Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 49

Æskan - 01.10.1988, Page 49
a skíðum Ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn s)ónvarps þyrpast að Bjössa. Nú líkar honum lífíð! Það vantar ekkert á að hann skælbrosi framan í heiminn. Einstæðu ^runi hefur verið sjónvarpað um víða Veröld og vélarnar suða enn! Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Brunkapparnir Imbrigger og Wassmeier bera Bjössa á gullstóli um svæðið. Þeir fá raunar varla þverfótað fyrir æstum aðdá- endum sem biðja hann um eiginhandar- áritanir. Hann fær nóg að gera! Ljössi rankar við sér þegar verðlaunaaf- hendingunni er lokið. - Ég verð að hraða ^ér heim á hótel. Ég átti að hjálpa til við að bera á borð. Matur, já, matur. Nú finn ég hvað ég er orðinn svakalega syangur! Mat, fljótt! Hallinn er ekki mikill á leið Bjössa að hótelinu - en samt tekst honum að missa jafnvægið og falla þar á hlaðinu! Anton hjálpar honum á fætur. - Ég hef aldrei séð aðra eins ferð niður fjallið, frændi sæll, segir hann. Það er hver fullsæmdur af að vera í ætt við þig! Texti og teikningar: Hákon Aasnes Bjössa er óspart hælt og skíðamennirnir segja að hann sé ókrýndur konungur í bruni með mjög frjálsri aðferð! Þeir gefa honum rými á verðlaunapalli við hlið sig- urvegarans. Þar kann hann við sig! - Ég vona að hann hafí þvegið sér um eyrun í dag, segir mamma! Þeir bera á borð og vanda sig vel. Diskar, glös og hnífapör fara hvert á sinn stað. Og við hæfi er að skreyta borðið og koma fyrir fánum. - Ég set hér svissneskan fána og austurrískan - og ætli sá norski megi ekki vera við hlið þeirra eftir frægð- arför! segir sá þéttvaxni við sjálfan sig.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.