Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1991, Side 45

Æskan - 01.01.1991, Side 45
Bókaf lóð rokkarans Áhugafólk um dægurmúsík fékk vænan bókaskammt í árs- lok: Bækur um Bubba, Elvis Presley, Megas og Hallbjörn Hjartarson. Aö auki kom út „Rokksaga íslands - 1955 til 1990, frá Sigga Johnnie til Syk- urmolanna". Höfundur er Gestur Guðmundsson. „Rokksagan" er tæpra 300 bls. uppsláttarrit, aðgengilegt og fróðlegt. „Rokksagan" er þó ekki síður skemmtileg saga. Einkum er fyndið að lesa um þá hræðslu sem rokkið olli í upphafi (1955-'57|. Jafnskondið er að lesa um þær spár íslensku dagblaðanna 1957 að rokkið væri stundar- fyrirbæri. Það myndi heyra sög- unni til áður en hendi væri veifað. Tíminn hefur leitt annaða ljós. „...Núna byggir dægur- lagaheimurinn á rokki." (bls. 265). Fyrir áhugafólk um bindind- ismál er gaman að sjá hvað bindindishreyfingin tcngist víða sögu rokksins. Þegar á upphafsárum rokks- ins var Góðtemplarahúsið (- Gúttó) helsta athvarf íslenskrar rokkæsku (bls. 25). Nokkrum árum síðar skall Bítlaæðið á. Fulltrúar þess urðu Hljómar. Þeir innsigluðu for- ystuhlutverk sitt „um verslun- armannahelgina þegar þeir léku fyrir dansi fleiri þúsund ungmenna á fyrstu Bindindis- hátíðinni..." (bls. 76). Vinsældir annarrar bítla- hljómsveitar eru rökstuddar á hliðstæðan hátt: Tempó (með Þorgeir Ástvaldsson í framlínu) „var áberandi á unglingamark- aðnum sumarið eftir og spilaði m.a. fyrir dansi á 2000 til 3000 manna Bindindishátíð í Húsa- felli..." (bls. 90). í kaflanum um fyrirbærið „gleðipopp" eru Greifarnir nefndir sem frumkvöðlar þess. Þar kemur frarn að sigur Greif- anna í Músíktilraunum Tóna- bæjar 1985 hafi veitt þeim að- gang að útihátíðum (bls. 227). f því sambandi er auðvitað átt vió Bindindismótið í Galta- lækjarskógi og afmælí Reykja- víkurborgar. Nokkrar villur hafa slæðst í „Rokksöguna". Þessar eru meinlegastar: 1. Lagið „Litlir kassar" er sagt vera eftir Pete Seeger (bls. 153). Hið rétta er að Pete Seeger kynnti lagið á sínum tíma, kom því á vinsældalista og í hóp sígildra dægurlaga. Höfundurinn er hins vegar Malvina Reynolds. 2. Bubbi er sagóur vera höf- undur lagsins „Allur lurkum laminn" (bls. 233). Sama lag er sagt vera af 2ja laga 12" plötu með Bubba (bls. 269). Sannleik- urinn er sá að höfundur lagsins er Hilmar Oddsson. Lagið er á breiðskífu samnefndri kvik- myndinni „Eins og skepnan deyr". 3. Músík Utangarðsmanna er sögð hafa verið fyrst og fremst í ætt við blúsrokk og Rolling Stones fremur en pönk- rokk og Sex Pistols (bls. 179). Þetta er villandi lýsing. Músík Utangarðsmanna stóð næst músík pönkrokksfrumkvöðl- anna í Clash. T.a.m. var fast að helmingur dagskrár Utangarðs- manna rokkað reggí í anda Clash. Vissulega mátti greina óm frá Rolling Stones í músík Utangarðsmanna. En áhrif frá Iggy Pop voru greinilegri. Á þetta er ekki minnst hér til að rýra gildi „Rokksögunn- ar". Þessar aðfinnslur eru ein- ungis settar fram til að styrkja „Rokksöguna" sem varanlega heimild, sem mikilvægt hjálp- argagn við ritgerðasmíði næstu missera og sem ómissandi upp- siáttarrit fyrir alla þá er fjalla um dægurmúpík í fjölmiðlum. Það breytir engu í þessu sambandi að rokksagan er sveiflunr háð, í raun daglegum. Dæmi um það eru tölur sem hafa Jrreyst á vinnslutíma bók- arinnar. Á einum stað er platan „Dögun" sögð hafa selst í 19100 eintökum (bls. 282). Á öðrum stað kemur fram að platan hafi selst „í meira en 20 þús. eintökum" (bls. 234). Því má bæta við aó um svipað leyti og bókin kom úr prentun höfðu 21400 eíntök selst af „Dögun". Þetta eru smámunir. Eftir sem áður er „Rokksagan" kær- komin bók, vel heppnuð og vönduð. Það er erfitt aö hugsa sér að hægt hefði verið að standa öllu betur að verki. Sömu ummæli má hafa um söluhæstu bókina 1991, Bubba. