Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1991, Qupperneq 22

Æskan - 01.01.1991, Qupperneq 22
Nýiu krakkarnir ... Kæra Æska! Ég sá í jólablaöi Æsk- unnar að stelpa spurði um hljómsveitina New Kids on The Block. Mig langar til að svara nokkrum spurn- inganna. S: Já, ný hljómplata er væntanleg. Hún á að koma út í maí nk. Á henni eiga að vera öll bestu lög strák- anna. Þau verða þó ekki eins og á gömlu plötunum. Þeim verður breytt lítils háttar og gefin út í „dans- útgáfu“. 3: Verslanirnar Þúsund og ein nótt og Kiss selja boli með mynd af hljóm- sveitinni. 4: Mæður strákanna reka aðdáendaklúbb og sjá um að hver þeirra fái sín bréf. Póstfang þess klúbbs er: New Kids on The Bloek Fan Club, Box 7001, Quincy. - MA 0SS69 - U.S.A. Ég og vinkona min erum ákafir aðdáendur Nýju krakkanna. Okkur langar því afar mikið á tónleika með þeim. Okkur datt í hug (eins og ömmu gömlu) að safna undirskriftum þjá krökkum sem áhuga hafa á því sama. Til þess vant- ar okkur hjálp annarra að- dáenda hljómsveitarinnar. Við biðjum þá að skrifa nafn sitt á lista og fá vini og kunningja til að skrifa líka. (í sviga á eftir nafn- inu má nefna hvern af strákunum sá sem skrifar dáir mest) Listana viljum við gjarna fá til þess að við getum sent þá alla til aðdáendaklúbbsins með heitri ósk um að strákarn- ir haldi tónleika hér á ís- landi! Við vitum að ótrú- legt er að þetta beri árang- ur - en það sakar ekki að reyna! Ásta - Vesturbraut 15, Þárunn - Brunnstíg 5, 220 Hafnarfirði. Kæra Æska! Okkur, þrjár telpur, langar til að stofna aðdáendaklúbb hljómsveit- arinnar, Nýju krakkanna í hverfinu. Við biðjum alla sem vilja vera í klúbbnum að skrifa bréf til Margrétar Einarsdóttur, Safamýri 34, 108 Reykjavík. Kæra Æska! Við vihkonurnar viljum kvarta yfir dálitlu - en fyrst viljum við þakka mjög gott blað. í 9. tbl. 1990 var viðtal við hljómsveitarmenn í Stjórninni. Þar kom fram að einn þeirra þolir ekki Nýju krakkana í hverfinu. Hann sagði að sér fyndist þeir ömurlegasta hljóm- sveit í heimi. Við höldum að það hljóti að draga úr vinsældum Stjórnarinnar. Okkur fannst Stjórnin mjög góð hljómsveit en eftir þessa yfirlýsingu þykir okkur hún vera frekar öm- urleg. (Við erum miklir að- dáendur hljómsveitarinnar New Kids on The block) Fyrrverandi aðdáendur Stjórnarinnar - en enn þá meiri aðdáendur Nýju krakkanna. Umhverfisvernd Hæ, hæ, allir sem lesa þetta frábæra blað! Nú þegar lífið leggst í dvala og krakkarnir hrúg- ast inn í skólana þá reyna líffræðikennarar og margir aðrir að troða einhverju inn í hina þykku höfuðskel okkar, m.a. um gróðureyð- ingu og uppgræðslu lands- ins. Þeim hefur tekist að troða dálitlum skilningi í mig og nokkra aðra. Ég legg mitt af mörkum og nota m.a. endurunninn pappír. Mér finnst að allir eigi fara þannig að, líka Æskan og Æskulesendur. Má ekki prenta Æskuna á endurunninn pappír? Les- endur geta a.m.k. skrifað bréf til Æskunnar á slíkan pappír. Ég mæli líka með að námsfólk, sem skrifar ósköpin öll og hendir jafn- óðum, skrifi á endurunn- inn pappír. Ég þakka fyrir greinina um alþjóða umhverfismál. Hún er mjög fróðleg og vekur mann til umhugsun- ar. Sigga Hrefna. Svar: Endurunninn pappír mun ekki unnl að gera eins hvítan og frumunninn - ekki enn þá. Hann hefur því ekki verið notaður þegar um litprentun er að ræða. Hann er ekki heldur til í eins stórum örkum og frumunninn. (Ekki hjá viðskipta- aðilja okkar) Þess vegna yrði mun dýrara að prenta á hann. Einnig er til umhverfisvænn pappír. I honum er ekki klór og hann mengar því ekki. I athugun er hvort við getum notað endurunn- inn eða umhverfisvænan pappír við prentun blaðsins. Vió skýrum fljót- lega frá niðurstöðu. Við erum hjartanlega sammála þér, Sigga Hrefna, um nauósyn þess að allir leggi náttúruvernd lió eftir mætti. Pennavinir Kæra Æska! Mig langar tll aö vita hvernig maður skrifast á við pennavini. Anna Kristín. Svar: Þú skalt byrja á því aó leita í pennavinadálki Æskunnar og at- huga hvort þú finnur ekki nafn ein- hvers sem er á svipuðum aldri og þú og hefur lík áhugamál. I hverri Æsku birtast nöfn margra krakka sem langar til að skrifast á við ein- hvern - eignast hann að pennavini. Síðan skrifar þú bréfið og vandar þig vel! Þú lýsir sjálfri þér og fjöl- skyldu þinni, áhugamálum, skólan- um, eftirlætisnámsgreinum - og öðru því sem þig langar til að segja frá. Stundum hefur fólk oróið svo góðir vinir með bréfaskiptum aó það hefur heimsótt hvort annað og treyst vinaböndin með því. Hve oft er skrifaó og hve langt bréf í hvert sinn verður að mótast af því hve duglegir bréfritarar pennavinirnir eru. Gangi þér vel! Til góðs og gamans Kæri Æskupóstur! Hvað er Æskan gömul? Hver á Æskima? Ég. Svar: Æskan hefur komió út frá því 1897 - í 93 ár. Nú er 91. árgangur hennar að hefja göngu sína. I tvö ár var ekki hægt að gefa blaóió út, 1909 vegna fjárhagserfiðleika og 1920 vegna skorts á pappír. Útgefandi og eigandi Æskunnar er Stórstúka Islands - en það er nafn á landssamtökum góðtempl- 22 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.