Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1992, Page 23

Æskan - 01.03.1992, Page 23
EYJAR inu til Danmerkur. Síðastliðið sumar unnu strák- arnir í fiskvinnslu hjá sfnu fyr- irtækinu hvor. „Við gengum í ýmis störf,“ sögðu þeir. „Við vorum við verkun bæði á saltfiski og blautfiski, einnig unnum við í humri og gelluðum talsvert." Þorsteinn hafði 210 krónur á tím- ann en Jón Viðar 230 - af því að hann er ári eldri. Að síðustu voru strákarnir spurðir hvort þeir veiddu lunda eins og svo margir í Eyj- um. „Já, við gerum dálítið að því,“ svöruðu þeir. „Þetta er fyrsta flokks „ALDREI FRIÐUR FYRIR STELPUNUM!“ matur, hvort sem hann er reyktur eða soðinn." Að þessu mæltu voru viðmæl- endurnir roknir út í veður og vind, líklega alls hugar fegnir að vera lausir við frekari yfir- heyrslur um einkahagi sfna. Það er greinilegt af samtölunum sem við höfum átt við unga fólkið í Eyjum að það situr sjaldnast auðum höndum og er hæstánægt bæði með félagslífið sem er í boði og eins þau störf sem völ er á yfir sumartímann. Þetta viðtal var það síðasta sem við tókum í Eyjum á ferð okkar þang- að fyrir nokkrum mánuðum. Önnur hafa birst í fyrri blöðum. Æskan þakkar góðar móttökur! - E.l. Þorsleinn Trausti og Jón Viðar - síður en svo vissir um að þeir vildu tala við Æskuna. egja þeir Þorsteinn og Jón Viðar Þeir Þorsteinn Traustason 14 ára og Jón Viðar Stefánsson 15 ára voru í fyrstunni tregir til að fást í spjall við Æskuna. Kannski töldu þeir sig of gamlafyrir blaðið! Þeir vildu þó ekki viðurkenna það þegar þeir voru spurðir að því - og féllust svo um síðir á stutt samtal. „Jú, það er alveg frábært að eiga heima hér í Eyjum," sögðu þeir þeg- ar við höfðum tyllt okkur niður um stund. „Hérna er mikið af sætum stelpum. Það er aldrei stundlegur friður fyrir þeim; þær elta okkur alveg á röndum! Það getur nú stundum verið þreytandi." Þorsteinn er í Barnaskóla Vestmannaeyja en Jón Viðar er f skóla „inni á Heiðarvegi“. „Sá skóli heitir eiginlega ekki neitt,“ sagði Jón Viðar. „Það er ekki pláss fyrir okkur með 10. bekkinn í Barnaskólanum eins og er.“ í tómstundum fara þeir oft í lík- amsræktarstöð á staðnum en segj- ast vera meira í Ijósalömpunum en kraftlyftingartækjum. Auk þessa taka þeir mikinn þátt í íþróttum, einkum knattsþyrnu og handknattleik. Jón Viðar dreymir um að verða íþrótta- kennari í framtíðinni en hugur Þor- steins stefnir aftur á móti á fjölmiðla- nám. Þeir félagarnir eru báðir Týrarar, þ.e. félagar í Knattspyrnufélaginu Tý. Jón Viðar æfði með 4. flokki í fyrra- sumar og fór í keppnisferð með lið- Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.