Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1992, Page 8

Æskan - 01.03.1992, Page 8
Enn glæsilegri verður unginn ef þú límir aftan á hann fjöður fyrir stél. Það má klippa fjaðrirnar í sundur ef þær eru of stórar. E.t.v. getur þú líka sett smá fjaðrabúta fyrir vængstubba, sjá mynd 7. Þú getur líka notað pakkabönd og krullað þau, sjá mynd 8. Þessir ungar eru skemmtilegt borðskraut, t.d. einn á hvern disk eða einn í hvert glas. Það er líka gaman að raða þeim á borðið eða á disk eða fat með tómum eggjaskurnum. Einnig má setja í þá spotta og hengja þá upp í glugga eða á trjágrein- ar í vasa. Það má jafnvel tylla þeim á greinarnar. Láttu ímyndunaraflið ráða og ég er viss um að þér dettur í hug margt fleira sem hægt er að nota þá til. Gleðilega páska! Sigríður Soffía Sandholt. myn

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.