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hljóðar uppgjör við Bubba vegna sölu á bókinni upp á 9300 eintök (næstsölu- hæstu bækurnar eru sagðar hafa selst í 6-8500 eintökum í mesta lagi). Innan við helmingur bókar- innar fjallar um músíkferil Bubba. í þeim hluta bókarinnar eru áhugaverðar skrár yfir verk afkastamesta poppara landsins. M.a. er nákvæmur listi yfir 5 tugi platna sem á er leikur og söngur hans, listi yfir á þriðja hundrað iaga sem hann hefur sungið inn á plötur o.s.frv. Það er dæmi um afköst Bubba að bókin var ekki fyrr komin á inarkað en þrjár plötur og ein snælda bættust við í safnið. Tíu ára músíkferill Bubba rekur nánast íslensku rokksög- una frá Bubba-byltingunni vor- ið 1980. Við lestur Bubba-bókarinnar kemur nafn Jóns heitins Lennons oft upp í hugann. Báð- ir áttu stormasama og erfiða æsku. Báðir tengdust myndlist og bókmenntum sterkum böndum. Báðir voru eirðarlaus- ir og leitandi unglingar sem kynntust náið harðneskju göt- unnar. Báðir voru það heppnir að búa að líkamlegri hreysti. Það gerði þeim kleift að standa af sér harðsnúin áflög. Báða skorti á unglingsárum nauó- synlegt aðhald og leiðsögn for- eldra. Hvorugur sætti sig við lognmolluna í dægurlagaheim- inum. Báða þyrsti í lifandi rokkmúsík. Báða þyrsti í að skapa slíka rokkmúsík þrátt fyrir andstöðu markaðarins. Báða dreymdi um að bylta dæg- urlagaheiminum með áhlaupi á forsendum rokkmúsíkurinnar. Draumur beggja rættist vegna þess að þeir höfðu ákveðni til að bera, forystuhæfileika, voru næmir lagasmiðir, gátu túlkað tilfinningar æskunnar í textum og tjáningu og voru yfirburða- þróttmiklir söngvarar. Draum- ur þeirra rættist mun rækilegar en þá óraði fyrir. Munurinn á þeim er sá helstur að annar býlti dægurlagaheimi Englands fyrir aldarfjórðungi, hinn bylti íslenska dægurlagaheiminum fyrir áratug. Enn þá er fjöldinn að vinna úr byltingum beggja. Auk fróðlegrar frásagnar af músíkferli Bubba er forvitni- legt að lesa um þá erfiðleika sem hann barðist við í æsku. Hann átti við fötlun að stríða, svokallaða skrifblindu. Að auki var hann málhaltur. Hann gat ekki sagt „s". Til við- bótar hrjáði hann öndunarfæra- sjúkdómurinn astmi. Kennararnir þekktu ekki skrifblindu. Þeir héldu að nem- andinn skrifaöi vitleysur vilj- andi. Skólaganga hans var sam- fellt stríð við kennara og nem- endur. Ekki bætti úr skák að hann var hinn mesti hrakfallabálkur. M.a. varð hann tvívegis fyrir bíl. í annað skiptið slitnuðu vöðvar. í hitt skiptið lá hann í mánuð í gjörgæslu með rifið milta og skaddaða lifur. Bein- brot voru einnig tíð. Þrátt fyrir alla erfiðleika barnsins eru leiðinlegustu minningar hans að hetman þegar faðir hans var fullur, „eins og hann var þó ljúfur og yndislegur. En minningarnar eru allar í þoku. Ég var ofboðs- lega hræddur við þessa ókunn- ugu manneskju sem slagaði inn og var þvoglumælt og aum- ingjaleg til augnanna" (bls. 64). Bubbi er bók sem kemur á ó- vart og vckur lesandann til umhugsunar. Æskan 49

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.