Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1991, Qupperneq 38

Æskan - 01.01.1991, Qupperneq 38
Knóir krokkor í s „Pétur“ reyndist vera Lára, telpan sem lýst var 'eftir. Hún segir krökkunum að hún hafi strokið frá Mýnesi og falið sig í mannlausri bifreið. Þangað hafi einhverjir komið og þá hafi hún séð undarlegan bjarma. „Hann var blár og rauður og gulur og grænn. Það er ekki hægt að lýsa honum. “ - Víðbláinn! hrópa börnin. - Hvað er það? spyr Lára. - Steinn sem á engan sinn líka. Sá eini af sinni gerð í öllum heimi, svarar Búi. - Ég man hvað það var gott að sofna við þennan bjarma. Mig dreymdi svo vel, segir Lára. - Hvað gerðist svo? spyr Hrói. - Einhver settist í bílstjórasæt- ið og annar við hliðina á honum og svo var ekið af stað. Ég ýmist svaf eða vakti og við vorum búin að aka lengi, lengi þegar eitt- hvað kom fyrir. Bíllinn hentist í háaloft, fólkið æpti og svo man ég ekki meir. - Sástu ekki hverjir voru frammi í bílnum? spyr Búi. - Nei, ég þorði ekki að gægj- ast. - Þá geturðu ekki vitað hvort það voru Skeggi og Snúður, segir Hrói vonsvikinn. - Ég heyrði raddirnar. - Voru þeir með dimmar radd- ir og töluðu útlensku? Hrói lítur á Búa og glottir. Nú kemst upp um Skeggja og Snúð. - Bíddu, segir Lára. - Ég er að reyna að muna. Nei, þau töluðu íslensku. Karlinn talaði bjagað en konan talaði alveg rétt. - Konan! Börnin líta hvert á annað. Þau geta ekki trúað þessu. - Ertu viss um að það hafi ver- Framhaldssaga eft ið kona? spyr Lóa. - Alveg viss, svarar Lára. - Ted og Hera, segir Búi. - Það getur ekki verið. Þau voru svo góð, segir Lóa. - Samt eru þau þjófar, segir Hrói. - Hver eru Ted og Hera? spyr Lára. - Fólkið sem var að stela Víð- bláni. Þú varst með þeim þegar við komum hingað, svarar Lóa. - Og við erum búin að gefa Lára. Hún er mjög ákveðin. Hin börnin líta hvert á annað. Stelpa sem klippir af sér hárið og strýkur út í nóttina lætur ekki skipa sér að liggja kyrr ef hún vill fara. - Komdu þá, segir Lóa. Þau skríða út í regnið sem er algjört skýfall og ganga niður að tjaldi Snúðs og Skeggja. Það er erfið ganga því að nú verða þau að segja Skeggja að þau hafi grunað hann um græsku. þeim Víðbláin aftur og sleppa þeim með hann, segir Búi og fær tár í augun. - Af hverju gerðum við þetta? Af hverju treystum við ekki á okkur sjálf? stynur Hrói og lem- ur í ennið á sér. - Hvað getum við gert? spyr Lóa. - Við verðum að biðja Skeggja að hjálpa okkur. Það verður að ná þeim áður en þau komast úr landi með steininn, segir Hrói. - Við skulum koma strax, seg- ir Búi. - Ég kem líka. Mér líður svo vel núna, segir Lára. - Þú áttir að liggja kyrr, segir Búi. - Nei, mér er batnað, segir Og skriöur falla....... - Ég skil bara ekki hvernig ykkur datt í hug að ég væri ein- hver bófi, segir Skeggi og togar í skeggið á sér. Þau eru búin að segja honum söguna og honum varð mikið um að heyra þessar fréttir af Víðbláni. - Þú varst svo reiður og æptir svo hátt, segir Hrói. - Hvenær? - í fyrsta sinn sem við hittum þig. Þegar þú sagðir að við mætt- um ekki hlusta á útvarpið, segir Búi. - Já, þá, tautar Skeggi og virð- ist alveg hafa gleymt þessu. - Ég var bara þreyttur. Svo hef ég 42 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.