Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Síða 41

Æskan - 01.10.1988, Síða 41
Dire Straits Við viljum taka undir með þeim sem beðið hafa um veggmynd með Dire Straits. Við vitum um marga sem vilja mynd af þeim. Okkur langar til að vita sem mest um Dire Straits og hvort hljóm- sveitin er hætt. Með fyrirfram þökk. Hanna Bima Jónsdóttir og Amdís Dögg Amardóttir, Kópavogi. Svar: Dire Straits er eiginlega hljómsveit gít- arleikarans, söngvarans og söngvasmiðsins Markúsar (Marks) Knopflers, fyrrverandi kennara og blaðamanns. Hann fæddist í Glasgow í Skotlandi 12. ágúst 1949. Mark- ús var alls staðar pikkandi á gítar hvar sem hann gat því við komið frá barns- aldri. 1976 fór bankastjórasonurinn John Illsley að leika á bassagítar undir gítarpikk hans. Davíð, bróðir Markúsar, og flciri bættust í hópinn nokkru síðar. Fljótlcga varð Ijóst að Dire Straits var orðin alvöru- hljómsveit. Þeir félagar „tróðu upp“ hvar sem þcir gátu, oftast launalaust fyrst í stað. Gæfuhjólið byrjaði að snúast þegar bandaríska poppfönksveitin, Talking Heads, fékk Dire Straits til að „hita upp“ hjá sér í hljómleikaferð um Bretland. Dire Straits lögðu 10 þúsund kr. í að hljóðrita lagið „Sultans of Swing“. Þcim tókst að koma laginu á fastan spilunarlista hjá útvarpsstöð í Englandi. í kjölfarið fylgdi plötusamningur við Vetigo. Fyrsta platan, samnefnd hljómsveitinni, kom á markað í maí 1978. Af henni náði lagið „Sultans of Swing" miklum vinsældum og platan náði 1. sæti ástralska og ný-sjá- lenska vinsældalistans. Þar munaði mest um sérkennilegt og lipurt gítarpikk Mark- úsar. Hann varð undir eins eftirsóttur sem íhlaupagítarleikari Bobs Dylan, Steelys Dans, Van Morrisons o.fl. 1 áranna rás hafa nokkrar mannabreyt- ingar átt sér stað hjá Dire Straits. Þær hafa þó lítið breytt músík hljómsveitarinn- ar því að hún byggir á framlagi Markúsar að mestu leyti. Músík Dire Straits var á sínum tíma ranglega flokkuð með nýbylgju. Dire Straits kom ncfnilcga fram á sjónarsviðið þegar pönkbyltingin breska var að ala af sér fjölbreytta nýsköpun í músík. Yngri nýbylgjuáhangcndur þekktu ekki kántrí-blús J.J. Cales né Bobs Dyl- ans á síðhippaárunum og visu því ekki að músík Dire Straits var fornfáleg og hippa- leg. Plötur Dire Straits hafa að undan- förnu setið í efstu sætum þeirra vinsælda- lista þar sem talin er sala á geisladiskum. Það styrkir grun um að Dire Straits sé í mestu dálæti hjá fólki á fimmtugsaldri. Vinsældakannanir barna- og unglinga- blaða staðfesta þó að Dire Straits njóta sömuleiðis mikilla vinsælda meðal æsku- fólks. Síðustu árin hefur Dire Straits verið í hálfgerðu sumarfríi. Þegar þeir félagar komu fram á Nelson Mandela-hljómleik- unum í sumar höfðu þeir ekki hist frá því í fyrra. Póstáritun Dirc Straits er: Dire Straits, - Damage Management, 10 Southwick Mew, London W2, Eng- land. JÓJÓ Kæra Popphólf! Mig langar til að vita hvort hægt sé að hafa viðtal við Jó-jó og mynd af söngv- aranum? Hvað er hann gamall og hvert á að senda aðdáendabréf til hljómsveitarinn- ar? B. Hilmarsdóttir. Svar: Ingimar Oddsson er tvítugur og er að leika í kvikmynd Þráins Bertelssonar um þessar mundir (höfundar „Nýs lífs“, „Löggulífs“, „Dalalífs" o.fl. mynda). Myndin verður frumsýnd á næsta ári. - Viðtal við Jó-Jó er að finna í þessum poppþætti. Sálin hans Jóns míns Kæra Popphólf! Getur þú sagt mér frá heimilisfangi Sál- arinnar hans Jóns míns og birt veggmynd af henni? Maggx Sím. Svar: Prófaðu að skrifa til útgefanda Sálarinn- ar: Steinar hf., Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi. Boy Qeorge, Michael Jackson Kæra Popphólf! Getur þú gefið mér upplýsingar um að- dáendaklúbb Boys Georges og Michaels Jacksons? Henný Guörún Gylfadóttir, Reykási 22, Reykjavík. Svar: Boy George, - P.O Box 40, Ruislip, Middlesex, HA4 7ND, England. The Wonderful World of Michael Jackson, P.O. Box 1804, Encino, California 91426, U.S.A. Þungarokk Kæra popphólf! Á límmiðunum ykkar eru aðeins popp- arar en engir þungarokkarar. Þið hljótið að geta látið eins og tvo límmiða vera af þungarokkurum eins og þcim sem Pat- reksfirðingurinn nefndi í einu Æsku-blaði um daginn. Reiður þungarokkari. GSKANi

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.