Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 26

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 26
EKKERT ER SJÁLFGEFIÐ Þaö er misjafnt hvernig fólk býr og viö hvaöa skilyröi. Þeir sem eru komnir af velmegandi fólki reyna aö lifa viö sömu lífsgæöi (aö þeirra mati sjólfsögö lífsgæöi) og mamma og pabbi. Þeir stefna í valdamiklar og umfram allt vel launaöar stöö- ur. Öm Hilmarsson ótti heima í góöu hverfi í Reykjavík sem var sæmandi manni eins og pabba hans, þing- manni, og mömmu hans, forstjóra. Örn, ó fimmtdnda órinu, var ólíkt jafnöldrum sínum farinn aö velta fyrir sér glæstri framtíö sinni. Starf pabba hans heillaði hann, pólitíkin, valdið og viröingin. Hann langaði jafnvel til aö verða rdöherra. Ein- kunnir hans í skólanum drógu ekki úr möguleikum á góöu framtíðar- starfi. Þetta starf var þó ekki drauma- starfið hans í orösins fyllstu merk- ingu fyrr en þessa vetrarnótt. Það aö vera einkabarn færöi honum mikið af forréttindum sem vinir hans höfðu ekki, aðallega í verald- legum gæöum og á stundum skildi hann ekki hvernig þessi og hinn komust af dn tölvu, hljómflutnings- tækja af dýrustu gerð, síma í hverju herbergi, fleiri sjónvarpstækja en nokkur gat haft gott af, og jafnvel gervihnattadisks. En snúum okkur aö nóttinni eft- irminnilegu. Það var nýlega komiö miðnætti þegar Örn Hilmarsson fór inn í draumalandið. Hann var staddur fyrir utan glæsi- lega byggingu. Þegar hann gekk inn sd hann að þetta var Stjórnarrdðs- húsið. „Sæll, Örn," sagöi virðulegur maður í jakkafötum. „Fundurinn er hér inni." Hann elti manninn inn í fundar- sal þar sem tæpur tugur manna sat fyrir. Tvö sæti voru auð. Viröulegi maðurinn settist í annað þeirra en hitt sætiö var honum ætlað, sætið við enda borðsins. Hann var forsæt- isrdðherra. Það var hærri staða en hann hafði þorað að tala um - en þó það sem hann hafði hugsað um af alvöru ón þess að segja fró. „Flóttafólkið er inni á skrifstofu þinni, Örn," sagði virðulegi maður- inn sem var rdðherra í ríkisstjórn Arnar Hilmarssonar. „Ég skil þig ekki," sagði enn einn við borðið, líkast til framagjarn maður, um þrjdtíu og fimm dra og með yfirskegg. Þetta var Valgeir Val- geirsson. „Ég get ekki skilið hvað þú ert að vilja með að hitta eitthvert fólk fró útlöndum. Það skiptir okkur engu mdli. Við hleyptum því inn í landið og það d ekkert með að biðja um meira - hvað þó að hitta sjdlf- an forsætisrdðhemmn. Það kann ekkert í íslensku, nýkomið hingað, og ég efast um að það kunni eitt- hvað í ensku." Þetta hefði Valgeir aldrei þorað að segja í núvist fréttamanna. „Að heyra í þér," sagði kona við borðið. „Hefurðu enga samúð mað vesalings fólkinu. Auk þess kann það ensku, að minnsta kosti elsti sonurinn, og forsætisrúðherrann bað um að hitta þau, ekki öfugt." Nú heyrðist í Erni í fyrsta sinn ó fundinum: „Þetta er gott fyrir almenningsó- litið. Ég er búinn að „panta" frétta- menn til að taka myndir þegar ég er búinn að tala við þau. En ég er alveg sammdla Valgeiri. Heldurðu að þau hefðu ekki getað menntað sig, orðið eitthvað. Ég skil þetta ekki. En eins og ég sagði: Kjósendurnir vilja að maður sé góður við smæl- ingja." Konan var farin að æsa sig upp: „Að heyra í þér," sagði hún aft- ur, „hvernig geturðu sagt þetta ..." Virðulegi maðurinn, sem sat við hlið hans og hafði sagt lítið ú fund- inum, greip fram í fyrir konunni, einum af þrem kvenmönnum í stjórninni. „Þið eruð farin að verða aðeins of æst." Að loknum fundinum gekk Öm að skrifstofu forsætisrdðherrans, skrifstofu sinni. Þar var hópur frétta- manna fyrir utan en hann gekk inn ón þess að segja orð við þd. Þar sat kona sem leit út fyrir að vera þreytt og gömul, mun eldri en hún var í rauninni. Við hlið hennar sat maður d tvítugsaldri, sonur hennar, og hann hélt d systur sinni sem var samkvæmt skýrslum sjö dra gömul. Þau voru öll þreytuleg á svip- inn. Þótt ríkið hefði gefið þeim allt það besta, föt, mat og jafnvel nýtt heimili virtust þau alls ekki dnægð. Samtalið fór fram d ensku sem sonurinn talaði nokkuð vel, betur 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.