Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1991, Page 13

Æskan - 01.01.1991, Page 13
Tónlistarnám er aðaláhugamálið Höfundur verðlaunasögunnar, Kvalir á norðurslóðum, er Kristín Maria Gunnarsdóttir, 15 ára nemandi í Holtaskóla í Keflavík. Hún segist hafa fengist dálítið við sagnagerð .. „Já, ég hef stundum sett sam- an sögur þegar við höfum átt að semja ritgerðir. Það hefur líka komið fyrir að ég hafi samið bara fyrir sjálfa mig. En það er eklci oft sem maður fær góðar hugmyndir." - Um hvað skrifarðu? „Um lífið og tilveruna - það sem mér dettur í hug í hvert sinn ..." - Ætlarðu að leggja stund á rit- störf? „Ég veit ekki ... - en það má vel vera." - Lestu mikið? Hvað helst? „Já, ég les þónoldtuð - allt mögulegt. Frá Sidney Sheldon til Halldórs Laxness. Af ritum Lax- ness er Sjálfstætt fólk eftirlætis- saga mín." - Hvaða námsgrein þykir þér skemmtilegust? „íslenska." - En hvert er helsta áhugamál þitt? „Það er tónlistarnámið. Ég hef verið í Tónlistarskóla Keflavíkur og lært á klarinett í nokltur ár, hef tekið 4. stig, og nýlega byrj- aði ég líka að iæra á píanó. Ég fékk píanó í fermingargjöf." - Stefnir þú að því að ljúka einleikaraprófi á bæði hljóðfær- in? „Ég ætla að talca 8. stigs próf á klarinett en býst við að hætta pí- anónámi áður en ég næ því." - Hlustarðu oft á tónlist? „Dálítið - en ég framleiði svo mikið af hljóðum sjáif að ég hef ekki þörf fyrir það. Mér finnst öli sígild tónlist ágæt - og sumt í poppmúsík en annað í poppi finnst mér ekkert sérstakt. Eftirlætistónskáld? Mozart og Chopin." - Hefur þú æft íþróttir? „Ég lék badminton (hnit) en er hætt því. Ég lét tónlistina ganga fyrir." - Hefur þú ferðast víða? „Við fjölskyldan höfum marg- sinnis farið hringveginn. Já, jafn- vel oftar en einu sinni á ári. í hittifyrra fórum við tvisvar, í fyrra einn hring. Við vorum sex vikur í ferðinni. Síðan fórum við til Egilsstaða og aftur til baka. Við gistum oftast í hústjaldi. Mér finnst mjög skemmtilegt að ferðast þannig. Ég hef farið tvisvar til Dan- merkur, með lúðrasveitinni og fjölskyldu minni, og einu sinni til Spánar." - Hvar hefur þér þótt fallegast? „í Skaftafelli. Tvímælalaust." - Hefur þú ákveðið frekara nám og framtíðarstarf? „Ekki starf - en ég fer í Fjöl- brautaskólann á Suðurnesjum, líklega á eðlis- og náttúrufræði- braut." Æskan 1 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.