Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 16

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 16
SOSSA SOLSKINSBARN eftir Magneu frd Kleifum - hlaut verölaun Skólamdlardðs Reykjavíkur 1992. Eftirfarandi er úr kaflanum Versin mín: Mamma kennir okkur sálma, og ég kann mörg vers sem ég fer meö á eftir faðirvorinu. Fyrst förum við með bæn sam byrjar svona: Guð minn góður komi til mín - og það bregst aldrei aö um leið og ég er búin að segja það er Guð kominn og sestur á rúmstokk- inn hjá mér. Hann brosir og blikkar augunum, því það er leyndarmál- ið okkar að hann er þarna og eng- inn annar sér hann. Mér þykir vænt um versin mín. Þau eru alltaf í röð og reglu, stutt og digur og ferköntuð eins og kistillinn sem mamma geymir sparifötin okk- ar í. En faðirvorið er langt og mjótt með hala sem nær langt út á tún. Ég les faðirvorið eins hratt og ég get alveg ab voru skuldunauti og skýst framhjá því án þess að það sjái mig. Ég verð alltaf jafnhissa á því. Þarna stendur það efst á bog- anum, kolsvartur boli með ógurlega löng og hvöss horn, gónir út í loftið og fnæsir, samt sér hann mig ekki. Svo renn ég mjúklega niður bogann. Mér er óhætt, hann snýr sér aldrei við. Versin mín geymi ég á ákvebn- um stöðum og tek þau upp eitt af öbru. Sum geymi ég uppi á steinum og þúfum, eitt situr á fjósburstinni, annað í gluggakistunni. En „Vertu yfir og allt um kring" situr alltaf á rúmstokknum okkar systranna. Orb- in raða sér hlið við hlið eins og litl- ir dvergar og haldast í hendur, bros- andi út að eyrum. Ég læði stundum hendinni út undan sænginni til að ná í eitt, en þó að ég sjái þau svona vel tekst mér þab aldrei. Þau gufa upp og verða að engu. Pabbi segir aldrei ljótara en ræ- kallinn, nema þegar hann les úr Jónsbók. Ég held að þessi rækall sé ekkert slæmur maður, en pabbi seg- ir alltaf Guð fyrirgefi mér á eftir. Mamma segir aldrei ljótt. Hún signir okkur þegar við förum í hreina skyrtu og lætur okkur lesa langar bænir á kvöldin. Á morgn- ana eigum við að fara út á varin- helluna, signa okkur sjálf og fara meb vers. Ég er svo fljótmælt að ég er ekki lengi að því. Guð blessi ykkur matinn, segja bæði pabbi og mamma. Mér finnst Teikning: Þóra Sigurðardóttir stundum að maturinn mætti vera meiri, því þótt ég sé mögur og mjó þarf ég mikiö að borða. Mér finnst að Guð gæti stjórnað betur, úr því að hann er svona góð- ur og alltaf nálægur. Hann hefbi átt að láta pabba vera ríkan karl eins og kaupmanninn sem á fullt af öllu mögulegu í búðinni sinni. - Finnst þér ekki ljótt af Guði að halda meira upp á sum börnin sín en önnur? spurði ég pabba. - Eða erum við ekki öll guðsbörn? - Jú, svaraöi pabbi, en þú hlýtur að sjá að ég er miklu ríkari en kaup- maðurinn, flónið þitt. Hann á bara eitt barn en ég á ellefu! - Ekki geturðu étib börnin þín þegar þú ert svangur, sagði ég. - En kaupmaðurinn getur farið í búðina sína og fengið sér allt mögulegt: rús- ínur og sýróp, sykurtopp og haglda- brauð! Pabbi fór að hlæja. - Þú hugsar bara um að fá eitthvað í magann, Sossa mín. Það er satt, ég hugsa oft um það. En ég hugsa um ótalmargt annað sem enginn veit um nema köttur- inn. Ég ætla aldrei að eignast krakka, bara bækur, fullt af allskon- ar bókum. Þær eru eklá alltaf hland- blautar með hor og hósta eins og smákrakkarnir. Meðan við erum að hátta þvær mamma litla barninu vel og vand- lega, setur þurrt stykki á rassinn á því og vefur það vel inn í svif, alveg upp að höndum. Það lítur út eins og stór lundabaggi. Svo sest hún á rúmið sitt og stagar í sokka og ger- ir skó handa heimilisfólkinu og á meðan ruggar hún litla barninu í vöggunni sinni. Þá er pabbi sofnað- ur og hrýtur alveg ferlega. - Guðmundur minn, segir mamma og ýtir í hann. Og hann hlýðir mömmu, snýr sér upp að vegg og hættir að hrjóta. Mér finnst gaman þegar pabbi hrýtur. Þá er hann sofandi tröllskessa og ég læöist inn í hellinn og bjarga prinsinum og næ í fjöregg- ið og allt gullið og gimsteinana. Þeg- ar pabbi hættir snögglega að hrjóta verb ég dauðhrædd um ab tröllskess- an sé vöknuð og á leiðinni til að ná í mig. Ég verð að opna augun til að gá og þá er allt ónýtt. 16 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.