Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 17

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 17
1 Allctn veturinn hafði dýrin langað þau ó- sköp til að fara d skauta á ísnum d vatninu handan við dýragarðinn. Loks tókst simpans- anum að næla í lykla úr vasa varðarins. Þd nótt var sannarlega fjör d ferðum á ísnum! Fílarnir einir hikuðu við að fara út d ísinn. - Hann ber okkur ekki! sögðu þeir og stundu. - Hvaða vitleysa, kallaði flóðhesturinn. Sjd- ið mig! Og hann tók nokkur dans-spor með léttri sveiflu. Þd heyrðust brak og brestir! Sprungur komu í ísinn og dýrin flýttu sér til lands. Þau urðu sdr og reið. - Það er dreiðan-legt að þér verður ekki boð- ið með næst, sagði simpansinn. Allir fóru leiðir í búrin sín. Simpansinn læsti. Nú uppgötvaði vörðurinn að lyklarnir voru horfnir. Hann kom þjótandi að búrunum, d- kveðinn í að taka í lurginn d söku-dólgnum. En öll dýrin virtust sofandi í búrum sínum. Lyklana fann hann d stígnum - eins og hann hefði misst þd þar. - Þetta em þd mistök mín, hugsaði hann. Eg verð að gæta lyklanna betur en þetta! Síðan fór hann aftur heim að sofa. - Hugsið ykkur - ef hann hefði komið fyrr! sagði simpansinn. - Nú sluppum við naumlega, kölluðu hin dýrin - öll nema flóðhesturinn. - Uhumm, sagði hann og var því feginn að hafa dansað d ísnum. - Jd! sögðu dýrin. Þú bjargaðir okkur! En hvað þú varst vitur að brjóta ísinn! Flóðhesturinn varð svo upp með sér að hann gat ekki hugsað sér að jdta að þetta hefði verið tilviljun! Þess vegna sagði hann einungis: - Ja, einhver varð að gera eitthvað! Og hann gekk um með spekings-svip eins og hann væri afar vitur og rdðagóður - í að minnsta kosti mdnuð eftir þetta! (Úr bókinni, 365 sögur fyrir svefhinn - Útgefandi er Hamlyn fyrirtœkið í Englandi) Æ S K A N 17

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.