Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 51

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 51
þar til ég sá þá koma til baka. Þá gengu Þjóðverjamir á undan ásamt pabba og bám einhverja smápinkla með sér. Nú var mér öllum lokið. Ég hafði hvorki gefið frá mér stunu né hósta meðan á öllu þessu stóð. Nú grúfði ég mig ofan í svæfilinn og grét hljóð- laust. Fyrst vorkenndi ég Þjóðverjunum sem nú vom orðir stríðsfangar, hvað sem það nú var. Það hlaut að vera enn þá verra en að vera venjulegur fangi. Stríðinu gat nefhilega fylgt að vera líflátinn. Svo mikið vissi ég. Ef til vill yrðu þessir vinir mínir, eins og ég nú kallaði þá, skotnir. Hvað yrði svo um pabba sem hafði falið þá? Ekkinn jókst og tíminn leið. Ég þorði ekki að líta út aftur. Svo heyrði ég að bílamir vom settir í gang og ekið burt. Þá gat ég ekki stillt mig um að líta út aftur. Hvað hafði orðið um pabba? En viti menn. Þarna kom pabbi gangandi einn heim túnið. Þeir höfðu þá ekki tekið hann. Hjartað í mér hoppaði af gleði. Enginn hafði bært á sér inni í bæn- um meðan á þessu stóð. Það leit út fyrir að allir svæfu væmm svefni. Sjálfur hefi ég aldrei getað trúað því að hinir sem inni sváfú hafi ekki ver- ið vakandi þótt enginn hreyfði sig. Pabbi kom inn og háttaði aftur. Hann lagðist upp í rúmið hjá mér. Ég lét fara eins lítið fyrir mér og ég gat og lést sofa. Hann bærði ekki heldur á sér fyrr en við heyrðum að mamma var komin á fætur og far- in að hita kaffið. Hafi mig nokkum tímann sárlang- að til að hjúffa mig að pabba og ekki leyft mér það var það á þessarri morgunstund í litla herberginu við hliðina á baðstofunni. En ég var orð- inn tíu ára og vildi ekki láta hann sjá hvað ég hafði orðið hræddur. Samt varð nú forvitnin smám sam- an hræðslunni yfirsterkari, sérstak- lega þegar líða tók á daginn. Hvað hafði irauninni gerst? Hvað hafði maðurinn sagt? Hvemig höfðu Þjóðverjarnir tekið þessu öllu? Af hverju slapp pabbi? Þannig vom ótal spurningar sem vöknuðu í huga mínum. Hins vegar fengust engin svör fyrr en langt var liðið á daginn. 9. kafli Hctndtakan Þegar búið var að taka saman allt laust hey á túninu vomm við pabbi loks einir við að breiða yfir galtana og ganga frá þeim með því að setja á þá yfirbreiðslur og hengja farg í þær. Við byrjuðum austur við Enda. Þeg- ar við höfðum gengið ffá fyrsta galt- anum settist pabbi undir hann og ég hjá honum. Er hann hafði spurt mig hvort ég hefði ekki vaknað í morgun svaraði ég því strax að ég hefði fylgst með öllu. - Já, mér fannst þú óeðlilega kyrr þegar ég kom inn aftur. Ég þóttist nokkuð viss um að þú værir vak- andi. Hann sagði svo frá því sem gerst hafði. Þegar hann kom út gripu tveir hermenn hann og þrýstu honum upp að bæjarþilinu. Síðan var leit- að vandlega á honum og hann all- ur strokinn, sennilega til að gæta að því hvort hann væri með nokkuð á sér sem nota mætti sem vopn. Þeir sem á bak við hann stóðu beindu að honum byssustingjum sem eru eins konar hnífar, festir framan á byssumar. Þegar þeir þukluðu hann fundu þeir tóbaksbaukinn í vasa hans og vasaklútinn. Hvort tveggja var dregið upp og skoðað vandlega en síðan fékk hann hvort tveggja aft- ur. - Ég var heppinn að vera ekki með vasahníf, sagði pabbi. Þá sagði íslendingurinn sem var með þeim, og ég fékk nú að vita að var sá sami og hafði fengið hann til að fela Þjóðverjana, að ekkert þýddi að sýna mótþróa, herinn vissu að mennim- ir væm hér. Hann hefði verið hand- tekinn og orðið að játa allt og fylgja þeim hingað. Sagðist hann hafa tek- ið á sig alla ábyrgð af þessu, pabba yrði því ekkert gert ef hann aðeins fýlgdi þeim orðalaust að staðnum þar sem Þjóðverjarnir væm faldir. Hann mætti engan mótþróa sýna og alls ekki blanda sér á nokkurn hátt í handtökuna. - Ég treysti þessu nú mátulega en það reyndist rétt, sagði pabbi. FRAMHALD Æ S K A N S S

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.