Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 48

Æskan - 01.10.1988, Page 48
Þvílíkt feikna flug! Brunkappinn Bjössi fer meir í lofti en á láði - en heppnast þó að rata rétta leið eftir brautinni þar til hann er kominn fram hjá tveim fyrstu vegvísunum. Síðan svífur hann sérleið yf- ir hvað sem fyrir verður - og heldur ferð og flugi án falla! - Hinn ungi, óþekkti ofurhugi fer nú tvöfalt heljarstökk aftur yfir sig með þre- földum snúningi! hljóðar þulurinn á hæsta tóni og er svo æstur að hann má vart mæla. Fólk snýr sér undan og megn- ar ekki að horfa á þessi ósköp. Pabbi, mamma og Björg sitja við sjón- varpið í jólaskreyttri stofunni. Á heimil- inu ríkir ró og friður síðan einkasonurinn hélt til fjalla. En hvað er það sem þau sjá á skerminum? Það kemur þeim kunnug- lega fyrir sjónir. . .! - Óþekktur þátttak- andi, tilkynnir Bjarni norski. Bjössi fer svo firnahratt að ekki er um að ræða að hann geti breytt stefnu. Hann þýtur beint niður brattann. Öllum sem a horfa fmnst hann fífldjarfur er hann smýgur fram hjá trjám og flýgur fram af hengjum - en hann fær ekki við gert þ° að hann vildi og ræður ekki för. . . Hvort sem það er fyrir heppni eða leikni lendir stökkvarinn stælti á fótunum! En enn hallar niður og hann fer stall af stalli með ótrúlegri tilþrifum en nokkur áhorf- andi hefur áður séð. Þulinn skortir orð til að lýsa þessum einstaka atburði. Bjössi fer í loftköstum fram af neðstu brekkunni og er hálfnaður með heljar- stökk þegar hann nemur við seglið a marklínunni! Lendingin er mjúk °& fíaðrandi og hann stendur í báða fætur- Fagnandi brautarverðirnir grípa hann og styðja á brott svo að enginn sér að vinur okkar er orðinn afar linur í hnjánum • •

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.