljósir væru. Ég kinkaði kolli. „Þú ert á sjúkrahúsinu núna,“ hélt mamma áfram. „Linda. . .“ Mamma hikaði. „Ég veit að þú ert með höfuðverk og ert kannski ekki skýr í hugsun en ég verð að fá að vita eitt. Ætlaðirðu að. . .“ Mamma þagnaði aftur vandræðaleg. Ég horfði undrandi á hana. En allt í einu rann upp fyrir mér hvað hún átti við og ég hristi ákaft höfuðið. Mömmu virtist létta. „Jæja, ég hélt það líka. En nú má ég ekki trufla þig meira. Ég verð að ná í lækninn.“ Ég horfði á hana ganga út að dyrun- um. „Mamma.“ Hún sneri sér við og horfði spyrjandi á mig. „Hvar er Addi?“ „Hann er á annarri stofu. Hann hefur það gott.“ Ég var komin heim. Önnur höndin var í fatla en að öðru leyti var allt í lagi með mig. Aðfangadeginum hafði ég raunar eytt á sjúkrahúsinu en jólin voru ekki búin enn. Allt húsið ilmaði af gren- igreinum, ilmkertum og kökum. Ljósa- samstæður og jólaskraut voru í hverju herbergi. Jóhanna litla systir mín leiddi mig með sér um allt húsið og sýndi mér stolt hvað allt væri fínt. Þessi jól urðu mér ógleymanleg. Mér fannst pabbi og mamma allt öðru vísi en þau höfðu verið í langan tíma. Á gamlaárskvöld fór ég að hitta Adda. „Nei, hæ, gamla,“ sagði hann þegar hann sá mig. „Hvernig hefur þú það?“ „Bara mjög gott,“ sagði ég og brosti. „Ég ætla að skreppa og hitta gömlu fé- lagana. Kemurðu með? Það átti að vera partí í kvöld.“ Addi varð undrandi á svip. „Heyrðu, er ekki nóg komið? Ertu eitthvað biluð manneskja?“ „Þú vilt sem sé ekki koma með,“ sagði ég- Addi virtist á báðum áttum. „Jú, ætli það sé ekki best,“ sagði hann svo. „Svona til að passa þig.“ „Ég þarf enga pössun,“ sagði ég og hló. Addi horfði tortrygginn á mig. „Ég veit ekkert hvar ég hef þig,“ sagði hann og hristi höfuðið. Okkur var tekið vel af hópnum og tækifærið notað til að skála enn einu sinni. Og auðvitað var okkur boðið áfengi. Ég tók brosandi við glasinu. Addi gerði það líka en með hálfum huga þó. Hann horfði fast á mig. „Jæja,“ sagði ég, „hvernig væri að detta í það?“ Ég naut þess að horfa á svipinn á hon- um. „Þú ætlar þó ekki. . .?“ Hann þagnaði. Ég horfði um stund á glasið sem ég hélt á. Svo lagði ég það frá mér og sagði alvarleg: „Nei, ég ætla ekki. Mig langaði bara að prófa hvort ég gæti staðist freisting- una.“ „Eigum við þá að koma?“ spurði Addi. „Endilega," samþykkti ég. Við gengum út og meðfram sjónum. Himinninn leiftraði allur af flugeldum og blysum. Addi horfði hugsandi út á sjóinn. „Hvað maður getur verið vitlaus,“ sagði hann. Ég skildi hvað hann átti við og tók undir það. „Hvað tekur nú við?“ spurði hann svo. „Ég ætla nú fyrst og fremst að fara að leggja mig fram við námið,“ sagði ég. „Reyna að ná. En líklega fell ég og verð að taka níunda upp aftur næsta vetur.“ „Nú líst mér á þig,“ sagði Addi. „Nú skulum við bara gleyma öllu sem á und- an er gengið.“ Ég nam staðar og leit á hann. „Nei, það er ekki hægt að gleyma öllu eins og ekkert sé,“ mótmælti ég. „En við verðum að horfa fram á við og reyna að láta fortíðina ekki hafa áhrif á framtíð- ina.“ „En skáldleg,“ sagði hann og hló. „Við stefnum þá sem sé á nýtt og betra ár.“ „Samþykkt,“ sagði ég og kyssti hann létt á munninn. Síðan gengum við rólega heim á leið. (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnakeppni Æskunnar og Rásar 2 1987) ------- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.