Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1991, Page 11

Æskan - 01.01.1991, Page 11
Kvolir q Nordurslódum Verðlounasogon í smósognokeppninni - eftir Kristínu Moríu Gunnorsdóttur 15 óro. Eftir erfiðan en jafnframt ánægju- legan verslunarleiðangur var gott að setjast niður í einu af fínustu veitingahúsum Parísar. Eg valdi mér rólegan stað og hóf að rifja upp atburði dagsins. Ég hafði farið í allra flottustu tískuverslanirnar og fengið mér allt það nýjasta. Eftir nokkrar hugleiðingar og vangavelt- ur var ég þess fullviss að nú hefði mér tekist að ná í allar nýjungarn- ar úr tískuheiminum. Það yrði ekki sagt um mig að ég fylgdist ekki með. Mér var boðið að glugga í nýj- ustu dagblöðin á meðan ég beið eftir málsverðinum. Ég valdi mér eftirlætisblaðið mitt, Hina fram- sæknu stúlku. Þar voru greinar um nýjungar, svo sem tískusveiflur. Ég byrjaði á því að lesa um það nýjasta í tískuheiminum og rak þá augun í grein um það allra nýjasta, hvaladrápin. Mikið var ég sam- mála greinarhöfundi. Mér fannst svo sannarlega þörf á því að hætta hvalveiðum. Ég gat séð hvalinn fyrir mcr, syndandi alsælan í höf- unum er einhver víkingur kom og drap hann. Kannski hefur þetta fá- gæta spendýr átt maka eða jafnvel afkvæmi sem þarfnaðist þess mik- ið. Loksins kom málsverðurinn. Ég bragðaði á honum og komst að því að þetta var hreint lostæti. Ég gat ekki slitið mig frá greininni um hvaladrápin og hélt því lestrinum áfram á meðan ég snæddi. Eftir alls konar lýsingar á því hve tilfinn- ingaríkar þessar skepnur eru brá mér illilega þegar ég sá að þær voru ekki einungis veiddar í vís- indaskyni heldur einnig til matar. Ég staldraði örlítið við og velti því fyrir mér hvernig ég gæti tekið þátt í að bjarga þessum greyjum. Alls konar hugsanir ásóttu mig og þar sem ég fann svo mikið til með þessum vesalings skepnum í hönd- um tilfinningalausra villimanna í norðri vissi ég að það yrði köllun mín að gera eitthvað í þessu tafar- laust. í lok greinarinnar fann ég lausn- ina. Ættleiðing, að sjálfsögðu. Ég á- kvað samstundis að ættleiða hval. Til þess þurfti ég að láta af hendi rakna mikla peningafúlgu og yrði með því fyrst vinkvenna minna að leggja þessu göfuga málefni lið. Þarna var mér rétt lýst. Stúlka eins og ég lætur ekki sitt eftir liggja í umhverfismálum. Ég hafði nú lokið við lestur greinarinnar, leit upp og sá að norðangarrinn var farinn að blása. Ég vafði þétt að mér hlýjum og mjúkum minkapelsinum, kallaði á þjóninn og sagði: „Takk fyrir yndislega matreitt, hæfilega steikt og meyrt hrein- dýrakjötið!" (Frá ritstjóra: Lesendur sjá eflaust að lokn- um lestri sögunnar að fyrirsögn er rétt rit- uð; átt er við þær kvalir sem mörg dýr á norðurslóðum líða ...) Æskan 1 1

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.